Þjóðmál - 01.12.2013, Side 26

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 26
 Þjóðmál VETUR 2013 25 Vann samkeppni á sextánda ári En hvenær byrjaði Jenna að skrifa? „Það var snemma,“ segir hún . „Ég var á sextánda ári þegar ég sendi sögu í samkeppni hjá Útvarpinu og hreppti fyrstu verðlaun, 25 krónur . Sagan nefndist Útvarpskennsla veldur misskilningi . Um svipað leyti fékk Gunnar M . Magnúss nokkrar sögur hjá mér, en hann var vinur foreldra minna . Gunnar kom sögunum til útgefanda Unga Íslands og þar birtust sex sögur, að ég held, og eina sendi ég til Skinfaxa, blaðs Ungmennafélags Íslands, en ég starfaði í þeim félagsskap heima .“ Auk þess samdi hún leikrit sem sett var upp í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík . Þá hefur hún samið sögu um Mýslu sem Sjónvarpið gerði mynd eftir og hefur verið sýnd víða um heim . Jenna og Hreiðar fengu viðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir barnabækur þegar hún var fyrst veitt, árið 1973, hlutu verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1975 og frá Íslandsdeild IBBY 1993, svo að nokkuð sé nefnt . Hreiðar lést árið 1995 . Situr enn við skriftir Bækur Jennu og Hreiðars urðu alls 27 . Jenna hefur auk þess sent frá sér ljóðabók og smásögur og hún er enn að . „Ég vandi mig á að sitja við skriftir milli klukkan fimm og sjö á morgnana þegar ég var fyrir norðan og hef haldið þeim sið .“ Jenna vill samt ekki gera mikið úr því sem hún setur nú á blað . „Stundum eru það ljóð, stundum eitthvað annað .“ Öddubækurnar voru ófáanlegar um árabil en Ugla hefur verið að gefa þær út á ný síðustu árin . Jenna er orðin 95 ára og býr á Seltjarnarnesi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.