Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 83
82 Þjóðmál VETUR 2013 Í bók sinni segir Steingrímur J . Sigfússon frá því að hann hafi átt frumkvæði að samtölum við Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins, og Ingi björgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Sam fylk- ingarinnar, um samstöðu gegn ríkisstjórn Fram sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins (2003–2007) . Hann hafi fyrst talað fyrir þessu árið 2005 við dræmar undirtektir, síðan aftur síð- sumars 2006 og enn hafi Ingibjörg Sólrún tekið þessu „heldur“ dræmt . Hún gæti þó svo sem boðið þeim Steingrími J . og Guðjóni Arnari í kaffi . „Upp frá því var farið að tala um þetta sem Kaffibandalagið,“ segir í bók Steingríms J . Þar er síðan minnt á að eftir kosningar 2007 hafi slitnað upp úr samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og fimm dögum síðar hafi Sjálfstæðisflokkur og Samfylking myndað ríkisstjórn . Þá segir í Steingríms-bókinni: Á kreik komust sögusagnir sem síðar voru staðfestar, um að viðræður flokk- anna hefðu hafist nokkru fyrir kosningar, á milli Ingibjargar Sólrúnar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins . „Það setur auðvitað spurningarmerki við heilindin sem voru í þessu svokallaða Kaffibandalagi fyrir kosningar og yfirlýsingar Ingibjargar um að hún myndi fyrst ræða við okkur ef stjórnin félli .“ Í bók Steingríms J . kemur fram að hann hafi haft miklar áhyggjur af stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar, hún yrði „mjög hægrisinnuð og í raun framlenging á óbreyttri stjórnarstefnu“ Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks . Formaður vinstri- grænna talaði því „kannski tvisvar-þrisvar sinnum“ við Geir H . Haarde í síma um þetta leyti til að kanna áhuga hans á stjórnar- samstarfi, segir í bókinni . Steingrímur J . Sigfússon var meðal þeirra sem hvöttu helst til þess að alþingi samþykkti að ákæra Geir H . Haarde og kalla hann fyrir landsdóm þótt formaður VG segðist samþykkja ákæruna með „sorg í hjarta“ (því miður er Steingrímur J . ekki beðinn að skýra þessi orð sín í bókinni) . Þegar Geir H . Haarde brást við ályktun alþingis 28 . september 2010 um að honum skyldi stefnt fyrir landsdóm sagði hann að annað hefði verið uppi á teningnum hjá Steingrími J . við atkvæðagreiðsluna um lands dóminn en eftir þingkosningar vorið 2007, þegar hann hefði viljað fá Geir til viðræðna við sig um myndun ríkisstjórn ar í sumarbústað tengdaforeldra sinna . Þetta hafði ég ekki heyrt Geir segja áður, hvorki á lok uðum fundum né í fjölmiðlum . Stein- grímur J . skautar yfir þetta í bók sinni, þar er aðeins minnst á tvö eða þrjú símtöl . Veikir það heimildargildi bókarinnar að höfund ur hennar skuli ekki lýsa samkiptum Steingríms J . og Geirs betur . Til marks um ónákvæmni í bókinni um Steingrím J . má rifja upp atvikið þegar hann lagði hendur á Geir H . Haarde þar sem hann sat í stól forsætisráðherra í þing- salnum . Ég var þá í ræðustól (24 . nóvember S teingrímur varð sér rækilega til skammar í þingsalnum og furðulegast var að forseti lýsti framgöngu hans ekki vítaverða . Það er ósvífni að krefjast þess að um þetta sé þagað . Atvikið lýsir auk þess ólíkri skapgerð þeirra Steingríms J . og Geirs . Að kalla saman landsdóm yfir Geir H . Haarde var pólitískt ofbeldisverk .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.