Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 18
18 þING Kí SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 Fjölmargar samþykktir voru gerðar á 4. þingi KÍ í apríl sl. Hér er örfáum þeirra gerð skil en hægt er að lesa allar samþykktirnar á www.ki.is Laun og önnur starfskjör Lesið stefnu KÍ í kjaramálum 2008-2011 á www.ki.is Kennarasamband Íslands og aðildarfélög þess leggja áherslu á að: • Laun og önnur starfskjör félagsmanna standist samanburð við kjör hópa með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi. • Efla og samræma kjararannsóknir á almennum og opinberum vinnumarkaði til að auðvelda launasamanburð. • Hlutfall grunnlauna af launum hækki enn frekar og að dregið verði úr óhóflegu vinnuálagi. • Endurskoðunarákvæði sem sett eru í kjarasamninga séu virt, sem og önnur ákvæði kjarasamninga. • Kjör kennara geri kennarastarfið eftirsóknarvert. • Launatryggingakerfi verði tekið upp í kjarasamningum til að tryggja að einstakir hópar dragist ekki aftur úr vegna mismunandi launaskriðs. • Kjarasamningar eru lágmarkssamningar. • Kennslureynsla kennara sé metin milli allra skólastiga. Ályktun um velferðar- og samfélagsmál Einkarekstur Fjórða þing Kennarasambands Íslands beinir því til stjórnvalda að vanda vel til verka þegar ákvörðun um einkarekstur er tekin. Einkarekstur í opinberri þjónustu á einungis rétt á sér ef hann leiðir til betri eða sambærilegrar þjónustu og er ekki dýrari fyrir samfélagið. Öryggi og velferð borgaranna Fjórða þing KÍ leggur áherslu á öryggi borgaranna og hvetur í því sambandi til úrbóta í umferðarmálum, styrkari löggæslu, eflingu forvarna og ekki síst að hlustað verði vel á raddir þeirra sem best þekkja til þessara mála. Vilji til samstarfs um enn betra samfélag Fjórða þing Kennarasambands Íslands lýsir yfir eindregnum vilja sam- bandsins til að eiga samvinnu við stjórnvöld og önnur hagsmunasamtök um að byggja upp enn betra samfélag á Íslandi, samfélag þar sem almenn velferð, tillitssemi og gagnkvæm virðing eru höfð að leiðarljósi. Eftirlaun kennara Fjórða þing Kennarasambands Íslands felur stjórn KÍ að finna leið til að efla einstaklingsbundna ráðgjöf varðandi starfslok og eftirlaun félagsmanna sem eru að hefja töku lífeyris. Niðurgreiðsla á líkamsrækt Fjórða þing KÍ haldið í Reykjavík dagana 9. til 11. apríl 2008 ályktar að eðlilegt sé að vinnuveitendur niðurgreiði líkamsrækt fyrir fyrir félagsmenn KÍ. Brot úr skólamálaályktun 4. þings KÍ Lesið ályktunina í heild og skólastefnu KÍ 2008-2011 á www.ki.is Ný lög verða að boða enn betri skóla Alþingi fjallar nú um frumvörp til nýrra laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þau byggja á allvíðtækri endurskoðun og stefnu- mótunarvinnu um skóla- og menntamál sem KÍ hefur tekið virkan þátt í. Þing KÍ telur ýmislegt í frumvörpunum til bóta miðað við gildandi lög. Þingið gagnrýnir að í grunnskólafrumvarpinu er dregið úr mögu- leikum kennara til að hafa áhrif á stjórnun og skipulagningu á innra starfi skólans. Þingið gerir alvarlega athugasemd við það að skólaárið sé lengt úr 170 dögum í 180 án skilgreiningar á því til hvers má nota þessa 10 viðbótardaga þannig að ákvæðið fari ekki í bága við gildandi kjarasamning fyrir grunnskóla. Þingið leggur áherslu á að framkvæmd lagaákvæða verði tryggð með skýru orðalagi sem tekur af allan vafa um skyldur þeirra sem vinna eftir þeim. Þingið telur frumvarp til framhaldsskólalaga geta verið efni í góða menntastefnu og ýmis jákvæð skref tekin til að bæta nám og skólastarf í framhaldsskólum. Nokkuð óljóst er þó hvaða breytingar kunna að verða á skólastarfi, námi og lokaprófum úr framhaldsskóla. Meðal annars er námstími til stúdentsprófs er ekki tilgreindur, hvorki í árum né í námseiningum. Mikilvægt er að tillögur um aukið frelsi skóla til að byggja upp nám og námsframboð verði tryggt í nýjum lögum um framhalds-skóla þannig að skólar búi við raunverulegt faglegt sjálfstæði í starfi. Eitt mikilvægasta markmið breytinga á lögum um skólastigin nú er að mati þings KÍ að miða lögin og framkvæmd þeirra við nemandann, nám hans, þroska, skólagöngu, hagsmuni, velferð og réttindi. En jafnframt undirstrikar þingið að virða þarf og meta störf skólastjórnenda, kennara, náms- og starfsráðgjafa og annarra starfsmanna