Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.05.2008, Blaðsíða 12
12 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 8. ÁRG. 2008 þING Kí: THULAS NXESI Thulas Waltermade Nxesi, forseti Alþjóða- sambands kennara, Education International (EI), sagði í upphafi ávarps síns að víða í heiminum berðust kennarar hart fyrir bættum kjörum og t.d. væri framundan verkfall kennara á Bretlandi, það víðtækasta sl. tuttugu ár. Thulas sagði það nöturlega staðreynd að um 200 milljón börn væru án kennslu í heiminum og flest þeirra án möguleika á kennslu. Á sama tíma væri milljörðum dollara varið til stríðsreksturs sem oft bitnaði á börnum, jafnvel í sömu löndum og kennsla væri engin eða af mjög skornum skammti. Sameining og samtakamáttur kennara í heiminum má vera meiri og Thulas sagðist vona að það stæði til bóta þar sem aðstaða kennara væri að batna í mörgum löndum, einnig í Suðrinu. Engin samstaða þýddi einfaldlega nánast enginn árangur. Á seinni hluta síðustu aldar hefði það ekki verið talið mögulegt að starfrækja samtök á borð við Education International. Það hafi hins vegar orðið mögulegt þegar flestum varð ljóst mikilvægi þess að mennta, sameina og efla samskipti kennara um allan heim. Það hefði tekist með mikilli þolinmæði, með því að byggja traust milli kennara milli heimsálfa og auka skilning á sameiginlegum þörfum kennara um allan heim og einnig mismunandi þörfum eftir heimshlutum. Hluti af alþjóðlegri samstöðu væri að verjast árásum stjórnvalda sem hefðu sums staðar, til dæmis í Suður-Ameríku, reynt að draga úr kennslu eða jafnvel leggja hana niður í ákveðnum héruðum. Alþjóðleg samstaða hefði komið í veg fyrir það. Engin menntun – bara fátækt Thulas bað þingfulltrúa að hugleiða hvað biði þeirra barna um allan heim sem fengju ekki að njóta skólagöngu. Svar við því væri raunar einfalt, allflestra þeirra biði fátækt. Alþjóðleg kennarasamtök yrðu að sýna það pólitíska hugrekki að berjast gegn menntunarskorti, ekki síst þar sem hann væri almennastur. Hann bað þingfulltrúa einnig að hugleiða hvaða framtíð stæði börnum á Íslandi í náinni framtíð til boða, hvaða menntunarmöguleikar, hvers konar þjóð- félag. „Fólk er ekki fjárfestingarmöguleiki,“ sagði Thulas, „það er verur með tilfinningar og þrár og því verður stöðugt að þrýsta á um frekari menntun til allra íbúa heimsins.“ Hann hvatti kennara til að gera kennara- starfið áhugaverðara til að fá enn fleira ungt fólk til þess að leggja fyrir sig kennaranám. Gera yrði ríkisstjórninni betur ljóst mikilvægi þess, stjórnvöld væru fulltrúar fólksins, þau væru fólkið sjálft. „Við kennarar eigum ekki að vera þöglir þátttakendur í þjóðfélaginu, við eigum að taka þátt í því af fullum mætti, við eigum að gera áhrif kennarastéttarinnar meira áberandi, og þá um leið að gera þjóðfélagið betra,“ sagði Thulas Waltermade Nxesi, forseti Education International á þingi Kennarasambands Íslands. „Alþjóðasamband kennara á ekki síst að berjast fyrir mann- réttindum“ -segir Thulas W. Nxesi, forseti Alþjóða- sambands kennara. Thulas W. Nxesi, forseti Alþjóðasambands kennara, sagði í stuttu viðtali eftir að hafa ávarpað þing Kennarasambands Íslands nú í apríl að samtökin ættu að leggja megináherslu á gæði opinberrar menntunar. Hún væri fyrir alla og því fælust vissar hættur í að einkavæða menntakerfi landa, meðal annars sú að ekki ættu allir þess kost að njóta opinberrar menntunar, ekki síst af fjárhagsástæðum. Hætta væri á að einkavæðingin kæmi fyrst og fremst hinum efnameiri að gagni og leiddi þar með til vaxandi stéttamunar í viðkomandi löndum, jafnvel þar sem stéttamunur væri þegar mjög mikill, afleiðingin hlyti að verða aðskilnaður í þessum samfélögum, ekki bara milli kynþátta. „Menntun er fjárfesting til langrar fram- tíðar en ekki peningahít sem sífellt er hægt að ausa úr. Menntun gengur ekki út á að framleiða sérhæfða starfsmenn fyrir atvinnulífið, það gengur ekki að flytja viðskiptahugmyndir eða einhver „módel“ inn í skólastofurnar, það er hins vegar hægt þegar verið er að framleiða dauða hluti. Kennarar og nemendur eru fyrst og fremst mannverur en einnig mannauður og æskilegast væri að skólastarf um allan heim miðaðist við það. Allt árangursmat verður einhæft þegar miðað er við að samræmd próf séu eini mælikvarðinn á árangur kennara í bekk, það segir lítið til um þann árangur sem kennarinn hefur verið að ná allt skólaárið með nemendur sína,” segir Thulas Nxesi. Thulas segist fylgjast af athygli með kjara- baráttu kennara á Norðurlöndum, þeir eigi að útvíkka þá starfsemi og berjast á alþjóðavísu fyrir réttindum á vinnumarkaði, þeir hafi öðlast nokkra reynslu á því sviði og ekki væri óeðlilegt að inn í það fléttaðist barátta fyrir réttindum kvenna og barna. Thulas segir að samstarf þróaðra og van-þróaðra ríkja eigi ekki bara að snúast um peningagjafir vestrænna ríkja heldur eigi t.d. evrópskir og afrískir kennarar að skiptast á hugmyndum, deila reynslu sinni og koma þurfi upp farsælu skiptikennaraverkefni. Aukið félagsfrelsi kennara Thulas segir að Education International (EI) telji um þrjátíu milljón félagsmenn í þrjátíu löndum sem spanni alla flóruna, allt frá leikskólakennurum til háskólaprófessora. Í þessum þjóðlöndum eigi EI að vera fyrst og fremst mannréttindasamtök sem hafi það ekki síst á stefnuskrá sinni að auka félagsfrelsi kennara en ekki síður það háleita markmið að öll ríki veiti börnum sínum ákveðna grunnmenntun innan átta til tíu ára. Þó að langt sé í það geti það sem best verið langtímamarkmið, það sé víða erfitt, m.a. í heimalandi hans, Suður-Afríku, sem hefur um 235 þúsund kennara innan sinna vébanda. Kennarar og nemendur eru fyrst og fremst mannverur en einnig mannauður og æskilegast væri að skólastarf um allan heim miðaðist við það. Allt árangursmat verður einhæft þegar miðað er við að samræmd próf séu eini mælikvarðinn á árangur kennara í bekk, það segir lítið til um þann árangur sem kennarinn hefur verið að ná allt skólaárið með nemendur sína. Menntun er sjálfsögð mannréttindi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.