Þjóðmál - 01.12.2013, Side 63

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 63
62 Þjóðmál VETUR 2013 Byrjun hennar snýst strax í upphafi um sósíalíska skipan eignarréttarins í sovésku þjóðskipulagi . Við skulum líta á 5 ., 6 . og 10 . grein: 5. grein: „Í Sovétríkjunum birtist hin sós- ial istíska eign ýmist sem ríkiseign (sam- eign alþjóðar) eða félagseign .“ 6. grein: „Lóðir og lendur, auðæfi jarðar, vötn og ár, skógar, verksmiðjur og iðju- ver, námur og námuver, járnbrautir og sam göngutæki á sjó og í lofti, bankar, póst stofnanir, talsími og ritsími, öll stór- fyrirtæki í landbúnaði, sem ríkið hefur stofnað til ásamt meginþorra allra lóða í borgum og iðnaðarhverfum, eru ríkiseign, en það þýðir: sameign alþjóðar .“ 10. grein: „Persónulegur eignarréttur þegn - anna á atvinnutekjum þeirra og sparifé, íbúðarhúsi og öðrum heimilis þörf um, inn an stokksmunum og bús áhöld um sem og erfða réttur á persónulegri eign þegn- anna, er verndaður með lögum .“* Þessi stjórnarskrá sem féll úr gildi austur * Úr ritinu Stjórnarskrá Sovétríkjanna ásamt Fram­ söguræðu Jóseps Stalíns, Bóka útgáfan Heimskringla, Reykjavík 1937 . Stjórnarskráin var þýdd af Eiríki Baldurssyni, kennara . þar við fall Sovétríkjanna er óhugnanlega lík pólitískum hugsanagangi og veruleika á Íslandi í dag . Meðan Íslendingar baða sig í sólskini lánsfjár og skulda læðist uppvakningur kommúnismans aftan að þeim eins og ófreskja og gleypir hjartagóða sakleysingja . Þeir sem horfðu á alræðið ganga sér til húðar vara sig ekki á afturgöngu þess . Við Íslendingar þurfum vissulega að læra af Hruninu og því arð- og eignaráni, sem af því leiddi, en það gagnar lítið að fara úr öskunni í eldinn . Þjóðfélagsbygging okkar er stórbrengluð . Það er sama hvaða ríkisstjórn er við völd . Alltof mikil orka fer í að koma ríkjandi stjórn frá . Allt kapp er lagt á valdabaráttu, deilur og flokkadrætti í stað þess að vinna saman að hagsmunum fólksins . Við erum í vítahring gagnrýnisleysisins . Stjórnmálamenn þora ekki að segja al- menn ingi óþægilega hluti, þá verða þeir ekki kosnir . Almenningur gagnrýnir ekki hið opinbera af ótta við að missa af fjár- framlögum . Við Íslendingar erum að sumu leyti eins og maður í leirbaði . Okkur líður vel í velgjunni þar sem dekrað er við okkur, en stígum ekki upp úr til þess að stinga út úr fjárhúsunum . Í upphafi Hrunsins tíundaði forseti vor öll þau gullnu tækifæri, sem lægju við fætur okkar Íslendinga, en ég efast um að við berum gæfu til að beygja okkur eftir þeim . Það þarf skýra stefnu Það er bagalegt hversu Sjálf stæðis-flokkurinn (og Framsóknarflokkurinn reyndar líka) hefur verið daufur, áhuga- og stefnulaus í þessu máli . Frá honum hefur nánast ekkert komið annað en óljóst tal um að hugsanlega gæti náðst samkomulag um ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign Meðan Íslendingar baða sig í sólskini lánsfjár og skulda læðist uppvakningur kommúnismans aftan að þeim eins og ófreskja og gleypir hjartagóða sakleysingja . Þeir sem horfðu á alræðið ganga sér til húðar vara sig ekki á afturgöngu þess .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.