Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 88

Þjóðmál - 01.12.2013, Qupperneq 88
 Þjóðmál VETUR 2013 87 að sitja uppi með þá kröfu án samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn . Jafnframt var samþykkt umboð til Geirs um að ganga til samstarfs um þjóðstjórn . Við lukum fundi okkar í þann mund, sem Ingibjörg Sólrún kom út af þingflokksfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var í flokksherbergi þeirra, en Ingibjörg Sólrún komst ekki til fundar við Geir til að skýra honum frá niðurstöðum í sínum flokki, án þess að ganga fram hjá fréttamönnum á anddyri skálans . Fréttamenn beindu hljóðnemum að Ingibjörgu Sólrúnu og fylgdist þing- flokkur okkar með samtalinu í beinni út sendingu . Það hófst á því, að Ingibjörg Sólrún sagðist ekki vilja segja neitt, enda ætlaði hún fyrst að segja Geir frá niðurstöðunni — síðan hélt samtalið áfram stig af stigi og hún sagði frá öllu sem máli skipti í fjölmiðlum, áður en hún hitti Geir . Við í þingflokknum vissum þá, að fundur þeirra yrði stuttur, því að Ingibjörg endurtók kröfuna um að Samfylkingin fengi verkstjórann, án þess þó að geta hver hann yrði . Við biðum í þingflokksherberginu, þar til Geir kom af fundinum með Ingi- björgu og sagði okkur, að hann hefði slit- ið samstarfinu vegna kröfunnar um, að hann viki . Síðan hlustuðum við á Geir ræða við fréttamenn, þar sem hann sagði meðal annars, að ekki væri unnt að eiga samstarf við Samfylkinguna, enda væri hún „flokkur í tætlum“ . Eftir það fór um við og fengum okkur fiskibollur í mötu- neyti þingsins . Geir H . Haarde fór til Bessastaða og átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni klukk- an 16 .00 mánudaginn 26 . janúar 2009 og baðst þar lausnar . Ólafur Ragnar hitti síðan formenn annarra stjórnmálaflokka en Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, lét í veðri vaka eftir samtal við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Sam- fylkingarinnar, á Bessastöðum, að unnt yrði að mynda minnihlutastjórn Sam fylkingar og vinstri-grænna með hlut leysi framsóknar- manna á 24 tímum . Ýtti þetta undir grun- semdir okkar sjálf stæðismanna um, að stjórnarslitin ættu sér lengri aðdraganda en af var látið . Ný stjórn fæðist Um hádegisbil þriðjudaginn 27 . janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar að hann hefði ákveðið að biðja forystumenn Samfylkingar og vinstri-grænna að ræða saman um myndun minnihlutastjórnar með stuðningi framsóknar og hann hefði falið Ingibjörgu Sólrúnu að stjórna viðræðunum . Koma myndi til skoðunar „að einn eða tveir virtir einstaklingar, sérfræðingar utan þings, tækju kannski sætu í slíkri Nú liggur fyrir að þarna setti Samfylking in á svið leikrit til að blekkja okkur ráðherra Sjálfstæðisflokksins . Tveimur dögum áður hafði Össur lagt „lokahönd“ á myndun nýrrar ríkisstjórnar . Hafi Geir H . Haarde verið ljóst að hann var beittur blekkingum veit ég ekki . Hann var hins vegar með hugann við annað og stærra persónulegt mál sem hlaut að valda honum jafnvel meiri áhyggjum en það sem gert yrði í nafni ríkis stjórnar- innar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.