Skólavarðan - 01.05.2008, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.05.2008, Qupperneq 26
26 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Einn af þekktustu líkamssláttarleikurum Bandaríkjanna, Keith Terry, mun heimsækja Ísland í lok maí. Hann verður á ferð um Evrópu vegna námskeiða- og tónleikahalds og þáði boð um að stoppa stutt á Íslandi og leyfa okkur að njóta krafta sinna. Samtök Orff, tónlistarkennara á Íslandi (SÓTI) eru ákaflega stolt að geta boðið tónlistar- kennurum og áhugafólki um body percussion upp á námskeið dagana 28. og 29. maí 2008 nk. Námskeiðið fer fram í FÍH salnum, Rauðagerði 27, 108, Reykjavík. Miðvikudaginn 28. maí kl: 16.00-19.00 Námskeið í FíH, fyrri hluti Fimmtudaginn 29. maí kl: 13.00-16.00 í FíH, seinni hluti Fimmtudaginn 29. maí kl: 20.00 Einleikstónleikar í Salnum í Kópavogi Námskeiðsgjald: 15.000 kr. og er miði á tónleikana í Salnum innifalinn á tónleikana. Allir eru velkomnir og er miðaverð 1.000 kr. fyrir aðra en námskeiðsþátttakendur. Skráning er hafin og er áhugasömum bent á að senda netpóst á orff.is@gmail.com með nafni, heimilisfangi, netfangi og vinnustað. Um Keith Terry Keith Terry er slagverksleikari að mennt og var trommuleikari Jazz Tap Ensemble. Hann hefur þróað stíl þar sem hann notar rytmamynstur á eigin líkama og rödd ásamt hreyfingu eða dansi. Honum hefur tekist á listrænan hátt að sameina tónlist, dans, leikhús og gjörning í sýningum sínum. Hann skilgreinir sig sem „body musician“ og notar þannig elsta hljóðfæri jarðar, líkamann, til að víkka út skilgreiningar á hefðbundinni jass- og nútímatónlist. Keith Terry er þekktastur fyrir sólóferil sinn og eigin hljómsveit en hann hefur jafnframt unnið með þekktum listamönnum eins og Lindu Tillery, Bobby McFerrin, Gamelan Sekar Jaya og Robin Williams. Hann hefur haldið námskeið um öll Bandaríkin og víða í Evrópu og frá árinu 1998 hefur hann kennt í Department of World Arts and Cultures, University of California, í Los Angeles. Aðferðir hans eru leiðarljós margra tónlistarmanna og kennara. Fyrir þá sem hafa verið á námskeiðum Doug Goodkin hér á landi er vert að geta þess að hann notar aðferðir Keiths mikið í sinni kennslu. Frekari upplýsingar um Keith Terry og tóndæmi má finna á eftirfarandi slóðum: www.crosspulse.com/html/aboutkt.html profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=107513936 Stjórn SÓTA Elfa Lilja Gísladóttir - elfalilja@gmail.com Kristín Valsdóttir - kristinvals@khi.is Nanna Hlíf Ingvadóttir - nannahlif@gmail.com Samtök áhugafólks um starf í anda Reggio (SARE) á Íslandi halda ráðstefnu 28.maí og námskeið 27.maí um ReMidu í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð í Reykjavík. Markmiðið er að kynna hugmyndafræði ReMidu (efnisveitu) fyrir starfsfólki í leikskólum. • Fyrir hádegi þann 28.maí verða þrír aðalfyrirlesarar, eftir hádegi verða smiðjur. Hver þátttakandi velur sér eina smiðju sem stendur í þrjár klukkustundir. • Ráðstefnugjald er kr. 20.000,- og innifalið er aðgengi að efnivið og búnaði í smiðjum, ráðstefnugögn, hádegismatur og kaffi. • Í tengslum við ráðstefnuna verður haldið námskeið þann 27.maí þar sem farið verður í hugmyndafræði að baki ReMidu. Ráðstefnu- og námskeiðsgjald er alls kr. 35.000,- Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, námkeiðið og skráning www.congress.is/remida Úthlutun styrkja úr B-deild Vísinda- sjóðs Félags leik- skólakennara Hér með eru auglýstir námsstyrkir til félagsmanna FL sem hyggjast stunda framhaldsnám í leikskólafræðum eða öðrum greinum er tengjast starfsgrein- inni skólaárið 2007-2008. Styrkirnir nema kr. 140.000 til þeirra er stunda nám hér á landi og kr. 180.000 til þeirra er stunda nám í útlöndum. Umfang náms skal vera að lágmarki 15 einingar. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu KÍ, www.ki.is. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2008. Hér með eru auglýstir styrkir til einstaklinga til að sækja ráðstefnur og námskeið erlendis sem nýtast umsækjanda í starfi. Styrkirnir nema kr. 100.000 -130.000. Skulu líða a.m.k. þrjú ár frá því að félags- maður fær styrk til utanfarar þar til hann getur sótt um slíkan styrk aftur. Sjóðsstjórn áskilur sér rétt til að taka tillit til starfsaldurs umsækjenda og fleiri þátta sem hún telur skipta máli. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu-blöðum sem fást á skrifstofu FL/KÍ og á heimasíðu KÍ, www.ki.is. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2008. Nánari upplýsingar um styrkina gefa starfsmenn sjóðsins María, maria@ki.is og Sigrún, sh@ki.is eða í síma 595- 1111. Stjórn Vísindasjóðs FL Úthlutun hærri ferða- styrkja úr A-deild Vísindasjóðs Félags leikskólakennara Body percussion námskeið 28. -29. maí 2008 ReMida – skapandi efnisveita Ráðstefna haldin í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.