Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 90

Þjóðmál - 01.09.2012, Blaðsíða 90
 Þjóðmál haust 2012 89 er óhætt að gera ráð fyrir því að ríkið muni starfrækja seðlabanka og gefa honum leyfi til að bjarga gjaldþrota fjármálafyrirtækjum frá gjaldþrotaskiptum . Ef ríkisvaldið er hvatt til að taka frá þeim sem skapa verðmæti, og færa þeim sem krefjast þeirra, er með nokkurri vissu hægt að gera ráð fyrir að ríkið muni stunda slíka tilfærslu . En hvernig tengjast frjálshyggjan sem hug myndafræði og hrunið haustið 2008? Að sögn Stefán fengu bankarnir of mikið frelsi til að taka áhættu með annarra manna fé, en matshæfifyrirtæki gáfu bönkunum engu að síður góðar einkunnir vegna beinna og óbeinna ríkisábyrgða að baki þeim . Það er engin frjálshyggja . Hann hafnar því engu að síður að ríkisábyrgð á misheppnaðri áhættusækni hafi ýtt bönkunum út í of mikla áhættusækni . Ekki sé hægt að gagnrýna ríkisábyrgðir sem slíkar, þær verði að skoða í réttu samhengi og vega og meta gagnvart aðstæðum hverju sinni á hverjum stað . Ekki megi alhæfa um áhrif ríkis ábyrgða — þær séu stundum nauðsynlegar en ekki alltaf, ekki er hægt að ræða það á almennum nótum og engin rök er hægt að færa gegn ríkisábyrgðum nema með því að styðjast við gögn og sagnfræði . Ekki má hafna þeim af neinum grundvallarástæðum . Nauðsynlegt er að styðjast við „reynslurök“ . Þessi aðferðafræði höfundar rímar ágæt- lega við að hann kallar hugmyndafræði sína „hentistefnu“ . Engu má hafna fyrirfram . Ekki er hægt að tjá sig fyrirfram um ágæti hugmynda, þær verði að prófa og síðan má líta til reynslunnar og taka afstöðu út frá henni . Ef hugmynd er sett í framkvæmd og framkvæmdin misheppnast er hægt að henda hentistefnunni og taka upp aðra . Sú nálgun, sem Stefán boðar, spratt upp sem andstaða við kenningar frjálslyndra hag fræðinga á 18 . og 19 . öld . Þegar sósíal- istar sáu að kapítalismi yrði ekki hrakinn með rökum gripu þeir til þess ráðs að hafna öllum kenningum á þeim grundvelli að ekki væri hægt að fullyrða um neitt fyrirfram . Ekki væri hægt að fullyrða að auðsöfnun, eignaréttur og athafnafrelsi væri gott fyrir alla alltaf . Þótt Vesturlönd væru rík og efnahagslega frjáls væri ekki hægt að fullyrða að efnahagsfrelsi yrði gott fyrir Austur-Evrópu eða Asíu . Raunveruleg hagfræði væri ekki til . Eingöngu væri hægt að fá fullvissu fyrir ágæti kenningar með því að prófa sig áfram og líta til baka . Ricardo og Adam Smith væru vissulega búnir að færa góð rök fyrir máli kapítalismans, en þau ættu ekki almennt við frekar en neitt annað . Þau ættu við um þeirra lönd á þeirra tíma . Alhæfingar um ágæti kapítalismans væru bara það, alhæfingar . Rökin yrðu að byggjast á reynslu . Reynslurök eru þau einu sem halda vatni . Á einum stað spyr Stefán til dæmis (bls . 103): „Er þessi kenning prófanleg og staðfest af reynslunni? Ég tek hana ekki alvarlega fyrr en ég fæ staðfest- ingu á því að svo sé .“ Þar höfum við það . Stefán tekur þátt í þessum flótta undan rök um . Er hægt að hafna því að manneskjan setur sér markmið? Er hægt að hafna því að manneskjan reynir að ná þeim með því að beita rökhugsun og aðferðum sem viðkomandi telur að verði til þess að þau náist, eins og hagfræðingar taka sem gefnu? Svo virðist vera . Þetta eru ekki reynslurök, segir fánaberi hentistefnunnar . Þetta eru alhæfingar, og bætir því við — ranglega — að í þessari röksemdafærslu sé innbyggð sú forsenda að „innsæið sé óbrigðult“ (bls . 55) . Sumir setja sér ekki markmið, segja þeir sem hafa grafið höfuðið of djúpt í bæk- urnar . Sumir setja sér markmið og beita aðferðum sem beinlínir færa manneskjuna fjær þeim — er ekki þar með hægt að hafna því að fólk setji sér markmið? Fólki mis- tekst, fyrirtæki verða gjaldþrota, fjárfestar tapa fé . Manneskjan setur sér því í raun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.