Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 48

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 48
BÆKUR Nevil Shute: Á ströndinni. Almenna bókafélagið 19.61. Vafalaust hefur bókin „Á ströndinni" sérstöðu um það, að allar söguhetjur fremja sjálfsmorð í bókarlok. Bókin ger- ist árið 1963 í Melbourne í Ástralíu, og er fólk þar aS gera sér grein fyrir því, að það muni allt deyja innan skamms. AfleiSingar atómstríSs hafa þurrkað út allt líf á norðurhveli jarðar og geilsa- virkni er að færast, smátt og smátt, sunn- ar á hnettinum. Sagan fjallar um, hvemig fólk bregzt við vitaðri feigð. Um aðalsöguhetjurnar er ekki margt að segja. Peter Holmes er ástralskur sjóliðs- foringi. Hann og kona hans tala aldrei um annað en 'tarnið sitt og blómarækt, sem verður þreytandi til lengdar. Dwight Towers er stjórnandi bandarísks atómkaf- báts, sem er það síðasta, sem eftir er af Bandaríkjaflota. Hann er svo samvizku- samur, að hann sekkur kafbátnum, frekar en að skilja hann eftir í erlendri höfn, þó allir þar séu jafn dauðvona og hann sjálfur. Moira Davidson er drykkfelld og lífleg stúlka. Til allrar ólukku verður hún ástfangin af Towers og er eftir það hvorki drykkfelld né lífleg. Jolin Osborne er veik- geðja vísindamaður, sem tekst að upp- fylla þann draum sinn, að verða kapp- akstursmeistari Ástralíu, skömmu fyrir dauðann. Svo litlaus er þessi hópur, að enginn mundi lesa bókina vegna hans. Um þetta fólk stendur manni alveg á sama. Það kemur meira að segja til álita, hvort höfundur hefði ekki átt að eyða suSur- hvelinu fyrst. Enginn vafi er, að eitthvað hefur veriS af líflegra fólki á norðurhveli jarðar, þar sem það hafði rænu á aS koma af stað kjarnorkustyrjöld. Það er ekki vegna fólksins, sem maður vonar fram á síðustu blaSsíðu, að krafta- verk gerist, sem stöðvi eyðilegginguna. Það er vegna þess, að maður setur sig ósjálfrátt í spor þess. Tortíming mann- kynsins er svo ofboSslegt viðfangsefni, aS það fær jafnvel rolulegasta fólk til a® hugsa. Er óhætt að fullyrða, að sú geysi" lega athygli, sem bókin hefur vakið, se fremur því að þakka, hve tímabært efniS er heldur en bókmenntalegu gildi hennar. Iföfundurinn, Nevil Shute Norway, var Englendingur að ætt. ByrjaSi hann snemma að skrifa í frístundum, en var að aðalatvinnu flugvélaverkfræðingur. ÁriS 1926 kom fyrsta bók lians út, og 1939 skildi liann við blómlegt fyrirtæki, sem hann átti, og helgaði sig ritstörfunuin einum. Hann lézt 1960. Hafði hann þa skrifað 21 bók og var orðinn mest seldi rithöfundur síns tíma í Englandi. Oftast valdi liann sér viðfangsefni, sem voru fremur tímabundin, en þó a*lta tímabær. Stundum var engu líkara an hann hefði spádómsgáfu. Árið 1939 skrif
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.