Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 52

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 52
 Þjóðmál haust 2012 51 Eftir þessi þrjú ár sem við höfum barist við þetta þá er ég bærilega sáttur við þann árangur sem við höfum náð . Þetta hefur verið erfitt . Því skal ekki leyna . Ennfremur: Til þess fórum við í þennan leiðangur ekki síst — jú það var nú að bjarga Íslandi og samfélaginu hér í gegnum þetta eins og vel mögulegt væri og það tel ég að við höfum gert . Það er án efa rétt að mikið hefur mætt á þeim sem staðið hafa við stjórnvölinn undanfarin misseri . Stjórnmál snúast um að hafa áhrif á þróun samfélagsins, menn þurfa að komast til valda og ná að halda þeim . Steingrímur vill að kjósendur trúi því að hann hafi unnið björgunarafrek . Því hamrar hann á sjálfshólinu, sem er skiljanlegt, en minnisstætt er að hann studdi refsimál á hendur pólitískum andstæðingi, sem er óhugnanlegt . Hann sá sér ekki heldur fært að styðja neyðarlögin og sat hjá, sem er óneitanlega tíkarlegt, ekki síst í ljósi þess hve stoltur hann er af þeim í útlöndum . Er ekki allt í lagi? Ég hefi lagt fram til umræðunnar um efnahagsmál . Fyrst með viðvörunum 2005, síðan með tillögum 2008, og í seinni tíð með fleiri greinum í von um að mistök verði ekki endurtekin . Óvissa er um árangur og sumir segja m .a .s . að allt sé að fara í gamla farið . Baráttunni verður því að halda áfram, hvað sem kröfunni um pólitíska rétthugsun líður . Að komast hjá þeim óþægindum að valda öðrum óþægindum vegur einfaldlega minna . Það er eindregin skoðun mín að þjóðin muni ekki fá traust á stjórnmálaflokkum nema þeim sem reyndu að auðgast á bólunni og tengdust hruninu verði skipt út af, hvar í flokki sem þeir standa . Ég geri mér grein fyrir að sumum mun ekki líka þessi skoðun . Þeir munu sjálfsagt telja að slík umræða veiki flokksforystuna . Hún hafi nýlega verið endurkjörin og að ekki sé líklegt að skipt verði um leiðtoga fyrir kosningar, úr því sem komið er . Þess vegna sé umræða af þessu tagi andstæðingum flokksins í hag . Hér verður að setja meiri hagsmuni ofar þeim minni . Það er ekki æðsti tilgangur stjórnmálaflokks að komast í stjórn og halda þeirri stöðu sem lengst . Það kann að vera markmið einstakra stjórnmálamanna . Farsæld og velferð skipta stjórnmálaflokk mestu . Fram hjá því verður ekki litið að gott siðferði og traustar siðferðilegar viðmiðanir eru undirstaða þessa . Á meðan óvissa ríkir um hvað telst rétt mun reiðin ríkja áfram . Niðurstaða mín er sú að óþreyttir þurfi að koma inn á hinn pólitíska leikvöll sem fyrst . Liðið er á seinni hálfleik, leikurinn verður flautaður af við kosningar . S teingrímur vill að kjósendur trúi því að hann hafi unnið björgunarafrek . Því hamrar hann á sjálfshólinu, sem er skiljanlegt, en minnisstætt er að hann studdi refsimál á hendur pólitískum andstæðingi, sem er óhugnanlegt . Hann sá sér ekki heldur fært að styðja neyðarlögin og sat hjá, sem er óneitanlega tíkarlegt, ekki síst í ljósi þess hve stoltur hann er af þeim í útlöndum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.