Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 43

Þjóðmál - 01.12.2013, Síða 43
42 Þjóðmál VETUR 2013 landið? Eins og við höfum einnig séð hér á Íslandi er markvisst unnið að því að brengla málvitund fólks . Orðum og hug tökum er snúið á haus svo að komast megi hjá því að særa tilfinningar einhverra eða svo er sagt . Allt byggir þetta á leik skóla prinsippinu, að enginn skuli hafður út undan . Falleg hugsun, sem lokar þó aug unum fyrir þeim sem ýtt er út svo að aðrir komist fyrir . Stefnan er sósíalísk og rétt eins og gamli marxisminn forðum stríðir hún gegn mannlegu eðli . Ef leyfist að nota svo óheflað orð . Eins og svo margt annað sem miðar að því að takmarka frelsi einstaklingsins honum til þæginda, þá laumaðist þessi kæfandi kærleiki hægt aftan að okkur . Smám saman fóru þó að vakna grunsemdir um að að baki allri þessari „manngæsku“, leyndust óþekktar ógnir . Um aðdragandann má lesa í bók Jonathans Rauch, Kæru rannsóknardómarar: Nýjar atlögur að skoð­ ana frelsinu (Kindly Inquisitors: The New Attacks on Free Thought) . Bókin kom fyrst út fyrir 20 árum en er nú endurútgefin með aðkomu Cato-stofnunarinnar . Í bókinni rekur Rauch langa sögu tilrauna til að koma böndum á skoðanafrelsið eða allt frá dögum Platóns . Fálmkennd viðbrögð Vestur landa við dauðadómi yfir rithöfund- inum Salman Rushdie vöktu höfundinn til vitundar um hvert stefndi og telur Rauch að hætturnar, sem að vestrænum sam- félögum steðja, megi rekja til þriggja mis- munandi hugmyndafræða: ógnin stafi frá bókstafstrúarmönnum (fundamentalists) hvers konar, jafngildissinnum (egalitarians) sem leggja allar skoðanir að jöfnu og mannúðarsinnum (humanitarians) sem vilja forðast að meiða nokkurn mann . Bókin gefur ágætt yfirlit yfir forsöguna . Um ástandið eins og það er í dag innan bandarísks háskólasamfélags er fjallað í annarri bók, sem rekur afleiðingar þess að leyfa rétttrúnaðinum að grassera óhindrað . Hún lýsir því hvernig markvisst hefur verið grafið undan grundvelli frjáls samfélags . Bókin ber nafnið Afnám frelsis: Ritskoðun í háskólum og endalok bandarískrar rökræðu (Unlearning Liberty; Campus Censorship and the End of American Debate).* Bókin er skrifuð af Greg Lukianoff og lýsir hann hvernig ´68-kynslóðin, sem hristi af sér hlekki samfélagsins á sjöunda og áttunda áratugnum, endurgalt frelsið þegar völdin voru þeirra . Frá því á níunda áratugnum hafa meira en 350 háskólar vítt og breitt um Bandaríkin tekið þátt í að smíða regluverk um það sem þeir kalla „ásættanlega orðræðu“ (speech code) í háskólum . Á góðri íslensku kallast þetta að ná hreðjataki á háskólasamfélaginu, því reglurnar eru ekki aðeins bundnar við orð og athafnir innan háskólanna heldur gilda þær hnattrænt, þ .e . hvar sem kennarar eða nemendur tjá hug * Báðar þessar bækur má fá á rafrænu formi hjá Amazon . Orðum og hugtökum er snúið á haus svo að komast megi hjá því að særa tilfinningar einhverra eða svo er sagt . Allt byggir þetta á leikskólaprinsippinu, að enginn skuli hafður út undan . Falleg hugsun, sem lokar þó augunum fyrir þeim sem ýtt er út svo að aðrir komist fyrir . Stefnan er sósíalísk og rétt eins og gamli marxisminn forðum stríðir hún gegn mannlegu eðli . Ef leyfist að nota svo óheflað orð .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.