Þjóðmál - 01.12.2013, Page 43

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 43
42 Þjóðmál VETUR 2013 landið? Eins og við höfum einnig séð hér á Íslandi er markvisst unnið að því að brengla málvitund fólks . Orðum og hug tökum er snúið á haus svo að komast megi hjá því að særa tilfinningar einhverra eða svo er sagt . Allt byggir þetta á leik skóla prinsippinu, að enginn skuli hafður út undan . Falleg hugsun, sem lokar þó aug unum fyrir þeim sem ýtt er út svo að aðrir komist fyrir . Stefnan er sósíalísk og rétt eins og gamli marxisminn forðum stríðir hún gegn mannlegu eðli . Ef leyfist að nota svo óheflað orð . Eins og svo margt annað sem miðar að því að takmarka frelsi einstaklingsins honum til þæginda, þá laumaðist þessi kæfandi kærleiki hægt aftan að okkur . Smám saman fóru þó að vakna grunsemdir um að að baki allri þessari „manngæsku“, leyndust óþekktar ógnir . Um aðdragandann má lesa í bók Jonathans Rauch, Kæru rannsóknardómarar: Nýjar atlögur að skoð­ ana frelsinu (Kindly Inquisitors: The New Attacks on Free Thought) . Bókin kom fyrst út fyrir 20 árum en er nú endurútgefin með aðkomu Cato-stofnunarinnar . Í bókinni rekur Rauch langa sögu tilrauna til að koma böndum á skoðanafrelsið eða allt frá dögum Platóns . Fálmkennd viðbrögð Vestur landa við dauðadómi yfir rithöfund- inum Salman Rushdie vöktu höfundinn til vitundar um hvert stefndi og telur Rauch að hætturnar, sem að vestrænum sam- félögum steðja, megi rekja til þriggja mis- munandi hugmyndafræða: ógnin stafi frá bókstafstrúarmönnum (fundamentalists) hvers konar, jafngildissinnum (egalitarians) sem leggja allar skoðanir að jöfnu og mannúðarsinnum (humanitarians) sem vilja forðast að meiða nokkurn mann . Bókin gefur ágætt yfirlit yfir forsöguna . Um ástandið eins og það er í dag innan bandarísks háskólasamfélags er fjallað í annarri bók, sem rekur afleiðingar þess að leyfa rétttrúnaðinum að grassera óhindrað . Hún lýsir því hvernig markvisst hefur verið grafið undan grundvelli frjáls samfélags . Bókin ber nafnið Afnám frelsis: Ritskoðun í háskólum og endalok bandarískrar rökræðu (Unlearning Liberty; Campus Censorship and the End of American Debate).* Bókin er skrifuð af Greg Lukianoff og lýsir hann hvernig ´68-kynslóðin, sem hristi af sér hlekki samfélagsins á sjöunda og áttunda áratugnum, endurgalt frelsið þegar völdin voru þeirra . Frá því á níunda áratugnum hafa meira en 350 háskólar vítt og breitt um Bandaríkin tekið þátt í að smíða regluverk um það sem þeir kalla „ásættanlega orðræðu“ (speech code) í háskólum . Á góðri íslensku kallast þetta að ná hreðjataki á háskólasamfélaginu, því reglurnar eru ekki aðeins bundnar við orð og athafnir innan háskólanna heldur gilda þær hnattrænt, þ .e . hvar sem kennarar eða nemendur tjá hug * Báðar þessar bækur má fá á rafrænu formi hjá Amazon . Orðum og hugtökum er snúið á haus svo að komast megi hjá því að særa tilfinningar einhverra eða svo er sagt . Allt byggir þetta á leikskólaprinsippinu, að enginn skuli hafður út undan . Falleg hugsun, sem lokar þó augunum fyrir þeim sem ýtt er út svo að aðrir komist fyrir . Stefnan er sósíalísk og rétt eins og gamli marxisminn forðum stríðir hún gegn mannlegu eðli . Ef leyfist að nota svo óheflað orð .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.