Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 51

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 51
FÉLAGSBRÉF 49 sem útskúfuð vofa hjá eldgömlum, hálfföllnum dysjum, en úðinn glitrar á varðmannsins byssusting. f fjórða flokkinum eru svo ýmisleg kvæði sem standa ein sér og eiga ekki heima í sama flokki af annarri ástæðu en þeirri að þau passa ekki í neinn annan flokk. Þetta er því misleitasti kvæðahópurinn. Þarna er til dæmis skemmtilegt kvæði, ort í glaðlegum miðaldastíl og sker sig burt úr hópi hinna dimmri og dapurlegri kvæða. Á ég þar við kvæðið Haltu fast um initti mér. Einnig má nefna ættjarðar- kvæði sem heitir Er blómið nýtt á vori vaknar og kvæðið Hilling. Þarinig vil ég f fljótu bragði flokka kvæðin í þessari bók. Heildarsvipur bók- arinnar og langmerkilegasti þátturinn — geymist í tveim fyrri flokkunum, veik- leikinn er fólginn í þriðja kaflanum og vottur fjölbreytni i þeini fjórða. Þessi bók er að vísu ekki stór en ég er samt ekki frá því að kvæðin séu of einhæf, of lík hvert öðru bæði að formi og innihaldi, það er að segja mikill meirihluti kvæð'- anna. Grunur minn er að þessi ljóðabók hafi vcrið mjög lengi í smíðum og af þeirn sökum setji langvarandi fágun og slípun um of svip sinn á kvæðin. Þau eru und- antekningarlítið notaleg en stundum svo- Jítið bragðdauf ef mörg eru lesin í einu. Vandvirkni er yfirleitt mikil í vinnubrögð- um og orðavali þótt höfundur noti fyrir minn smekk of oft ábendingarfornafn i staðinn fyrir ákveðinn greini. Stundum kemur fyrir að höfundur teymist út í vafa- samt orðalag vegna ríms en slíkt er und- antekning og yfirleitt verður að telja að hann hafi einmitt gott auga fyrir rími. Myndbygging höfundar er fjölbreytt og skemmtileg, einkum mildar og ástúðlegar lýsingar úr sveitalifinu. 1 þessari bók eru margar perlur og heildarsvipur hennar mjög vinalegur þótt liann sé helzt til ein- hæfur. Hefði verið gaman að sjá skáldið glíma á fleiri og víðari sviðum. í bókina vantar hvergi mildi og hlýleika en hún er kannski heldur dapurleg og surns stað- ar mætti vera meiri og ákveðnari snerpa. A því er enginn vafi ef bókin hefur verið lesin af alúð þá fann þó hver, sem nokkuð niður gróf, hlýju, eins og undir vöfðum voðum — Hitt er meira vafamál hvort menn hafa eins oft fundið þar „neista undan hörðum hóf“. NjörSur P. NjarSvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.