Félagsbréf - 01.08.1961, Side 32

Félagsbréf - 01.08.1961, Side 32
30 FÉLAGSBRÉF ingahússins örðugt, líkast því sem maður væri viljalaus úti í stórrigningu, niðurdrepandi og lamandi. En þegar hann minnist stúlkunnar sinnar þá slær hlýjum geislum yfir tilveru hans. I kvöld er honum sérlega erfitt um að vinna. Honum liggur við að láta hugfallast. Hann getur ekki mannað sig upp, og unnið með áhuga, hvað þá fundið gleði og fróun við starfið. Hann er óvanalega þreyttur og áhugalaus, gripinn svo sterkri þrá eftir frjálsræði og hressandi köldu lofti. Hann hlakkar til þess að komast út og fylla brjóstið svalandi kvöldloftinu. Á leiðinni fram ákveður hann að biðja um frí, en kemur auga á gestinn, sem er að setjast við eitt af borðum hans. Nú er langt frá því að þjónninn hafi gleymt viðskiptum sínum við gestinn á stofunni forðum. Öðru nær, í undirvitund sinni er hann bonum þakklátur. En þeir eru auðvitað skildir að skiptum, hann hafði goldið honum það sem upp var sett, og haldið þau loforð, sem af honum var krafizt. En án þess að gera sér sérstaklega grein fyrir því, er honum einhvern veginn ljúfara að afgreiða þennan gest held- ur en marga aðra. Og hann gengur að borðinu til hans. — Tvöfaldan whisky, ís og vatn, segir gesturinn,1 án þess að líta á þjóninn. — Já, takk, svarar þjónninn, sjálfvirkt og horfir á gestinn. Þeir horfa snöggt hvor á annan. — Gjörið svo vel, segir þjónninn og hneigir sig. Um veitingasalinn óm- ar Vínarvals, ung stúlka syngur textann með taktföstum undirleik hljóm- sveitarinnar. Gesturinn horfir á eftir þjóninum. Já, álkan, nú er fuglinn þinn í búri, hugsar hann. Undarlegum glampa slær frá augum hans, hann klappar saman lófunum, og þjónninn kemur að borðinu. — Tvöfaldan whisky og vatn, segir hann og horfir á þjóninn hálfluktum augum. Þjónninn snýr frá borðinu, en gesturinn kallar á hann. — Bíðið andartak, þjónn, segir hann, fer í leðurskjóðu sína og tekur upp silfurpening, sem hann lætur á borðið. — Þetta er fyrir ómakið. Þjónninn rekur upp stór augu, réttir fram höndina, en hikar augnahlik- Svo auðmýkir hann sig og tekur peninginn.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.