Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 37
Helgarblað 16.–19. desember 2016 Lífsstíll 29 Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Njálgur er hvimleiður gestur Einkenni og meðferð N jálgur er lítill bráðsmitandi sníkjuormur sem getur sýkt fólk á öllum aldri þótt hann sé algengastur í börnum. Barn sem sýkt er af njálg á því auðvelt með að smita t.d. aðra í fjöl­ skyldunni. Njálgurinn er algengasta sníkju­ dýrið sem sýkir menn og er þekktur um allan heim sem mjög hvimleiður gestur. Fólk verður fyrir þó nokkrum óþægindum af völdum hans en hann veldur sjaldnast neinum skaða. Kvennjálgurinn er ca. 10 mm. að lengd, mjór og ílangur en karlnjálgur­ inn ca. 4 mm. að lengd og oft hlykkj­ óttur. Hvernig sýkist maður af njálg? Egg njálgsins smitast frá endaþarmi sýkts einstaklings í hluti eins og fatn­ að, rúmföt, leikföng o.fl. og þaðan með snertingu eða með ryki. Eggin geta lifað í 2–3 vikur t.d. á fyrrnefnd­ um hlutum og í feldi húsdýra. Eggin geta einnig borist með innöndun í nef eða munn, þeim er kyngt niður í maga og berast þaðan í þarma þar sem njálgurinn klekst út, oftast inn­ an 2–5 vikna. Algengasta smitleiðin er talin vera frá fingrum upp í munn. Fullþroskaður kvennjálgurinn fer á stjá að nóttu til og fer hlaðinn eggjum að endaþarmsopinu. En af hverju á nóttunni frekar en öðrum tímum sólarhrings? Það er talið stjórnast af lækkun á líkamshita mannsins á nóttunni. Þegar njálgur­ inn kemur að endaþarmsopinu verp­ ir hann gríðarlegum fjölda eggja sem setjast í húðfellingarnar þar allt í kring. Ormurinn drepst við þetta. Þess ber að geta að fjöldi ormanna getur líka verið mikill og þeim mun fleiri ormar þeim mun meiri smithætta. Eggin eru umlukin límkenndu efni sem veldur því að þau festast auðveldlega við það sem á vegi þeirra verður, eins og nær­ föt og rúmföt. Eggin geta lifað af fyrir utan lík­ amann í allt að þrjár vikur við stofuhita. Endursýking getur einnig orðið þannig að eggin klekist fljótt út og nýir ormar fara af stað aftur upp í enda­ þarminn og vítahringurinn heldur áfram. Hver eru sjúkdómseinkennin? Flestir þeir sem sýkjast af njálg finna fyrir miklum kláða við endaþarminn sem ágerist síðla kvölds og á nóttunni. Límkennda efnið sem umlykur egg njálgsins og hreyfingar kvennjálgsins þegar hann ferðast niður að enda­ þarmsopinu eru þættir sem valda þeim mikla kláða sem einkennir þennan sjúkdóm. Þessi mikli kláði kallar á að fólk klóri sér og þegar það er gert er hringrásinni gjarnan haldið við. Þessu átta börn sig að sjálfsögðu ekki á og því þarf að beita öllum ráð­ um til að láta þau hætta klórinu. Húð­ in í kringum endaþarminn verður rauð og aum og allt þetta leiðir til óróa og pirrings hjá þeim sem fyrir verður. Hjá kvenfólki gerist það stundum að njálgurinn fer upp í leggöng og veldur þar kláða, bólgu og pirringi. Svefntruflanir koma oft fyrir og mikill kláði hefur stundum í för með sér sár og e.t.v. sýkingar upp úr því ef ekkert er að gert. Það eru því sjaldnast hættulegar afleiðingar sem njálgurinn hefur í för með sér en óþægindin eru þeim mun meiri og finnst fólki þetta hinn ógeð­ felldasti sjúkdómur og vill þegar hann uppgötvast allt gera til að losna við hann. Hvernig er sjúkdómurinn greindur? Sjúkdómsgreiningin er oftast auðveld og felst í því að greina orma og/eða egg við endaþarmsopið. Ormarnir sjást með berum augum við svæðið kringum opið og einnig í saur. Þeir eru litlir, hvítir og mjóir og eru allir á iði. Þegar grunur er um njálgsýkingu hjá barni er best að skoða endaþarms­ opið snemma að morgni áður en barnið vaknar. Hentugt er að nota tunguspaða eða álíka áhald, setja