skóla. Tryggja þarf góðan umbúnað um skólastarfið og efla fremur en draga úr virkri þátttöku starfsmanna í stjórnun, stefnumótun og þróun í grunnskólum landsins. Þingið hvetur menntamálanefnd Alþingis til að taka mið af fjölmörgum athugasemdum KÍ í umsögnum sambandsins um skólastigafrumvörpin, bæði almennum athugasemdum og athugasemdum við einstakar greinar. Mikilvægt er að löggjöfin sé vel unnin og í sátt við þá sem bera uppi skólastarf í landinu. Ályktun um húsnæðismál KÍ Fjórða þing KÍ haldið í Reykjavík dagana 9. til 11. apríl 2008 felur stjórn KÍ að gera úttekt á húsnæðisþörf sambandsins til næstu tuttugu ára. Henni er ætlað að leiða í ljós hvort núverandi húnæðisaðstaða fullnægi þörfum sambandsins næstu áratugi og þá með hvaða breytingum/ viðbótum. Niðurstöðu úttektarinnar ásamt tillögum um framtíðarlausn hús- næðismála KÍ skal leggja fyrir þing KÍ árið 2011. Opnist sá möguleiki á kjörtímabilinu að byggja við Kennarahúsið samanber samþykkt þess efnis frá 3. þingi KÍ árið 2005 er stjórn heimilt að hefjast handa við þá framkvæmd enda leysi hún húsnæðisþörf sambandsins til frambúðar. Ákvæði til bráðabirgða: Komi í ljós á kjörtímabilinu 2008 til 2011 að nýbyggingar á Lands- pítalalóð muni þrengja svo að starfsemi KÍ að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana vegna þess samþykkir þingið að stjórn KÍ beri ákvarðanir um slíkt undir ársfund KÍ til samþykktar. Heimilt er stjórn að boða til aukaársfundar af þessu tilefni. Tillaga um stuðning við þróunarstarf Fjórða þing Kennarasambands Íslands haldið í Reykjavík dagana 9. til 11. apríl 2008 samþykkir að fela stjórn KÍ að velja stuðningsverkefni erlendis í samráði við aðalskrifstofu EI og/eða hjálparstofnanir hér- lendis, til að styðja þróunarstarf í landi þar sem kennarar og/eða skólastarf á erfitt uppdráttar vegna stríðsátaka eða annarra hörm- unga. Til þessa verkefnis skal verja árlega upphæð sem þing ákveður í fjárhagsáætlun hverju sinni. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á þinginu (heiti samþykkta): • Félagsgjald • Verklagsreglur fyrir skoðunarmenn reikninga • Félagsgjald félagsmanna í launalausu leyfi samkvæmt 2. málsgrein 6. greinar laga KÍ • Ályktun um hagræðingu í útgáfumálum • Fjárhagsáætlun Kennarasambands Íslands 2008 - 2011 • Stefna KÍ í kjaramálum 2008-2011 • Ályktun um kjaramál • Ályktun um velferðar- og samfélagsmál • Kannaðar verði leiðir til að koma í veg fyrir tvísköttun greiðslna úr Vinnudeilusjóði • Eftirlaun kennara • Niðurgreiðsla á líkamsrækt • Skólastefna fyrir Kennarasamband Íslands 2008-2011 • Skólamálaályktun 4. þings KÍ • Ályktun um náms- og starfsráðgjöf • Útgáfu- og kynningarmál • Tillaga um stofnun sjóðs vegna útgáfu á sviði uppeldis- og menntamála • Tillaga til HÍ um útgáfu tímarits á sviði uppeldis- og menntamála • Ályktun um orlofshús og orlofsferðir • Skipuð verði nefnd til að endurskoða rekstur Orlofssjóðs • Fjárhagsáætlun Orlofssjóðs 2008-2011 • Mótun þjónustustefnu KÍ • Ályktun um húsnæðismál KÍ • Ályktun um eflingu samstarfs aðildarfélaganna • Ályktun um nýtt aðildarfélag • Ályktun um ráðningu hagfræðings/sérfræðings á kjarasviði • Ályktun um félagsmálafræðslu • Ályktun um langan starfsdag barna • Framtíðarfyrirkomulag fæðingarstyrkja • Tillaga um stuðning við þróunarstarf • Ályktun um styrki vegna krabbameinsleitar • Siðaráð og kynning á siðareglum • Ályktun um samstarf við önnur heildarsamtök • Ályktun um samstarf við vinnuveitendur/stjórnvöld • Ályktun um áframhaldandi þátttöku í erlendu samstarfi • Ályktun um jafnréttisstefnu • Ályktun um jafnréttisnefnd • Ályktun til stjórnar KÍ frá Jafnréttisnefnd 4. þings KÍ • Ályktun um stefnumörkun KÍ í vinnuumhverfismálum • Vinnuumhverfisnefnd KÍ • Ályktun um vinnuvernd • Tillaga um samstarf við önnur heildarsamtök opinberra starfsmanna um Vinnuumhverfismál • Breytingar á lögum Kennarasambands Íslands - Á 4. þingi KÍ voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum sambandsins og reglum um Vinnudeilusjóð • Kosningar - í stjórnir orlofssjóðs, sjúkrasjóðs og vinnudeilusjóðs, í uppstillingarnefnd, kjörstjórn og skoðunarmenn reikninga, auk þess var tilkynnt á þingi um réttkjörinn formann og varaformann. Samþykktir á þingi KÍ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.