Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 52

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 52
42 Orð og tunga 3.2 *rahna- í frumgermönsku var -na- (< ie. *-no-) ekki lengur frjó afleiðsluending, en germönsk mál geyma þó allmörg nafnorð (sem flest eru erfð úr indóevrópsku) og nokkur lýs- ingarorð, fornöfn og töluorð sem mynduð eru með henni. Lýsingarorðin eru ýmist frumstofnar (leidd af sagnrótum) eða eftirstofnar (myndaðir af atviksorðum og nafn- orðum). Frumstofnar lýsingarorða sýna einkenni lýsingarhátta og getur merking þeirra verið bæði germyndar- og þolmyndarleg, sbr. fhþ. gern ‘sá er girnist e-ð, gráðugur’, fsax. gern, fe. jeorn ‘gráðugur, ákafur’, ísl. gjarn (ennfremur gotn. faihugairns (ai = [e]), físl. fégiarn ‘fégráðugur’) < ie. *ghérno- ‘sá er girnist e-ð’ : fsax. torn ‘bitur, sorgbitinn’,fe. torn ‘bitur, sár, grimmur, hræðilegur’, mhþ. zorn(e) ‘reiður’ < ie. *drnó- ‘rifinn, klofinn’ 'l(sbr. find. dTrná- ‘örvilnaður, ruglaður’ < frumindóír. *dr[H]ná-).32 Slík lýsingarorð sýna e-, o- og hvarfstig rótar, en í þolmyndarmerkingu hafa þau venju- lega hvarfstig. Dæmin hér að ofan hafa e- og hvarfstig. Dæmi um o-stig eru t.d. (f)ísl. meinn ‘skaðlegur, meinsamur o.fl.’, fhþ. mein ‘falskur, svikráður’ < frg. *maina- < ie. *mo]no- ‘sá er skiptir eða víxlar’,33 físl.feikn ‘ógurlegur, skaðvænn’, fhþ.feihhan ‘sviksamlegur, illgjarn’ < frg. *faikna-. Islenzka hefur orðið járánn, sem reyndar virðist aðeins koma fyrir hjá þjóðskáld- inu Matthíasi Jochumssyni (sjá OH), nánar tiltekið í þýðingu kvæðisins „Heimþrá“ (.Heimlengt) í ljóðabálknum „Bóndanum“ (Bonden) eftir norska skáldið Anders Hovd- en. Erindið sem geymir umrætt orð hljóðar svo (Matthías Jochumsson 1956-1958: II 149): Aldrei, nei aldrei ég festi hér fót, fáránum stend ég á grunni; enginn mér sinnir, og sveitin er ljót, sést hvergi’ á fjallshlíð né unni, ókunn er tungan, og ólystar-rót oss í munni. Og samsvarandi erindi í frumtexta er þannig (Hovden 1902: 19-20): Aldri, nei aldri mitt Hjarta slær Rot her i den framande Grunnen, Mannen er vyrdlaus og Grendi er ljot, Hugnaden aldri vert funnen, illa so hpver det framande Knot meg i Munnen. Samanburður þessara texta sýnir að Matthías notar orðið fáránn sem þýðingu á no. framande. Reyndar hefði orðmyndinframandi (eðaframanda) verið vel nothæf hér; hún 31 Um merkingarþróunina ‘riíinn’ > ‘órór, vanstilltur’ sjá þ. zerrissen. 32í indóírönsku hefur viðkomandi rót víxlmyndir með og án barkaopshljóðs (//). 33Germ. *ga-maini- ‘sameiginlegur’ í gotn. gamains, fhþ. gimeini, fe. jemœne o.s.frv. (ss lat. commiinis ‘þ.s.’ < *kom-mojni-) er hins vegar eignarsamsetning (bahuvrThi) leidd af nafnorðinu *momo- ‘skipti’ (sbr. lit. máinas ‘þ.s.’); merking hennar var ‘sá sem hefur samskipti (við e-n)’.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.