Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 24
24 FRéTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Aðalfundur Kennarafélags Reykjavíkur var haldinn 30. apríl sl. á Hótel Loftleiðum. Fjölmennt var á fundinum og hann þótti takast vel að sögn fundargesta og umræður góðar. Fyrir fundinum lágu tillögur um lagabreytingar sem samþykktar voru með þorra atkvæða. Með lagabreytingunum var hnykkt á hlutverki félagsins og hlutverk þess skýrt enn frekar. Kosið var til stjórnar og var Þorgerður Laufey Diðriksdóttir endurkjörin formaður til næstu tveggja ára. Eiríka Ólafsdóttir, Hjördís Þórðardóttir og Sigrún Ólafsdóttir voru allar endurkjörnar til tveggja ára. Jafnframt voru þær Þóra Elísabet, Kjeld, Þóra Kristinsdóttir og Þórunn Sif Böðvarsdóttir kosnar í uppstillingarnefnd til næsta aðalfundar. Skoðunarmenn reikninga KFR eru Ágúst Benediktsson og Jenný Guðrún Jónsdóttir til vara eru þær Katrín Ragnarsdóttir og María Kristín Thoroddsen. Stjórn Kennarafélags Reykjavík skipa því Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður, Eiríka Ólafsdóttir, Hjördís Þórðardóttir, Ólafur Örn Pálmarsson, Kristbjörn Árnason, Lilja Margrét Möller og Sigrún Ólafsdóttir. Lesið um aðalfund KFR á heimasíðu félagsins, www.kennarar.is Formaður Kennarasambandsins hyggst hætta að loknu því kjörtímabili sem er nýhafið Eiríkur Jónsson nýendurkjörinn formaður KÍ sleit 4. þingi þess þann 11. apríl sl. og tæpti á nokkrum málum sem til umræðu höfðu verið. Hann fagnaði góðri umræðu um hin ýmsu mál en sagði jafnframt að honum þætti leitt að ályktun gegn háum vöxtum hefði ekki verið samþykkt. „Vextir eru kjaramál,“ sagði Eiríkur, „og er það ekki svolítið skrítið að sama dag (þ.e. 10. apríl, innskot blm.) og þing KÍ tekur út tillögu um vexti þá setur Ísland heimsmet í háum vöxtum?“ Eiríkur upplýsti jafnframt að nú færi í hönd síðasta kjörtímabil hans sem formanns og hann vildi tilkynna það strax til þess að fólk gæti farið að velta fyrir sér hvort það hefði áhuga á að bjóða sig fram að þremur árum liðnum. Hann sagði að án þess að hann ætlaði að segja arftaka fyrir verkum teldi hann að það væri eitt sem nýr formaður þyrfti nauðsynlega að gera, þ.e. að slíta sig frá því aðildarfélagi sem hann hefði tilheyrt og ætti rætur sínar í til að geta þjónað öllum félagsmönnum. Eiríkur þakkaði fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum, bauð nýtt fólk kærlega velkomið og sagði fjórða þingi KÍ slitið. Á fjórða hundruð manns sóttu Ráðstefnuna Rödd barnsins sem haldin var í Borgar- leikhúsinu föstudaginn 18. apríl sl. Á ráðstefnunni var fjallað um leiðir til að hlusta á raddir leikskólabarna og hvernig tryggt verði að börn hafi áhrif á viðfangsefni sín og umhverfi. Fyrirlesarar ráðstefnunnar voru: Sue Dockett prófessor við Charles Sturt University í Ástralíu fjallaði um mismunandi aðferðir til að hlusta á börn. Hún fjallaði jafnframt um af hverju hlustað er á sjónarhorn barna, hvernig þau geta haft áhrif á rannsóknir og hvaða gagn er í því að hlusta á börn. Einnig gaf hún dæmi um mismunandi aðferðir til að nálgast börn og fjallaði um hvað er gert í framhaldi af því að hlusta á raddir barna. Viðtal við Sue er í næsta tbl. Skólavörðunnar. Jóhanna Einarsdóttir prófessor við KHÍ fjallaði um um ólíka sýn á börn og hvernig sú sýn mótar það starf sem unnið er með börnum í leikskólum og hefur áhrif á hvernig rannsóknir eru unnar með börnum. Jafnframt voru skoðuð mismunandi viðhorf til þátttöku barna í ákvarðanatöku og rannsóknum. Fjallað