Þjóðmál - 01.12.2013, Page 88

Þjóðmál - 01.12.2013, Page 88
 Þjóðmál VETUR 2013 87 að sitja uppi með þá kröfu án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn . Jafnframt var samþykkt umboð til Geirs um að ganga til samstarfs um þjóðstjórn . Við lukum fundi okkar í þann mund, sem Ingibjörg Sólrún kom út af þingflokksfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var í flokksherbergi þeirra, en Ingibjörg Sólrún komst ekki til fundar við Geir til að skýra honum frá niðurstöðum í sínum flokki, án þess að ganga fram hjá fréttamönnum á anddyri skálans . Fréttamenn beindu hljóðnemum að Ingibjörgu Sólrúnu og fylgdist þing- flokkur okkar með samtalinu í beinni út sendingu . Það hófst á því, að Ingibjörg Sólrún sagðist ekki vilja segja neitt, enda ætlaði hún fyrst að segja Geir frá niðurstöðunni — síðan hélt samtalið áfram stig af stigi og hún sagði frá öllu sem máli skipti í fjölmiðlum, áður en hún hitti Geir . Við í þingflokknum vissum þá, að fundur þeirra yrði stuttur, því að Ingibjörg endurtók kröfuna um að Samfylkingin fengi verkstjórann, án þess þó að geta hver hann yrði . Við biðum í þingflokksherberginu, þar til Geir kom af fundinum með Ingi- björgu og sagði okkur, að hann hefði slit- ið samstarfinu vegna kröfunnar um, að hann viki . Síðan hlustuðum við á Geir ræða við fréttamenn, þar sem hann sagði meðal annars, að ekki væri unnt að eiga samstarf við Samfylkinguna, enda væri hún „flokkur í tætlum“ . Eftir það fór um við og fengum okkur fiskibollur í mötu- neyti þingsins . Geir H . Haarde fór til Bessastaða og átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni klukk- an 16 .00 mánudaginn 26 . janúar 2009 og baðst þar lausnar . Ólafur Ragnar hitti síðan formenn annarra stjórnmálaflokka en Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, lét í veðri vaka eftir samtal við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Sam- fylkingarinnar, á Bessastöðum, að unnt yrði að mynda minnihlutastjórn Sam fylkingar og vinstri-grænna með hlut leysi framsóknar- manna á 24 tímum . Ýtti þetta undir grun- semdir okkar sjálf stæðismanna um, að stjórnarslitin ættu sér lengri aðdraganda en af var látið . Ný stjórn fæðist Um hádegisbil þriðjudaginn 27 . janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar að hann hefði ákveðið að biðja forystumenn Samfylkingar og vinstri-grænna að ræða saman um myndun minnihlutastjórnar með stuðningi framsóknar og hann hefði falið Ingibjörgu Sólrúnu að stjórna viðræðunum . Koma myndi til skoðunar „að einn eða tveir virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sætu í slíkri Nú liggur fyrir að þarna setti Samfylking in á svið leikrit til að blekkja okkur ráðherra Sjálfstæðisflokksins . Tveimur dögum áður hafði Össur lagt „lokahönd“ á myndun nýrrar ríkisstjórnar . Hafi Geir H . Haarde verið ljóst að hann var beittur blekkingum veit ég ekki . Hann var hins vegar með hugann við annað og stærra persónulegt mál sem hlaut að valda honum jafnvel meiri áhyggjum en það sem gert yrði í nafni ríkis stjórnar- innar .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.