gagnsætt límband á það með lím­ hliðina út og strjúka yfir húðfellingar við endaþarminn. Eggin getur lækn­ ir auðveldlega greint undir smásjá en ormarnir sjást eins og áður sagði með berum augum. Hver er meðferðin við njálg? Meðferðin felst í að drepa njálginn með lyfjum. Hér á landi eru skráð tvö lyf sem það gera. Lyfin heita Vanquin og Vermox og eru hvort tveggja til sem töflur og mixtúra. Vanquin er selt í lausasölu í apótekum en til að fá Vermox þarf fólk að fá lyfseðil frá lækni. Hvaða fleiri ráðstafanir þarf að gera til að útrýma njálg fullkomlega? Það að gefa lyfin er ekki nægileg ráð­ stöfun því ekki er síður mikilvægt að gæta fyllsta hreinlætis. Þvo skal sitjanda og húðsvæð­ ið í kring daglega með vatni og sápu. Hendur skal þvo oft, sérstaklega eftir klósettferðir. Halda skal nöglum hreinum og stuttum. Passa skal að börn setji fingur ekki upp í munninn. Sofa í náttbuxum eða buxum sem liggja þétt að. Skipta ber um nærföt og náttföt daglega. Skipta skal um og þvo sængurföt oft. Notuð föt skal þvo sama dag og skipt er um þau. Baðkar, baðherbergisgólf og salernissetu skal þrífa daglega. Leikföng, hurðarhúna og aðra hluti sem líklegir smitstaðir eru, skal þvo vandlega. Við kláða má fjarlægja njálg með snyrtipinna eða einhverju álíka. Njálg er oft að finna í fellingunum við endaþarmsop. Þvo skal svæðið vel á eftir. Njálgur leggst ekki á gæludýr, en egg þeirra geta leynst í feldi dýr­ anna. Þvoið því hunda og ketti oft­ ar en venjulega. Ef settum reglum er fylgt þá á útilokun njálgsins að tak­ ast með þolinmæði og samviskusemi og ef fólk vill reyna að fyrirbyggja að þessi miður skemmtilegi gestur komi aftur í heimsókn er ekkert eitt ráð til. Ekki er hægt að útiloka alveg að fólk sýkist heldur einungis viðhalda góðu hreinlæti á heimilum og fylgjast afar vel með börnum þar sem smit get­ ur breiðst mjög fljótt út, t.d. á barna­ heimilum og í skólum þar sem börn eru oft í mikilli snertingu sín á milli. n Svona er best að eiga við lúsina N ú er lúsin farin að stinga sér niður eina ferðina enn í skól­ um landsins. Lúsin fer ekki í manngreinarálit, það geta allir smitast, en smit er algengast hjá 3–11 ára börnum. Lúsin er afar hvimleið, en hún er ekki á neinn hátt hættuleg. Meðferð við lús er ekki alltaf einföld, sérstaklega ef ekki er nægjanlega vandað til hennar í upp­ hafi og oft þarf að meðhöndla aðra í fjölskyldunni eða nánasta umhverfi þess smitaða. Það er hægt að fá lúsameðal án lyfseðils í næstu lyfjaverslun, þessi efni eru borin í hárið í þeim tilgangi að drepa lúsina og nitin. Afar mikil­ vægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum sem fylgja. Samhliða því þarf jafnframt að: n Skoða aðra í nánasta umhverfi n Meðhöndla þá sem eru með lús samtímis n Kemba skal daginn eftir að meðferð var beitt til að athuga hvort meðferðin hafi heppnast og síðan er nauðsyn­ legt að kemba annan hvern dag í 10 daga þar á eftir n Endurtaka skal meðferðina sjö dögum eftir upphaflegu meðferðina n Reynst hefur ágætlega að frysta höfuðföt, kodda, tuskudýr og annað þvíumlíkt í að minnsta kosti 4 klst. við –20°C. Hér á landi eru á markaði nokkrar tegundir efna til meðhöndlunar á lúsasmiti. Þessi efni eru ólík og er nauðsynlegt að kynna sér kosti og galla þeirra þegar ákveðið er hvaða efni skal valið. Starfsfólk apótekanna er vel að sér um eiginleika efnanna og hefur jafnvel þekkingu á því hvernig þau hafa reynst. Leitið því endilega ráða í næsta apóteki ef upp kem­ ur lúsasmit á heimilinu, fylgið ná­ kvæmlega leiðbeiningum þess efnis sem valið er að meðhöndla með. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.