Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 40

Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 40
38 FÉLAGSBRÉF Hljóðlaust gengur gesturinn út úr stofunni, og hallar hurðinni að stöfum. Á meðan hann er að blanda í glasið sitt, heyrir hann að bíl er ekið neðan götuna. Hann hvolfir í sig úr glasinu og blandar í J)að aftur. Þá gengur hann að bókaskápnum, um leið er vagn stöðvaður fyrir utan húsið. Hann tekur bók fram, sezt í Jjægilegan stól, kveikir sér í vindli — opnar bókina. Þungum og ákveðnum skrefum er gengið inn ganginn. Gesturinn blandar enn á ný í glasið. Millihurðin fellur þungt, hljóðlaust og hægt frá stöfum. 1 stofunni er albjart. Það suðar fyrir eyrum hans, þungir, dimmir tónar. Heitur, mjúkur nið- ur eins og þegar blóð vætlar úr opnu sári.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.