Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 16.–19. desember 2016 Fréttir 15 jólagjöfin í ár! Þráðlausu Touch heyrnartólin fást www.mytouch.rocks Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki. Einnig er hægt að svara í símann með þeim. fæst á www.mytouch.rocks Verkefni Upphæð í kr. Hinsegin dagar í Reykjavík 300.000 Jólahátíð fatlaðra 250.000 Miðbaugs-minjaverkefnið /Equator Memorial Project 300.000 Rannsókn á trausti Íslendinga til fjármálastofnana 300.000 Alls veitt af ráðstöfunarfé ráðherra: 1.150.000 kr. Fjármála- og efnahagsráðherra Fáir en stærri hjá Bjarna Bjarni Benediktsson hefur aðeins styrkt fjögur verkefni það sem af er ári og virðist vera að vinna með að styrkja frekar færri verkefni um hærri fjárhæðir en mörg minni. Upphæðin, 1.150 þúsund krónur, er sú lægsta sem nokkur ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur veitt úr skúffu sinni í ár, en kannski viðeig- andi að ráðherra fjármála og efnahags sýni slíka ráðdeild. Svona eyddu ráðherrar 31 n 118 milljónum veitt í styrki frá 2013 n Lilja setti 1,8 milljónir í að endurnýja tölvur n Guðni Th. endurgreiddi styrk eftir forsetakjörið Verkefni Upphæð í kr. Dagsetning Ráðherra Guðni Th. Jóhannesson c/o HÍ, styrkur v. útgáfu um viðurkenningu Íslands á Eystrasaltsríkjunum 150.000 (1) 30. mars Gunnar Bragi Þjóðdansahópurinn Sporið í Borgarnesi v. kynningar á ísl. þjóðdönsum í Vesturheimi 250.000 7. apríl Gunnar Bragi Kómedíuleikhúsið Ísafirði v. leikferðar til Spánar 250.000 7. apríl Gunnar Bragi Landsbyggðavinir v. „Framtíðin er núna“ 150.000 7. apríl Gunnar Bragi Landgræðsla ríkisins v. „Grazing in a changing Nordic region“ í Hörpu 300.000 7. apríl Gunnar Bragi Árni Snævarr, c/o Upplýsingaskrifstofa SÞ, v. sýningar heimildamyndar Demain um umhverfismál í Bíó Paradís 100.000 27. apríl Lilja King Hussein Cancer Foundation, Jórdaníu www.khcc.jo/ í minningu Stefaníu Rein- hardsdóttur, aðalræðismanns Íslands í Jórdaníu 125.000 23. maí Lilja Anna Gyða Sigurgísladóttir, Andrea Björk Andrésdóttir og Berglind Sunna Stefáns- dóttir, c/o Reconesse ehf. v. „European Celebration of Women in Computing“ 75.000 4. ágúst Lilja Skákfélagið Hrókurinn, styrkur vegna leiðangurs til Ammassalik-svæðisins á Grænlandi 250.000 10. október Lilja Utanríkisráðuneytið, til endurnýjunar á tölvubúnaði fyrir starfsmenn 1.848.000 15. nóvember Lilja Gunnar Bragi Sveinsson: 950.000 kr. Lilja Alfreðsdóttir: 2.398.000 kr. Alls veitt af ráðstöfunarfé ráðherra: 3.348.000 kr. (1) Guðni Th. Jóhannesson endurgreiddi styrkinn 1. júlí 2016, 6 dögum eftir forsetakosningar og mánuði áður en hann tók formlega við embætti. Utanríkisráðherra Lilja endurnýjaði tölvur starfsfólks fyrir 1,8 milljónir – Guðni Th. endurgreiddi styrk Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra nýtti 1,8 milljónir af ráðstöfunarfé sínu til að endurnýja bágborinn tölvukost starfsmanna utanríkisráðuneytisins þann 15. nóvember síðastliðinn, rúmum tveimur vikum eftir kosningar. Er þetta langhæsti styrkurinn sem nokkur ráðherra veitti af skúffufé sínu á árinu 2016 en alls veitti hún tæpar 2,4 milljónir í styrki af skúffufé sínu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur endurnýjun á tölvubúnaði fyrir starfsmenn þess gengið hægt vegna aðhalds í rekstri. Tölvukostur hafi því verið orðinn bágborinn og nauðsynlegt að bæta úr því. „Ráðherra valdi að flýta fyrir endurnýjuninni og nýta hluta af sínu ráðstöfunarfé til þess. Tölvudeild ráðuneytisins var falið að kaupa búnaðinn og fylgja þar reglum sem gilda um innkaup hins opinbera.“ Óhætt er að fullyrða að Lilja hafi ekki skaðað vinsældir sínar meðal starfsmanna með þessari ákvörðun. Lilja tók við embætti af Gunnari Braga Sveinssyni þann 8. apríl síðastliðinn en greint hafði verið frá því að Gunnar Bragi nýtti síðasta dag sinn í utanríkisráðuneytinu til að veita 950 þúsund krónum í styrki, vitandi að hann væri á leið í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrastólinn. Athygli vekur að nokkrum dögum áður, þann 30. mars hafði Gunnar Bragi veitti Guðna Th. Jóhannessyni, styrk upp á 150 þúsund krónur. Tekið er fram í svari ráðuneytisins að styrkurinn hafi verið verið endurgreiddur 1. júlí, eða 6 dögum eftir forsetakosningar þegar ljóst var að Guðni væri á leið á Bessa- staði og mánuði áður en hann tók formlega við embætti. upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöf- unarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Sérhverjum er heim- ilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Í reglum forsætisráðu- neytisins er miðað við að ráðherra sé heimilt að styrkja málefni og verkefni sem „stuðla að framgangi íslenskra hagsmuna og til almannaheilla.“ Um- sóknum þurfa að fylgja upplýsingar um umsækjanda, til hvers styrkurinn er ætlaður, kostnaðaráætlun og fjár- hæð styrks. Forsætisráðuneytið, í þessu tilfelli, getur síðan gert kröfu um að styrkþegi skili að verkefni loknu greinargerð um framgang þess og ráðstöfun styrksins. Ef það kem- ur í ljós að styrkfé hafi ekki verið var- ið í þeim tilgangi sem ætlað var getur ráðuneytið krafist endurgreiðslu. Almennt er það þó svo að það er ákvörðun hvers og eins ráðherra hvort hann styrki aðeins málefni sem heyra undir verksvið hans ráðuneyti, eða leiti út fyrir þann ramma. n milljón af Skúffufé Sínu í ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.