Þjóðmál - 01.12.2013, Page 64

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 64
 Þjóðmál VETUR 2013 63 auðlinda . Engin skýring kemur fram af flokksins hálfu á hvað þetta þýðir, né hver tilgangur eða afleiðingar séu . Alla efnislega umfjöllun hefur vantað, aðeins velkst um á öldutoppum þjóð félags- umræðu sem er á villigötum en hvergi reynt að ná til botns . Vill flokkurinn að ríkið eigi allar auðlind- ir? Á að útiloka landsmenn frá því um alla framtíð að þeir geti eignast hluta af þessum auðlindum eins og gildir um þá einstaklinga, sem nú eiga auðlindir í einkaeign og tillögur gera ráð fyrir að haldist? Fallast menn á að hugtakið „auðlind“ sé jafn fljótandi og lagt er til, þannig að Alþingi geti lögfest að hvað sem er t .d . vindur og regn, sé auðlind, sem verði þar með ríkiseign, bundin í stjórnarskrá? Sinnuleysi flokksins í þessum efnum hefur gefið vinstri öflunum frítt spil . Nú er svo komið vegna þessa tómlætis að stór hluti þjóðarinnar heldur að þjóðareign í stjórnarskrá sé gott og eðlilegt mál, en gerir sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem mannréttindum og stjórnskipan ríkisins er hér búin . Aðgerðaleysi flokksins og kjörinna málsvara hans hefur skapað tómarúm og hleypt öðrum öflum svo langt að Sjálf- stæðisflokkurinn virðist lítið annað hafa gert en að pukrast í humátt á eftir vinstri mönnum í þessu efni . Nú er kominn tími til að hverfa frá þessu dáðleysi, skaðlegu fyrir þjóðarhag . Hafa þarf skoðun og stefnu í þessum mikilsverða grundvallarmáli og gera almenningi skiljan- legt um hvað það réttilega snýst . Ef menn endilega vilja hafa ákvæði um náttúruauðlindir í stjórnarskrá landsins gæti það hljóðað svona: Náttúruauðlindir landsins skulu vera ævar­ andi eign íslenskra ríkisborgara og falla undir fullveldisrétt Alþingis. Þegar stjórnvöld á Íslandi kynna áform um að stórauka út gjöld ríkisins án þess að til séu peningar fyrir þeim er auðvitað ekki til jafn viðeigandi vettvangur og Harpan . Forystumenn ríkisstjórnarinnar völdu því eðlilega að kynna tillögur sínar um að þjóðnýta einkaskuldir sumra lands manna í Almenningurborgar-salnum í Hörpunni um síðustu helgi . Í kjölfarið gerði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands könn un afstöðu manna til þessara tillagna og voru þær birt ar í Morg un blaðinu . Þar kemur í ljós að rétt rúmur meirihluti er ánægð ur með þær . Það er auðvitað hrein tilviljun að þetta er nánast sama hlut fall og skuldar verðtryggt í íbúðinni sinni . Og það er þó alltaf að minnsta kosti 1% af þessum 53% sem vill ekki senda afborganir af eigin húsnæði til leigjenda eða næstu kynslóðar . Vef-Þjóðviljinn, 6 . desember 2013 . Ertu ánægður með tillögur um þjóð- nýt ingu skulda þeirra sem skulda íbúðar lán? Já, og hvað segirðu, skuldar þú eitthvað í íbúðinni þinni? Kyndug samkvæmni!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.