Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 16.–19. desember 20166 Fréttir Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd Sat fyrir eldri ekkjum í bílastæðakjallara K arlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald grunaður um fjárkúgun. Var honum gefið að sök að hafa reynt að blekkja eldri konu til að greiða sér allt að 300 þús- und krónur. Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn stundað það að koma sér fyrir í bílastæðakjallara í Glæsibæ. Þar hefur hann fylgst með eldri konum og tekið niður bílnúmer á ökutækjum þeirra þegar þær voru að yfirgefa bílastæðahúsið. Maðurinn notaði bílnúmerið til að finna út hvar konurnar áttu heima. Hafði hann svo samband símleiðis, laug því að hann væri að hringja fyrir lögfræðistofuna Lögvá og að viðkomandi kona hefði ekið á barn. Tekið skal fram að ekki er til nein lögfræðistofa með þessu nafni. Til að komast hjá kæru bauð hann konunni að borga skaðabætur og málið yrði látið niður falla. Lögreglan er með önnur tilvik af svipuðum meiði til rannsóknar og eru meintir brotaþolar í flestum til- vikum eldri konur. Upp komst um málið þegar maðurinn hringdi í konu sem hann taldi að væri ekkja. Brá henni mikið að heyra að hún hefði slasað barn og lét eiginmann sinn hafa símann sem áttaði sig á að maðkur var í mysunni. Kærðu hjónin málið til lögreglu. Í kjölfarið var gerð húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Veistu meira um málið, sendu okkur skeyti á abending@dv.is n ritstjorn@dv.is „Þetta er eins og að upp- lifa stöðuga jarðskjálfta“ n Íbúar langþreyttir á látlausu ónæði n Einn flúði að heiman og gistir hjá vinafólki É g er gjörsamlega að sturlast á þessu ástandi. Þetta er eins og að upplifa stöðuga jarðskjálfta,“ segir Helga Nótt Gísladótt- ir, íbúi við Vesturgötu, í sam- tali við DV. Ástandið sem um ræðir eru framkvæmdir verktakafyrirtækis- ins Mannverks á Naustreit í miðbæn- um, sem afmarkast af Tryggagötu, Norður stíg og Vesturgötu. Háværar framkvæmdir hafa staðið yfir síðan um miðjan ágúst og var áætlaður verktími 10–12 vikur. Verkið hefur taf- ist um rúman mánuð og ekkert útlit er fyrir að það klárist í bráð. Niðurrif, kæra og almennt vesen Framkvæmdirnar við Tryggvagötu hafa verið milli tannanna á fólki allt frá því að verktakafyrirtækið Mann- verk reif niður svokallað Exeter-hús á reitnum í leyfisleysi. Það hús var byggt árið 1904 og var friðað. Eftir talsvert moldviðri baðst fyrirtækið afsökunar og hét því að endurreisa húsið í upprunalegri mynd. Síðan þá hefur fyrirtækið átt í góðu sam- starfi við Minjastofnun um endur- uppbygginguna. Niðurrifið var kært til lögreglu og er sú kæra enn í ferli. Jarðvegsframkvæmdir við Naustreit hófust þann 18. ágúst síð- astliðinn samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Naustreitsins. Áætluð verlok voru í byrjun nóvember. Rúm- um tveimur vikum eftir áætluð verk- lok barst tilkynning inn á heima- síðu Naustreits um vinnu við losun klappar sem taka átti 2–3 daga. Síð- an þá hefur hávaðinn verið ærandi og flestir íbúar í nærliggjandi húsum reyna að forðast eftir fremsta megni að vera heima hjá sér fyrr en um kvöldmatarleytið á virkum dögum. Það eiga þó ekki allir kost á því. Sprengjuhöllin vannýtt gullnáma „Ég er að jafna mig eftir krabba- meinsaðgerð og þetta hefur verið hreint helvíti að búa við þetta. Hér nötrar allt frá átta að morgni og fram til rúmlega 18, alla virka daga og stundum um helgar