Orð og tunga - 01.06.2002, Side 66

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 66
56 Orð og tunga rákar eru í ömefnaskrám Suðursveitar, mest áberandi í löndum Kálfafells, Sléttaleitis og Breiðabólstaðar, og síðan í örnefnaskrám úr Öræfum, í löndum Kvískerja, Hnappavalla, Svínafells og Skaftafells og í Ingólfshöfða. Rákum bregður fyrir í Fljótshverfi og á Síðu en eru úr sögunni eftir það, utan hvað eitt dæmi fannst í Mýrdal og eitt í Austur- Eyjafjallahreppi. Sjaldnast fylgja nákvæmar lýsingar, þó koma fyrir skilgreiningar eins og „grasrák", „klettabelti“ „grasból eða hvammar" og í Berjarák á Breiðabólstað í Suðursveit „vex oft mikið af bláberjum" (Örn.). Stundum er ljóst af umsögn, að rákar hafa verið gengnar. I landi Sléttaleitis er Göngurák „sem komast má alla leið austur á Steinadal" (Örn.), og til er Siggurák í Svínafelli, sem Sigríður gekk til að ná í kindur „og þótti djarft af kvenmanni" (Örn.). Vikið skal nú að votlendinu: Orðið blá er algengt í Múlasýslum báðum og virðist haft þar um mýrar og er víða notað sem ömefni, annaðhvort einstakt eða í samsetningum. Blá getur merkt 'mýri, svæða, flói þar sem grasið stendur upp úr vatninu’ (OM) eða ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni eða krapa’ (ÍO). í Austur-Skaftafellssýslu fannst Litla-Sefblá í Miðskerslandi (Örn.). 1 Flatey er „rot, sem hét B/á, í henni var blástör, því kölluð Blá“ (Örn.). Engar blár verða síðan á vegi fyrr en kemur vestur í Meðalland. Þar eru þær fjölmargar með ýmsum nöfnum. Samkvæmt lýsingum eru blár í Meðallandi líklega blautari en þær fyrir austan, stundum kallaðar tjarnir. Blámar voru vaxnar stör eða fergini sem var slegið og þurrkað. í eldri gerð af ömefnaskrá Koteyjarhverfis segir að margar tjarnir í Meðallandi og Álftaveri séu kallaðar Blár og muni það vera vegna blástarar í þeim. Hvort þessi skýring er rétt skal ósagt látið en hún kemur heim og saman við lýsinguna á Blá í Flatey hér á undan.2 í Bakkakotslandi var Pálsblá, allt að mittisdjúp ferginisblá og við hana hlóðir og þar þvegin ull. Þarna var líka Vakarblá, ferginiskíll, þar sem var skolaður þvottur og pikkaðar vakir á ísinn þegar þess þurfti (Örn.). Fleiri dæmi eru um að þvottur hafi verið skolaður í blánum eða þvegin ull. Fuglalíf hefur eflaust verið mikið á blánum og við þær og þess er getið að skotgarðar hafi sums staðar verið við blár í Meðallandi. Skotblá heitir í landi Langholts og Feðga. Við hana markaði fyrir skotgarði. „Þar var legið fyrir fugli, er settist á blána" (Örn.). Á uppdrætti af Skurðbæ er Jóelsblá sem (samkvæmt skýringum við uppdráttinn) fékk nafn af því að Jóel Sigurðsson reið yfir blána og hefur líklega þótt tíðindum sæta. I Álftaveri eru fáeinar blár; það eru grynningar í vatni og síki með fergini og stör, t.d. Rjúpnablár í Jórvík (Örn.), og í landi Holts eru dælur nefndar Blár (Örn.). Lengra vestur verða blár ekki raktar, þær finnast engar eftir að kemur í Mýrdal og vestur í Rangárvallasýslu. Annað orð um votlendi er rot. Rot getur verið ‘fúablettur í mýri’ eða ‘lygnt, djúpt síki með gróðri í, ferginstjöm’ (OM). Rot em víða í kringum Hornafjörð, í Nesja- og Mýrahreppi. Þeim er lýst sem tjömum og oft með gróðri, helst fergini, en stundum stör. Marhálmsrot heitir í landi Bakka á Mýmm; þar var kúnum hleypt í marhálminn, en önnur rot, sem voru með fergini, voru skorin (Örn.). I bókinni Þjóðhœttir og þjóðtrú, sem hefur að geyma frásagnir Sigurðar Þórðarsonar frá Bmnnhól á Mýmm, skráðar af Þórði Tómassyni í Skógum, er heyskapar- og engjalöndum nokkuð lýst: „Rotin, sem 2Blástör er annað heiti á tegundinni tjamastör (carex rostrata) sem er mjög stórvaxin stör með 4-7 mm breið blöð, blágræn að lit (Hörður Kristinsson, 282, 299).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.