var um kosti og galla ólíkra rannsóknaraðferða og velt upp ýmsum álitamálum í rannsóknum með ungum börnum. Kristín Dýrfjörð lektor við HA. fjallaði í fyrri hluta fyrirlestursins um lýðræði, gerði grein fyrir kenningu Nussbaum um lýðræði og tengsl hennar við leikskólastarf. Í seinni hlutanum fjallaði hún um uppeldisfræði hlustunar og var sérstaklega litið til hugmyndafræði tengda hlustun sem rakin er til leikskólastarfs í Reggio Emilia á Ítalíu. Anna Magnea Hreinsdóttir doktorsnemi við HÍ fjallaði um mat barna á leikskólastarfi og gerði grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börn mynda sér auðveldlega skoðun á ýmsum þáttum í tilveru sinni og eiga auðvelt með að láta hana í ljós þegar eftir henni er leitað. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess börn geti tekið þátt í mati á leikskólastarfi og að sjónarmið þeirra geti leitt til breytinga á starfinu séu þau nýtt til úrbóta. Leikskólasvið Reykjavíkurborgar stóð fyrir ráðstefnunni í samstarfi við RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna, við Kennaraháskóla Íslands). Sumarnámskeið Samtaka móðurmálskennara 2008 verður haldið á Hótel Flúðum 5.- 6. september n.k. Líkt og í fyrra verður haldið tveggja daga námskeið sem hefst á hádegi á föstudegi og lýkur síðdegis á laugardegi. Námskeiðið er ætlað móðurmálskennurum í grunn- og fram- haldsskólum.Viðfangsefnið verður bókmenntir og bókmenntakennsla. Góðir gestir munu flytja fyrirlestra og farið verður í vettvangsferð í Skálholt. Undirbúningur námskeiðsins stendur yfir og er áhugasömum bent á að fylgjast með fréttum af námskeiðinu á heimasíðu SM, www.ki.is/sm Samtök móðurmálskennara þrjátíu ára Þrjátíu ára afmæli Samtaka móðurmáls- kennara var fagnað á fjölmennum vor- og aðalfundi þeirra í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 2. maí. Þrír fyrirlesarar töluðu á vorfundinum: Höskuldur Þráinsson prófessor í HÍ sagði frá niðurstöðum úr viðamikilli rannsókn á til- brigðum í íslenskri setningagerð sem nú er verið að kynna og vinna úr. Sigurbjörg Einars- dóttir, íslenskukennari og menntunarfræð- ingur, flutti erindi þar sem hún fjallaði um markmið og aðferðir í bókmenntakennslu í framhaldsskólum. Erindið byggði hún að hluta á starfsrýni sinni frá síðasta ári. Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur og myndlistamað- ur rak lestina og fjallaði um mikilvægi þess að virkja sköpunarkraft unglinga um leið og hann gagnrýndi eitt og annað í náms- efni og aðferðafræði móðurmálskennara. Tveir hafnfirskir verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni fluttu ljóð. Samtök móðurmálskennara voru form- lega stofnuð júní 1978. Þá voru lög um Samtökin samþykkt og fyrsta stjórn kosin. Hana skipuðu: Indriði Gíslason, Kolbrún Sigurðardóttir, Ólafur Víðir Björnsson, Þórður Helgason og Bjarni Ólafsson. Stofnendur félagsins voru gerðir að heiðursfélögum á 30 fundinum og var afhent heiðursskjal því til staðfestingar. Félagar SM eru nú 560 og starfsemin í nokkuð föstu fari. Félagið stendur fyrir náms- keiðahaldi og gefur út málgagn sitt Skímu sem er mikilvægasta framlag Samtakanna til móðurmálskennara og annarra sem áhuga hafa á starfi þeirra. Félagsmenn! Kynnið ykkur lög Kennarasambandsins með nýsamþykktum breytingum á www.ki.is á undirsíðunni Þingsamþykktir eða undir Um KÍ/Lög KÍ. Formaður endurkjörinn Gagnlegt að hlusta á börn og skemmtilegt líka Sue Dockett Móðurmálskennarar á Flúðir í haust

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.