líka,“ segir Helga Nótt, þegar hún tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á heim- ili sínu. Hún kallar húsið „Sprengju- höllina“ og grínast með að ferða- þjónustufrömuðir hefðu átt að sjá sér leik á borði og leyfa erlendum ferðamönnum að upplifa íslenska jarðskjálfta í allri sinni dýrð. „Þeir gætu setið hérna með kaffi og nötr- að allan daginn. Þetta er eiginlega vannýtt gullnáma,“ segir Helga Nótt og hlær. Hún er fyrrverandi loðdýra- bóndi en hennar helsta verkefni nú er að reyna að ná fyrri heilsu, með húmorinn að vopni. Lifir kannski í ár með hár „Ég á að byrja í lyfjameðferð eftir áramót en er að íhuga hvað ég geri. Kannski ákveð ég að lifa í ár með hár,“ segir hún glettin. Óhætt er að segja að hávaðinn sé ærandi, takt- föst höggin berast að utan og nísta í merg og bein. Allt leikur á reiðiskjálfi innandyra. „Það er hægt að sýna ákveðinn skilning á því að ónæði fylgi svona framkvæmdum. Hins vegar er glórulaust að hefja fram- kvæmdir svona snemma á daginn og um helgar á maður að fá frið. Það er að mínu mati mannréttindabrot að hafa þetta yfir sér um helgar,“ segir Helga Nótt. Flúði að heiman DV heyrði í nokkrum nágrönnum Helgu sem allir höfðu sömu sögu að segja. Hávaðinn væri ærandi en þeir sem eru í vinnu á hefðbundnum skrifstofutíma eru þolinmóðari gagnvart ástandinu. „Ég reyni að vera í vinnunni fram yfir kl.18 á hverjum degi og þá verð ég ekki var við þetta. Hins vegar er ég með útlendinga í heimsókn og þetta er erfitt fyrir þá,“ segir einn viðmælandi sem ekki vill láta nafn síns getið. Annar nágranni Helgu Nætur, James Falama, vinnur á næturvöktum og þarf því að hvílast yfir daginn. „Ég flúði að heiman fyrir rúmum mánuði og gisti hjá vina- fólki. Þetta er afar hvimleitt ástand sem ég er að verða mjög þreyttur á. Það er ekki möguleiki að sofa í þess- um hávaða,“ segir James. Byrjuðu seinna en auglýst var „Við hörmum þau óþægindi sem nágrannar okkar verða fyrir vegna framkvæmdanna. Þessari jarðvegs- vinnu lýkur á allra næstum dögum og þá tekur uppbyggingin við,“ segir Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, í samtali við DV. Að hans sögn hefur fyrirtækið reynt að vanda sig í hvívetna til þess að sem minnst ónæði verði af framkvæmdum en tafirnar á framkvæmdunum megi rekja til breytts verklags. „Við hófum ekki klapparlosun fyrr en 11. október, mun seinna en fyrst var auglýst. Það kom í ljós að klöpp- in var lausari í sér en talið var í fyrstu og þá var ákveðið að nota svokallað- an „vökvaripper“ til þess að kroppa hana upp. Við höfum því ekki þurft að sprengja eina einustu sprengju og aðeins þurft að beita fleygun í nokkrum tilvikum. Þær aðferðir valda mun meira raski,“ segir Hjalti. Þá nefnir hann að Mannverk hafi, í samstarfi við byggingafull- trúa Reykjavíkurborgar, leitað allra leiða til þess að gera framkvæmd- irnar bærilegar fyrir nærliggjandi umhverfi. „Við beittum svokallaðri saumtækni, eða saumborun, þar sem allur úthringurinn er boraður til þess að rjúfa hljóð – og hristings- leiðni til nærliggjandi lóða. Það er óhjákvæmilegt að þétting byggð- ar skapi tímabundin óþægindi sem þessi en við róum að því öllum árum að halda þeim í lágmarki,“ segir Hjalti. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Helga Nótt Gísladóttir Nágrannar við uppbyggingu Mann- verks að Tryggvagötu eru orðnir langþreyttir vegna ónæðis sem fylgir framkvæmdunum. MyNd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.