Þjóðmál - 01.12.2013, Page 17

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 17
16 Þjóðmál VETUR 2013 IV Teikningar Helga Sigurðssonar Matthías Þórðarson þjóðminjavörð ur segir í grein í Óðni 1908, að Helgi Sigurðsson hafi skýrt Jóni forseta frá því, að daginn eftir andlát Jónasar, hinn 26 . maí 1845, hafi hann farið að líki Jónasar [á Friðriksspítala], færði hann í búning hans og reisti hann upp . Hann dró upp mynd af honum, eins vel og nákvæmlega eins og hann gat, — mynd af líki Jónasar . Líkaminn var svo sem fallinn saman og höfuðið sigið niður á bringuna .* Það kann að vekja furðu að óviðkomandi maður fari að líki á opinberum spítala, færi það í búning og reisi það upp og geri mynd af því . Þá ber að hafa í huga að Helgi Sig urðs- son var um þessar mundir við nám í lækn- is fræði við háskólann í Kaupmanna höfn og Frið riksspítali var háskólasjúkrahús . Í Listasafni Íslands eru varðveittar fjórar teikningar eftir Helga Sigurðsson af Jónasi Hallgrímssyni . Í fyrsta lagi blýantsteikning sú, sem gerð var 27 . maí 1845 og nefnd er hér að framan sem myndin af líki Jónasar, LÍ 151 (4 . mynd) . Í öðru lagi er það teikning á sama blaði, hálfvangamynd, merkt LÍ 152 (5 . mynd) . Myndin er dregin mjúkum drátt- um, hlutföll og fjarvídd eðlileg og persónu - einkenni einkar skýr, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn, ennið allmikið, rétt­ nefjaður og heldur digurnefjaður, granstæðið vítt, vangarnir breiðir, kinnbeinin ekki eins há og tíðast er á Íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkvar, stóreygður og móeygður, svo notuð séu orð Konráðs úr lýsingunni sem nefnd var hér að framan . Á þessari mynd vekja sérstaka athygli * Matthías Þórðarson: „Myndir af Jónasi Hallgrímssyni .“ Óðinn, 3 . blað júní 1908, 17 . 6 . Svartkrítarteikning Helga Sigurðssonar . Jónas á lík bör unum, færður í búning sinn . LÍ 153 . döpur augu undir þungum augnlokum sem skjóta skökku við lýsingu Konráðs þegar hann segir að ekki verði því lýst, hversu mikið fjör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala. En hafa ber í huga að hér er maður sem bíður dauða síns, hann vissi að hann gæti ekki lifað, eins og eftir honum var haft . Hár og hnakki, eyra og háls eru hins vegar ekki teiknuð að fullu heldur aðeins dregin fáum dráttum, og verður vikið að því hér á eftir . Þriðja teikning Helga Sigurðssonar af Jónasi, sem varðveitt er í Listasafni Íslands, er svartkrítarteikning, merkt LÍ 153 (6 . mynd) . Þetta er vangamynd, vandlega unnin, þótt á henni sé nokkur viðvaningsbragur, einkum er fjarvídd brengluð . Þá er vinstri upphandleggur of digur, bakið óeðlilegt og eins og undið upp á hægri öxl og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.