Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 29

Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 29
FÉLAGSBRÉF 27 Hún kom ekki á stofuna eins og hann hafði fyrir lagt. Og tíminn leið, tækifærið til þess að ná tali af henni kom ekki. Á þeim tíma þróaðist og efldist þrá hans eftir henni. Hann er af léttasta skeiði, og líf hans er oft einmanalegt, efnin mikil, en ánægjan af þeim innantóm. Oft fannst honum sem hún væri í herberginu, eins og svipur hennar og angan svifi í loftinu. Svo kom tækifærið, hún kom á stofuna, og nú hafði hún aðeins kvef — það var allt og sumt. Allt fór eins og hann hafði gert ráð fyrir. Hún þáði heimboð hans. — En hvers vegna hún gerði það, gerði hann sér ekki grein fyrir. Hún kom honum á óvart, andlegur þroski hennar var í andstöðu við líkamsfegurð hennar. Hann varð fyrir vonbrigðum, eftir fyrstu heimsókn hennar. Hún vakti aðeins holdlegar tilfinningar, en var eins og viðutem þegar um andleg efni var talað. — En ég er trúlofuð, sagði hún einu sinni, þegar hann tók hönd hennar og strauk hana viðkvæmt. — Bláeyg, sagði hann aðeins. Gesturinn ber sifurbúnum staf sínum hart niður í götuna. Þessi þjónn er bölvuð álka, hugsar hann. Og stúlkan, þrátt fyrir allt, of góð fyrir hann. Nú híður hún heima hjá honum, ljóshærða, bláeygða stúlkan. Hann ætl- ar að bjóða henni góða atvinnu á stofunni. Og gott herbergi í húsinu. Hann hafði opnað kampavínsflösku, rétt áður en hann fór út. Gesturinn hefur gaman af að láta þjóninn snúast í kringum sig — láta hann þjóna sér. Þegar gesturinn nálgast húsið sitt, er liann ekki ákveðinn. Á hann að sleppa Bláeyg óskemmdri — sleppa henni niður í þá lægð þjóðfélagsins, sem hún er komin frá? Eða taka hana af þjóninum, hefja hana upp á sólarhæðir þjóðfélagsins — þar sem hann og jafningjar hans eiga tennis- velli og leikhús? Veitingaþjónninn lítur á klukkuna. Eins og vanalega silast tíminn þetta aHam. Fimm klukkutíma á hann eftir. Hann er þolinmóður og vinnur verk sitt af alúð og samvizkusemi. Hann gerir sér ekki neina rellu út af lífinu, seni ólgar allt í kringum hann. Hann er þessi jafni meðalmaður, sem hefur vanið sig á að samlagast umhverfinu, laus við óþarfa forvitni eða af-

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.