Félagsbréf - 01.08.1961, Page 14

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 14
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON: Lögfræðingar og bókmenntir i TT’inn af merkustu og áhrifaríkustu kennurum mínum í menntaskóla hafði ósköp litlar mætur á lögfræði, taldi hana lítt til þess fallna að efla menntun manna og auka þeim andlegan þroska. Ég hafði því nokkurn ímugust á þessari fræðigrein, er ég kom í háskóla, hélt, að þetta væru mestmegnis þrautleiðinlegar og andlausar formreglur. Brátt komst ég þó að raun um, að lögfræðinemar voru sízt áhugaminni um andleg efm eða verr menntaðir en aðrir háskólastúdentar, — og við fáa fannst mer betra að tala um skáldskap en einn þeirra. Síðan hefur álit mitt á hinnJ dómvísu grein vaxið þeim mun meir sem ég hef haft kynni af fleiri lög* fræðingum, bæði meðal samkennara minna og annarra. Lögfræðinni sjálfri hef ég lítið kynnzt beinlínis nema helzt í sambandi við réttarsögu. Þó hef ég nokkrum sinnum tekið þátt í störfum fjölskip' aðra dóma varðandi útgáfu- og höfundarrétt. Ég man sérstaklega eftir einu slíku máli, sem ég vissi allgóð deili á og hafði tekið afstöðu til, þegar ég var skipaður til að dæma í því. En þegar ég tók að kynna mér málið nánar í Ijósi lögskýringa og fræðirita um höfundarrétt og reyna að hugsa frem* ur lögfræðilega en bókmenntalega, komst ég að niðurstöðu, sem var gj°r" samlega gagnstæð upphaflegri skoðun minni á málinu. Ég biðst afsökunar á að drepa hér á svo smávægilegt og persónulegt dæmi. En þar sem eg býst varla við að fjölyrða um lögfræði framar á ævinni, get ég ekki stiH1- mig um að votta henni hér þakkir mínar og virðingu, því að varla hefur nokkuð, sem ég hef fengizt jafn lítið við, haft eins mikið uppeldisgil^i fyrir mig. En varðandi menntunargildið held ég, að allt æðra nám og sjálfst®9 glíma við andlegar þrautir sé þroskandi — og sé þar fremur um stigmun

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.