Þjóðmál - 01.12.2013, Side 24

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 24
 Þjóðmál VETUR 2013 23 Jónas Ragnarsson Öddubækurnar byggja á eigin reynslu Rætt við Jennu Jensdóttur Öddubækurnar eru sjö . Sú fyrsta var gefin út árið 1946 en síðan kom ein á ári, sú síðasta 1952 . Þær eru eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson, Jennu og Hreiðar, eins og þau voru alltaf nefnd . Útgáfurnar eru orðnar um fjörutíu . Réttsýni, kærleikur og heilindi Fyrsta Öddubókin er reyndar frá vetrin-um 1942–1943,“ segir Jenna þegar hún er spurð um bækurnar . „Við Hreiðar höfðum flutt til Akureyrar og stofnað smá- barnaskóla . Okkur vantaði lesefni fyrir nem endurna, sem voru sex ára . Ég hand- skrifaði bókina og við fjölfölduðum hana í þrjátíu eintökum í sprittfjölritara .“ Þremur árum síðar kom bókin út á veg- um bókaútgáfu Æskunnar . Hún nefndist einfaldlega Adda, var 120 síður, innbundin og kostaði 14 krónur . Síðan komu Adda og litli bróðir, Adda lærir að synda, Adda kemur heim, Adda í kaupavinnu, Adda í menntaskóla og loks Adda trúlofast . Sú síðasta er á titil síðu sögð vera unglingabók . „Öddubækurnar hafa ávallt selst upp á skömmum tíma,“ sagði í blaðaauglýsingu og í annarri sagði: „Öddubækurnar eru í hópi vinsælustu barnabóka hérlendis .“ Æskan gaf út allar bækurnar í fyrstu útgáfu . Myndskreytingar voru eftir Loft Guðmundsson, Jóhannes Geir, Þórdísi Tryggvadóttur og Halldór Pétursson . Jenna segist ein vera höfundur Öddu- bókanna en að það hafi orðið að sam- komulagi að þau hjónin yrðu bæði skrifuð fyrir þeim til að tengja bækurnar skólan um þeirra . Hreiðar skrifaði sumar aðrar bækur en Öddubækurnar — og enn aðrar skrif- uðu þau saman . Jenna segist leggja áherslu á siðferðileg an boðskap, réttsýni, kærleika og heilindi . Adda heitir fullu nafni Agnes Þorsteinsdótt ir og er fósturdóttir læknishjóna í litlu kaup túni en varð síðar kjördóttir þeirra . Áður en fyrsta Öddubókin var gefin út í prentuðu formi sendu Jenna og Hreiðar frá sér bókina Skógarævintýri Kalla litla . Hún kom út um miðjan desember 1944 og var sögð „samin í smábarnaskóla Jennu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.