Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 37
36 Þjóðmál haust 2012 milljarða árið 1960, 6 milljarða árið 2000, 7 milljarða í dag og verður líklega um 9–10 milljarðar árið 2050 . Eftir það ber mönnum ekki saman um hvernig þróunin verður . Fólksfjölgunin getur ekki haldið áfram endalaust . Svartsýnismenn segja að jarðar- búar verði 15 milljarðar árið 2100, ef ekkert lætur undan áður, en bjartsýnismenn telja að fjölgunin stöðvist við 10 milljarðana og taka þá mið af þróuninni í iðnvæddum ríkjum þar sem menntunarstig er hátt . Vandamálið er að hjá þeim þjóðum heimsins þar sem fólksfjölgunin er hröðust er menntun á mjög lágu stigi . Þar er takmarkað fjármagn til að kenna fólki, og bókvitið verður því ekki auðveldlega í askana látið . Fólksfjölgunin gæti orðið hraðari en hagvöxtur, sem þýðir í reynd að nýjar kynslóðir munu hafa lítið eða ekkert á milli handanna . Slíkar aðstæður gætu því auðveldlega leitt til átaka af hálfu hinna þurfandi/sveltandi enda hefur baráttan um „brauðið“ iðulega verið ofarlega í fréttum frá sumum hinna fátækari landa . Óeirðir vegna matarverðs eru ekki nýtt fyrirbæri . Fólksflutningarnir miklu Vesturlandabúar lifa lengur en áður var, en eignast jafnframt færri og færri börn . En íbúum á Vesturlöndum fækkar ekki vegna þess að innflytjendur vega upp á móti fækkuninni meðal hinna vestrænu, ekki bara nýinnflutt fólk, heldur eiga nýbúarnir oftast einnig fleiri börn en hinir vestrænu . Margir Mið-Asíubúar sækja sér vinnu í Rússlandi, Mið-Austurlandabúar og Afríkumenn, bæði af kynþáttum araba og svartra, sækja til Evrópu, og margir Mið- og Suður-Ameríkumenn sækja til Bandaríkjanna . Þessir flutningar valda oft menningarárekstrum . Menningarmunur er annars eðlis en kynþáttamunur . Gott dæmi er Obama Bandaríkjaforseti . Hann er af svörtum kynþætti en samt Ameríkani í allri hugsun og hegðun . Tökum tvö dæmi um menningarárekstra sem koma kynþætti lítið við . Sumum þjóðfélagshópum finnst t .d . þjófnaður ekki alvarlegt mál, meðan aðrir vilja skera höndina af þjófum . Annað dæmi er að sumir eru ósáttir við það að yfirvöld skuli leyfa þann ósóma að karlar og konur syndi í sömu sundlauginni á sama tíma, og í þokkabót skylda yfirvöld á Vesturlöndum stúlkubörn svo til að læra sund og að fara í skóla með strákum . Ef upp úr sýður getur það gerst mjög hratt, samanber borgara- stríðið í fyrrum Júgóslavíu . Í hvaða heimshlutum er hættan mest? Óþekkir krakkar fá oftast meiri athygli en englabörnin . Sama á í sjálfu sér líka við um þjóðríki . Athugum nú líklegustu vandræðasvæði heimsins . Afghanistan A tlantshafsbandalagið stefn ir að því að draga sig út úr hernaðar átök um í Afghanistan á næstu tveimur árum . Það er skiljan legt að Vesturlandamenn vilji ekki enda laust vera þátttakendur í botnlausu stríði í fjarlægum heimshluta . Rússar hafa þó bent á að hætta sé á að ástandið í Afghan istan fari aftur í fyrra horf ef Atlants- hafsbandalagið dregur herlið sitt út úr landinu, og það sem verra er, að öfgatrú múham eðs trúarmanna breiðist út til fyrrum Sovét lýðveldanna í Mið-Asíu . Persaflói Einræðisstjórnir olíufurstanna við Persa -flóa eru valtar í sessi . Undir niðri kraum ar óánægja almennings, en ef stjórn- irn ar falla er eins víst að verra einræði eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.