Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Stjórnendur í grunnskólum undirrituðu 30. apríl Atkvæðagreiðslu lýkur 15. maí Stjórnendur í grunnskólum skrifuðu undir sinn fyrsta sjálfstæða samning klukkan þrjú síðdegis þann 30. apríl sl. Samningurinn hefur verið kynntur í deildum Skólastjórafélags Íslands (SÍ) og atkvæðagreiðslu um hann lýkur 15. maí. Stór skref voru stigin við að ná sameiginlegum markmiðum skólastjórnenda í grunnskólum og viðsemjenda þeirra sem samþykkt voru þann 3. mars 2008 og áfram verður unnið að því að ná þeim við gerð næsta kjarasamnings enda eru þau hluti samningsákvæða. Markmiðin eru m.a. að jafna laun og önnur starfskjör stjórnenda í grunnskólum og annarra háskólamenntaðra stjórnenda hjá sveitar- félögum sem sinna sambærilegum störfum og að taka upp þróunarverkefni um tímabundin viðbótarlaun (TV einingar). Um tímabundin viðbótarlaun segir meðal annars í samningnum: „Með tímabundnum viðbótarlaunum er búinn til farvegur fyrir greiðslur vegna ýmiss konar aðstæðna sem hafa áhrif á starfsmanninn og vinnuframlag hans sem í eðli sínu eru tímabundnar. Slíkar aðstæður geta falist í tímabundnu álagi og verkefnum umfram eðlilegar aðstæður, s.s. vegna þróunar- og átaksverkefna, frammistöðu- og hæfnismats eða vegna markaðs- og samkeppnisaðstæðna.“ Samningurinn hefur sama gildistíma og kjarasamningur grunn- skólakennara eða frá 1. júní 2008 – 31. maí 2009. keg Reiknivél fyrir grunnskólakennara Á vef Austurgluggans, austurglugginn.is, er reiknivél sem reiknar út launahækkun grunnskólakennara og var sett upp í framhaldi af undirritun kjarasamnings eða þann 29. apríl sl. Reiknivélin er í stikunni efst á forsíðu vefjarins. Í frétt á vef Austurgluggans segir: Grunnskólakennarar munu kjósa um nýgerða kjarasamninga fyrri hluta maímánaðar. Nú hafa samningsaðilar náð lendingu áður en kjarasamningur rennur út. Austurglugginn.is hefur látið útbúa reiknivél hér á vefnum sem reiknar nákvæmlega út fyrir grunnskólakennara hver launahækkun þeirra verður ef þeir samþykkja samninginn. Reiknivélin er byggð á forsendum nýgerðs kjarasamnings. Önnur aðildarfélög líka með lausa samninga á þessu ári Kjarasamningur framhaldsskólans rann út í apríllok og framhalds- skólakennarar eru í samningaviðræðum. Tónlistarskólakennarar og leikskólakennarar eru samningsbundnir til 30. nóvember á þessu ári. Aðalfundur hjá KFR Tveimur dögum eftir að samningur FG var undirritaður var aðal- fundur hjá KFR KFR stendur fyrir Kennarafélag Reykjavíkur, en það er stærsta svæðafélagið í FG, Félagi grunnskólakennara. Félagsmenn í KFR eru um 1500 og í FG um 4500. Félagsmenn KFR starfa í 44 grunnskólum í Reykjavík. Formaður KFR var sjálfkjörinn á fundinum, Þorgerður L. Diðriksdóttir, og hún sagði meðal annars um samninga og samningsumhverfi í erindi sínu: „Við grunnskóla- kennarar á landsvísu erum nýbúin að gera samning til eins árs sem tekur gildi um mánaðamótin maí-júní ef hann verður samþykktur af félagsmönnum. Kosið verður um samninginn fyrri hluta maímánaðar. Mikill óróleiki er ríkjandi á vinnumarkaði og nauðsynlegt að halda vel á spöðunum en styrkur þessa samnings felst að mínu persónulega mati í því að hann er til skamms tíma, það er eins árs, og með honum dregur verulega saman með kennurum og helstu viðmiðunarstéttum þeirra. Ég hvet hins vegar hvern einasta félagsmann Kennarafélags Reykjavíkur til að skoða samninginn vel og greiða atkvæði sitt í samræmi við það sem honum finnst innst inni eftir að hafa skoðað hug sinn, vegna þess að það er enginn sem ákveður hvernig maður ráðstafar atkvæði sínu nema maður sjálfur. Þrátt fyrir ágæta skammtímasamninga erum við í hnattrænu umhverfi á öllum sviðum og niðurskurður í tveimur undirstöðum hvers samfélags, menntakerfi og heil- brigðiskerfi, er staðreynd og í sífellu er grafið undan þessum tveimur meginstoðum. Við kennarar erum þeir einu sem geta spornað við árásum á skólann og á okkar starf sem meðal annars birtast í auknu skrifræði, lágum launum, auknum kröfum um vinnuframlag, sífellt fleiri verkum, meira eftirliti með okkur og nemendum og aukinni stöðlun í þágu skilvirkni og árangurs.“ Fréttir af samningum, viðræðum, atkvæðagreiðslum og fleiru sem tengist kjaramálum kennara eru á www.ki.is og á undirsíðum aðildarfélaga. KJARASAMNINGAR f r a m h a l d KjARASAMNINGAR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.