Félagsbréf - 01.08.1961, Page 35

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 35
l'KLAGSBRÉF 33 Að lyfta ungri og fallegri alþýðuslúlku u|>p á sólarhæðir mannfélagsins, það gexa ekki margir af hans jafningjum. Fátækar alþýðustúlkur eiga ekki jafnan aðgang að stúkusætum leikhús- anna. Ljóshærða stúlkan bláeygða liggur á hakið á legubekknum. Hann nem- ur staðar í dyrunum. Andlit hennar er fagurt, en ákatlega fölt. Lokkarnir lirynja niður með hálsinum, og lýsa eins og brotasilfur á dökkum svæflin- nm. Augnasvipur hennar er angurvær, mjúkir léttir skuggar hvíla yfir liöfðinu. Það suðar fyrir eyrum hans, mjúkir, dimmir tónar, ævagamalt hljóm- brot löngu liðins unaðai-. Hún sefur auðsjáanlega. Hann horfir á hana, og um hann hríslast minnimáttarkennd, sem hann kann illa við — en vísar þó frá sér. Hún er líklega nýsofnuð, og bezt að láta liana hvíla sig. Þegar hann snýr við í dyrunum, læðist geigur að hon- um. Hann blandar sér whiskysjúss, tekur sér bók í hönd og sezt í djúpan stól. Þegar hann ber glasið að vörunum titrar hönd hans. Gestinum hefur runnið í brjóst. Bókin fallið á gólfið — honum er hroll- kalt. Hann gengur inn að vitja Bláeygar. Allt er þar með sömu ummerkj- um. Nú gengur lxann til hennar, en honum bregður þegar hann kemur að legubekknum. Hér er ekki allt með felldu? — Hann grípur um úlnlið henn- ar og fær strax fullvissu um, hvernig komið er. Enni hans úðast köldum svita. Og hann kennir óstyrks í knjáliðunum. En lxann ákveður að missa ekki kjarkinn. Honum dettur þjónninn í hug — þá verður svipur hans myrkur og kaldur. Hann skipuleggur markvissa baráttu. Hann horfir á stúlkuna. Fögui-, það er hún, en engu að síður liðin. — Og þá er feg- urðin lítið annað en skuggi. Undarlegt, hvað sá unaður, sem hún raunverulega veitti honum, var skammvinnur — eins og aðdragandinn var bæði langur og eftirvæntingar- fullur. Nú er hún honum byrði, sem hann verður að losna við. Að þeirri lausn vinna nú allar hans hárfínu og þjálfuðu heilasellur. Hann tyllir sér á borðröndina og kveikir í sígarettu. Viðburðir kvöldsins Hafa verið eins og sjónleikur — og nú er komið að lokaþættinum. Á borð-

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.