Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 26
 Þjóðmál haust 2012 25 smáþjóð hafði möguleika á að nýta og þarf að endurskoða . Forysta í væntanlegu þingmannaliði flokks - ins verður að marka skýra stefnu eftir hinum gömlu gildum Sjálf stæðis flokksins um rétt- læti, jafnræði, sam ábyrgð, grundvöll til eigna- myndunar heim ila og frelsi einstaklings ins til athafna með ábyrgð . Fylgja verður eftir samþykktum síðasta lands fundar með skýrt afmörkuðum tillög- um um hvernig það verði gert, hvað varðar skatta lækkanir, nýjar framkvæmdir, afnám verð tryggingar, leiðréttingu á stökk breytt- um lánum, afnám gjaldeyrishafta, sjálf stæða stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum o .fl . Forysta flokksins ætti einnig að marka breytta stefnu hvað varðar störf þingmanna flokks ins með skýrum siðareglum, ásamt því að lýsa því yfir að vilja vinna að breyttum þing sköpum á Alþingi, sem styrkti stöðu þess sem löggjafarþings, þannig að þing- menn flyttu þar öll mál, en ráðherrar flokksins sætu ekki á Alþingi og þyrftu ekki að sitja þar nema að takmörkuðu leyti, í undirbúnum fyrirspurnartímum að hámarki einu sinni í viku . Þannig yrðu sett skýrari skil á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, sem myndi auka tiltrú þjóðarinnar á störfum Alþingis, allri vinnu þar og umfjöllun fjölmiðla frá þingfundum, sem hlýtur að vera eitt af stærri úrlausnarefnum allra þingmanna að ná fram á nýju Alþingi 2013 . Landsfundarsamþykkt 2010 Þjóðmál báðu Halldór Gunnarsson að skýra frá að­ drag anda að merkilegri samþykkt landsfundar Sjálf­ stæðisflokksins 2010. Þann 21 . júní 2010 var haldinn fundur í fulltrúa-ráði Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu með formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsyni . Þar kom fram hörð gagnrýni á störf flokksforystunnar . For- maður fulltrúaráðsins, Óli Már Aronsson, flutti tillögu, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæð um í lok fundarins og var mér og Þorgilsi Torfa Jónssyni falið að flytja tillöguna á landsfundi flokksins: 39 . landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, 25 . til 26 . júní, skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins, þar með talda þingmenn flokksins og forystumenn í sveitarstjórnum, að íhuga vel stöðu sína með tilliti til fylgis flokksins í framtíðinni . Það er alkunna í þjóðfélaginu að þeir sem hafa þegið há fjárframlög frá félögum, jafnvel í almanna eigu og/eða fengið óeðlilega lánafyrir- greiðslu á undanförnum árum, umfram það sem almenn ingur hefur átt kost á, ættu að sýna ábyrgð sína með því að víkja úr þeim störfum og embætt- um sem viðkomandi hafa verið kosnir til . Þetta á einnig við um þá, sem hafa brotið af sér á einhvern hátt eða sýnt afskiptaleysi, hvort sem það er af þekk ingar skorti eða öðrum orsökum . Hver og einn trúnaðarmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem er hugsanlega í þeirri stöðu að hafa þau áhrif á fylgi flokksins í framtíðinni að það fari þverr andi vegna þeirra eigin athafna, verður sjálfur að sýna flokknum og fjölmörgum kjósendum, sem að hyllast stefnu hans, þá virðingu að stíga til hliðar, þannig að flokkurinn geti eflst og endurnýjast til góðra verka í framtíðinni . Það kom í minn hlut að flytja tillöguna, sem var ekki auðvelt í þaulskipulagðri dagskrá landsfundar, sem gerir ekki ráð fyrir aðvífandi tillögum, en tókst samt . Fundarstjóri var Ragnheiður Ríkarðsdóttir . Hún úrskurðaði eftir atkvæðagreiðslu að tillagan hefði verið felld . Því var mótmælt kröftuglega í salnum og krafist endurtalningar . Orðið var við því og kom þá í ljós að tillagan var samþykkt með verulegum mun . Að minni hyggju hefur þessi samþykkt lands- fundarins sumarið 2010 enn fullt gildi og talar fyrir sig sjálf . Á Óli Már Aronsson á Hellu, sem einn stóð að upphaflegri framsetningu tillögunnar, heiður skilið fyrir einurð og kjark að kynna hana upphaflega . H .G .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.