Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Page 18
Helgarblað 16.–19. desember 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Orð og efndir Birgittu Fyrirheit Birgittu Jónsdóttur, þing- konu Pírata, um að benda ekki á einn flokk um- fram annan sem sökudólg hvað varðar viðræðu- slit flokkanna fimm entust ekki lengi. Birgitta stóð býsna kok- hraust fyrir framan blaðamenn á Bessastöðum og sagði að hún vildi ekki kenna neinum um að stjórnarmyndunarviðræðurnar hefðu strandað. Ekki leið heill sólar hringur þar til þessi fögru fyrirheit voru fokin út um glugg- ann og Birgitta var farin að kenna Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum um allt sem miður hefði farið. Það er þetta með orðin og efndirnar. Vildu Sigurð Kára til SA Þrátt fyrir að ráðning Halldórs Benjamíns Þorbergssonar í starf framkvæmdastjóra SA hafi almennt mælst afar vel fyrir í íslensku atvinnu- lífi þá eru ekki allir á eitt sáttir við þá niðurstöðu. Vit- að er að innan sjö manna framkvæmdastjórnar SA var ekki einhugur um að ráðn- inguna. Þannig beittu sumir í framkvæmdastjórninni sér fyrir því, einkum og sér í lagi Jens Garð- ar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að Sig- urður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, yrði ráðinn fram- kvæmdastjóri samtakanna. Sú skoðun fékk hins vegar lítinn hljómgrunn á meðal meirihluta stjórnarmanna enda þótt ýms- ir áhrifamenn tengdir Kaupfélagi Skagfirðinga og stærstu útvegsfyr- irtækja landsins hafi þrýst mjög á að Sigurður Kári fengi starfið. ljúffengur morgunmatur alla daga Kaffivagninn / Grandagarði 10, 101 Rvk. Sími: 551 5932 / www.kaffivagninn.is Opið virka daga frá 07:30–18:00 og um helgar frá 09:30–18:00 gamla höfnin Hann hótaði sprengju- árás á Reykjavík Jens Viktor og félagar sáu mann lúberja konu. – DV Þetta var mögnuð kærleikssprengja Vinir Halldórs Braga komu honum á óvart á afmælinu. – DV Vissum að það þurfti eitthvað að breytast Helga og Tómas léttust um 43 kíló á fimm árum. – DV N ýjustu fréttir herma að hafið sé að flytja uppreisnarmenn og fjölskyldur þeirra í Austur- Aleppo á brott. Vonandi heldur það samkomulag. Við höf- um of oft fengið fréttir frá þessum slóðum af samkomulagi um vopna- hlé sem ekki hefur haldið. Hryll- ingnum verður að linna. Undan- farið höfum við fylgst með íbúum Aleppo sem margir hverjir hafa á samfélagsmiðlum sent áhrifamikil skilaboð til umheimsins um skelf- inguna sem þeir búa við. Þetta eru einstaklingar sem hafa horft upp á fólk myrt með köldu blóði og búa sig undir að þannig kunni jafn- vel að fara fyrir þeim sjálfum. Í hættulegu umhverfi þar sem mannslíf eru lítils metin er auðvelt fyrir þessa einstaklinga að trúa því að heimin- um standi á sama um örlög þeirra. Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF, sendi á dögunum frá sér til- kynningu og minnti á þau sannindi að stríðið í Sýrlandi bitni ekki síst á börnum. Í tilkynn- ingunni sagði einnig að heims- byggðin horfði aðgerðarlaus á hörmungarnar. Það er samt ekki al- veg þannig. Stríðsherrum heimsins stendur á sama um íbúa Aleppo, mannfall í styrjöld er í hugum þeirra einung- is nauðsynlegur fórnarkostnaður. Síðan er það því miður þannig að Sameinuðu þjóðirnar, göfug stofn- un sem mark ætti að vera tekið á, hafa ekki haft mátt til að takast á við það verkefni að koma þar á friði. Um allan heim er hins vegar fólk sem býr yfir þeim hæfileika að geta sett sig í spor annarra og finn- ur til með þeim sem þjást. Þetta er venjulegt fólk sem vill lifa frið- sælu lífi, fjarri stríðsátökum. Bless- unarlega hefur það flest fengið þá ósk sína uppfyllta. Það hefur hins vegar of lengi fylgst með blóðugum átökum í Aleppo og hefur jafnlengi spurt: Af hverju stöðvar enginn þetta blóðbað? Þessu fólki stendur ekki á sama um örlög íbúa Aleppo. Það eina sem það getur gert er að sýna að því standi ekki á sama og hvetja um leið þjóðarleiðtoga til að beita sér. Þess vegna fer þetta fólk út á götur til að sýna samstöðu með þeim sem enn lifa í Aleppo og minnast þeirra sem hafa dáið. Þessi sam- staða er sýnileg. Tökum örfá dæmi af fjölmörgum. Í hinni heillandi stórborg París var slökkt á ljósum Eiffel-turnsins til að minnast fórnar lambanna í Aleppo. Á torgi í Amsterdam var kveikt á kertum og sömuleiðis í Bern í Sviss. Stríðinu var mótmælt við Downing-stæti og í Istanbúl. Í Madrid vörpuðu samtökin Læknar án landamæra myndum af loftárás á sjúkrahús. Í átökunum um Aleppo er enginn sigurvegari en ótal fórnarlömb. Um- heiminum stendur sannarlega ekki á sama. Eins og hefur sýnt sig á undanförnum dögum. Nú á aðventunni getum við Íslendingar lagt okkar af mörkum með því að styðja við þau hjálpar- samtök sem veita stríðshrjáðum aðstoð í Aleppo og Sýrlandi. Það er virðingarvottur sem vert væri að veita í aðdraganda hátíðar sem börnin njóta svo mjög. n Okkur er ekki sama um Aleppo Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Skautasvell Það er gaman að leika sér á skautum. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af hlýju veðrinu á rafkældu svellinu á Ingólfstorgi. mynd SiGTryGGur Ari „Þess vegna fer þetta fólk út á götur til að sýna sam- stöðu með þeim sem enn lifa í Aleppo og minnast þeirra sem hafa dáið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.