Þjóðmál - 01.12.2013, Page 23

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 23
22 Þjóðmál VETUR 2013 allri lífsgleði og þótti óþarfi að gera neinum ónæði um nóttina af því að hann vissi að hann gæti ekki lifað, eins og Konráð Gíslason hefur eftir honum .* Með fortölum hefur Helga tekist að telja Jónas á að leyfa sér að draga upp af honum mynd með teiknivél, camera lucida, en Konráð Gíslason hafði árið áður hvatt þá Brynjólf Pétursson, Grím Thomsen og Jónas til þess að láta gera af sér mynd „svo myndirnar verði til eptir þeirra dag, svo skal jeg sjá um, þegar þeir eru dauðir, og jeg er orðinn blindur, að þær verði stungnar í kopar,“ eins og áður var nefnt . Hálfvangamyndin, sem svo mjög sker sig úr öðrum myndum Helga Sigurðssonar, er að mínum dómi fyrsta myndin sem hann gerði af Jónasi á Friðriksspítala í Kaup- manna höfn í lok maímánaðar 1845 . Hún er á sömu örk og myndin af líki Jónasar, sem hann teiknaði daginn eftir að Jónas dó, eftir að hann færði líkið í búning og reisti það upp, en sú mynd hefur verið talin elsta mynd Helga af Jónasi . Þessar tvær myndir eru á annars konar pappír en hinar myndirnar tvær í Listasafni Íslands, gulgráum pappír, en það var dökkur eða gráleitur pappír sem gjarna var notaður í teiknivélina camera lucida, að því er heimildir herma . Eftir að Helgi hafði dregið upp hálf- vangamyndina, andaðist Jónas skyndilega að morgni 26 . maí 1845, morguninn sem átti að taka af honum fótinn . Helgi Sig- urðsson hafði ekki lokið ætlunarverki sínu: að gera mynd af Jónasi sem eftir hans dag mætti stinga í kopar, eins og Konráð vildi . Daginn eftir fór Helgi því að líki Jónasar, færði hann í búning hans og reisti hann upp, dró upp mynd af honum, eins vel og nákvæmlega eins og hann gat, — mynd af líki Jónasar — en líkaminn var svo sem fallinn saman og höfuðið sigið niður á bringuna .** * Fjölnir IX 1847, 4 . ** Þessi orð skiljast betur ef teikningunni af líki Jónasar er snúið um 90° . Sjá 6 . mynd . Á myndinni af líki Jónasar sjást döpur augu undir þungum augnlokum . Augu Jónasar hafa hins vegar verið lokuð þegar Helgi Sigurðsson dró upp þá mynd, því að Jónasi hafa að sjálfsögðu verið veittar nábjargir daginn sem hann dó . En af því að Helgi Sigurðsson hafði áður dregið upp mynd af Jónasi í teiknivélinni, hálf vanga­ myndina, gat hann teiknað augun eins vel og raun ber vitni . Þung augnlok voru — og eru ættarfylgja Hvassafellsættar, eins og fram kemur á ljósmynd af Rannveigu Hallgrímsdóttur, húsfreyju á Steinsstöðum, systur Jónasar, en ljósmyndin er tekin árið 1872 þegar Rannveig er 72 ára að aldri (9 . mynd) . Hálfvangamyndin er því að öllum líkindum gerð af Jónasi í lifanda lífi og má kallast myndin af Jónasi . Aðrar myndir eru einungis eftirlíkingar af myndinni af líki Jónasar . Þessa mynd af Jónasi Hallgrímssyni, listaskáldinu góða, er nú rétt og skyldugt að taka upp sem myndina af Jónasi . 9 . Rannveig Hallgrímsdóttir 1872 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.