Orð og tunga - 01.06.2002, Side 22

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 22
12 Orð og tunga ... Einhvern tíma í sumar vorum við kona þín að tala um atriði þau, sem jeg skrifaði þjer um, þegar Wiehe fór, sjerstaklega um hvernig koma mætti fyrir stórum orðum, svo að ekki væri alt of erfitt að fletta upp í þeim. Hún kannaðist við það, eins og jeg, að þegar maður flettir upp í stórum orðabókum og rekur sig á merkingaaðgreiningar, sem fylla margar síður, þá liggur manni oft við að láta hugfallast, sjerstaklega ef orðasamband það, sem maður í það og það skiftið er að leita að, er ekki vel greinilegt. Ef t.d. útlendingur, sem lítið kynni í málinu, ætlaði að fletta upp orðasambandinu „e-ð gefur að merkja“, þá getur honum orðið leit að því að finna það, því að merking orðsins gefa í þessu sambandi er alls ekki ljós. — Jeg var mikið að velta þessu fyrir mjer, bæði áður en jeg skrifaði þjer og eftir að jeg fjekk svar þitt og datt mjer að lokum í hug aðferð, sem mjer fanst ekki fráleit, og bar hana undir konu þína. Henni leist vel á hana og til þess að geta betur dæmt um kosti hennar og ókosti, rjeðst jeg í það að raða einu stóru orði eftir þessari nýju aðferð. (Jeg ruglaði þó auðvitað ekki röðinni í kössunum.) Þegar jeg var búinn að ganga frá þessu, sýndi jeg konu þinni og Guðm. landlækni, sem jeg af hendingu rakst á, og líkaði þeim báðum vel. Jeg vildi ekki bera þetta undir fleiri fyr en þjer hefði gefist kostur á að athuga það. — Þá er best að lýsa aðferðinni, sem jeg hugsa mjer aðeins beitt við stór orð (sagnir, forsetningar), ef þú á annað borð telur hana til bóta. — Jeg hef alt af litið svo á, og þú líklega líka, að orðabókin ætti fyrst og fremst að vera „praktísk”, en auðvitað að öðru leyti vísindaleg, eftir því sem kostur væri á. Hvernig átti nú að samrýma þetta? Mjer fanst það hugsanleg leið að fara að, eins og jeg hef gert í sýnishorninu, er jeg sendi þjer: raða fyrst höfuðmerkingum vísindalega en með sem fæstum dæmum, en taka síðan dæmin út af fyrir sig í strangri stafrofsröð. Um stafrofsröðina er þó það að segja, að fyrst hef jeg þau orðasambönd, þar sem sögnin er ekki í beinu sambandi við ákveðið orð, eða í breytilegu sambandi, t.d. hannfer, hvenœr sem gefur, e-ð gefst vel (illa), e-r er vel (illa) gefinn. — Síðan koma þau dæmi, þar sem sögninni fylgja einhver orð í meira eða minna föstum samböndum og því raðað alveg eftir stafrofsröð. Þegar menn hafa áttað sig á þessu, þá vita menn það, að öll sambönd með gefa á eru framarlega í dæmasyrpunni: t.d. gefa á (jötuna), gefa á hann, það gefur á o.s.frv.; hins vegar öll sambönd með gefa upp aftarlega í dæmaröðinni, t.d. gefa e-n upp, gefa upp (í boltaleik), gefa e-m upp á, gefa e-m upp í sig o.s.frv. — Höfuðkosturinn við þessa aðferð er sá, að þá yrði ekki erfitt að fletta upp og að ekki þyrfti sjerstaklega vísindalegan hugsanagang til þess að hafa fult gagn af bókinni. Hins vegar er ókosturinn sá, að þetta er ekki eins áferðarfallegt eins og strangvísindaleg niðurröðun. Þó er þar til að svara, að hver sá sem athuga vildi nákvæmar eitthvert dæmi, sem hann hefði fundið í dæmasyrpunni, gæti með hægu móti borið það saman við merkingarskrána í byrjun orðsins, og þá að jafnaði greinilega sjeð, hvað í orðinu felst. — Þá hef jeg nefnt aðalkost og aðalgalla. En ýmislegt fleira er athugavert. T.d. losna orðabókarmennirnir við vandræðaleg heilabrot út j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.