Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 47

Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 47
FÉLAGSBRÉF 15 tjáningu, svo sem litla tvíundin (sjá dæmi 7b), eða þá stóra tvíundin. — Gamalreynda, hreina ferundin stendur svo að baki atburðanna sem stoð og stytta. Vegna þessa myndast nýr og áður óþekktur lagháttur. Þetta eru bin ómótstæðilegu öfl, sem ég minntist á áður. Tökum til dæmis litlu tvíundina, sem oftast kemur fram (alls 25 sinnum). Hún hefur áreiðanlega unnið líkt og utanaðkomandi áverkun á laglínuna (dæmi 11). Ef hún er tekin til grundvallar skýrist hljóðeðlisfræðileg ástæda fyrir lagmyndinni eins og sjá má af tólfta dæmi. Þar sést fyrst fortónshlutverk cé-sins í upphafi, og hvernig því er svarað með niðurlagi fyrri hlutans. F-ið fær fyllingu sína í Bé-hljómi, en liver tóiin þess hljóms er flúraður með einhvers konar for- slagi — litlu tvíundinni. Hljóðeðlisfræðilegi grunntónn hljómsins er es, og þangað stefnir hljómurinn sem enn annar vitnisburður um söngvísi höf- undarins. Þannig myndaðist hið sérkennilega Liljulag. Enn er allt á huldu um sögulegan uppruna lagsins og ákveðinn höfund þess. Samt vona ég, að þessi orð hafi varpað einhverri glætu á tónlistrænan uppruna lagsins, ástæðuna fyrir einkennum þess og snilld.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.