Þjóðmál - 01.12.2013, Side 90

Þjóðmál - 01.12.2013, Side 90
 Þjóðmál VETUR 2013 89 Ástæða er til að velta fyrir sér fordæminu sem í þessu felst við myndun minnihluta - stjórnar . Átti forseti Íslands að beita sér á annan hátt? Kanna í raun hvort unnt var að mynda meirihlutastjórn? Í ljós kom að samið hafði verið við Framsóknarflokkinn um að færa stjórnarskrárvaldið frá alþingi til sérstaks stjórnlagaþings — Valgerður Sverrisdóttir varð formaður stjórn ar - skrárnefndar . Var þetta gert með vitund forseta Íslands? Áformin um stjórn laga- þingið runnu út í sandinn vegna andstöðu sjálfstæðismanna . Ólafur Ragnar beitti sér síðar gegn mildari hugmyndum um breytingar á stjórnarskránni . Forsætisráðherraefni í dagsljósið Steingrímur J . segir að strax hinn 23 . janúar 2009 hafi menn rætt um Jóhönnu Sigurðardóttur sem fors ætis ráð- herra . Miðað við aðdraganda fundarins sem Steingrímur J . sat þann dag á heimili Lúðvíks Bergvinssonar má álykta að þeir sem þar réðu ráðum sínum hafi fyrir fundinn rætt í sinn hóp um Jóhönnu sem forsætisráðherra . Ef marka má bók Jónínu Leósdóttur hvíldi svo mikil leynd yfir þessum ráða gerð- um um Jóhönnu að forsætisráðherraefnið vissi ekki um þær sjálf . Jónína segir: Atburðarásin var ógnarhröð . Mánudag- inn 26 . janúar lagði Ingibjörg Sólrún til á þingflokksfundi Samfylkingarinnar að Jóhanna yrði í forystu við tilraun til myndunar nýrrar ríkisstjórnar . Sú hug- mynd hafði ekki komið til tals fyrr en þarna á fundinum og Jóhanna hringdi í mig í fundarhléi og setti mig inn í stöð- B jörn Þór Sigbjörnsson [skrifar bókina] ekki á gagnrýninn hátt heldur í því skyni að árétta þá mynd sem Stein grím ur J . vill sjálfur að dreg in sé af sér, hann hafi fórnað sér fyrir íslensku þjóðina á hættu stundu og ekki hlotið dóm að verðleikum, sé meira metinn erlendis en meðal eigin þjóðar . Þetta er ekki sannfærandi boðskapur heldur í ætt við pólitískan spuna . Steingrímur J . braut allar brýr að baki sér til að öðlast völd sem hann notaði í þágu sósíalískrar stefnu heima fyrir og krafna erlendra lánardrottna út á við . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.