Orð og tunga - 01.06.2002, Page 93

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 93
Veturliði Óskarsson Fóviti - fóveti - fógeti í þessari grein verður fjallað um orðin eða orðmyndimarfóviti,fóveti og fógeti og reynt að grennslast fyrir um aldur þeirra, uppruna og innbyrðis tengsl. 1 Orðsifjar Orðið fógeti er eitt þeirra tökuorða sem öðlast hafa hefðarrétt í íslensku þrátt fyrir nokkuð framandlegt útlit. Það var í upphafi haft um umboðsmann eða fulltrúa sem stjórnaði Islandi í umboði hirðstjóra eða höfuðsmanns (Björn Þorsteinsson & Bergsteinn Jónsson 1991:494). Orðið er talið hafa borist inn í norræn mál úr mlþ. voget sem hefur það úr mlat. vocatus ‘málafærslumaður’ < lat. advocatus ‘talsmaður; tilkallaður’. Orðið var snemma tekið upp í þýsku, fhþ. vogat (8. öld), fsax.fogat (sbr. Kluge 1995:866; Pfeifer 1997:1521). Ekki er útilokað að gómmælta samhljóðið hafi verið lokhljóð ([g]) í fyrstu (tæpast [k], það hefði komið fram í ritmyndum orðsins) en eins og í norrænum málum var /g/ annars önghljóð á milli sérhljóða í gamalli þýsku (sbr. t.d. Lasch 1914:182 um miðlágþýsku) og hefur væntanlega fljótt fengið það hljóðgildi í þessu tökuorði. Að minnsta kosti er víst að í miðháþýsku og miðlágþýsku var þarna önghljóð. Auk ritmynda eins og mhþ./mlþ. ‘voget’ eru í báðum málum (málstigum) næg dæmi um ritmyndimar mhþ. ‘voet’, mlþ. ‘voit’ o.s.frv. sem sýna að önghljóðið hefur (getað) verið mjög veikt og nálgast að vera hálfsérhljóð ([u]). Ritmyndir eins og mhþ. ‘vogt’, mholl. ‘voocht’ sýna að einkvæð mynd var einnig til (= þý. Vogt). Ýmsar ritmyndir koma fyrir í frændmálum íslenskunnar. í handriti frá um 1300 af hinum danska Flensborg Stadsret koma t.d. fyrir ‘foghæt’ og ‘foghdæn’ og í dönskum 14. aldar textum sjást dæmi um ritmyndir með ‘w’: ‘fowdæ’ (fornbréf frá um 1397); þetta verður algengara í yngri textum (t.d. ‘fowet’ í bréfabók Esrom-klausturs frá um 1497 *). í 16. aldar bréfum á dönsku sem varða Island koma einstaka sinnum fyrir ritmyndir eins og ‘fovite’ og ‘fovet’, t.d. „wor fovite paa Jslandt“ DI 9:432, 1527 (afrit 1 Brendum-Nielsen (1928:41 og 1932:153). Sjá nánar sama höfund (1932:152-153) um breytinguna [y]—>[w] /o— í fomdönsku og sama stað fom- og miðdönsk dæmi um orðið foged. Sbr. líka dæmi í Kalkar 1:581-582 og 5:263. 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.