Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 16.–19. desember 201614 Fréttir R áðherrar ríkisstjórnarinnar út­ deildu alls rúmlega 31,5 millj­ ónum króna af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja hin ýmsu verk­ efni og málefni á árinu 2016. Alls hafa ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks veitt 118 milljónum króna til styrkþega frá því að ríkisstjórn flokkanna tók við árið 2013. DV óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá hverju ráðuneyti yfir úthlutanir af ráðstöfunarfé ráðherra, sem oftast er kallað skúffufé, það sem af er árinu 2016. Óskað var eftir upplýsing­ um um fjárhæð, styrkþega, tilefni styrk­ veitingar og hvenær hver styrkur var veittur. Þar sem ráðherraskipti höfðu orðið á árinu var beðið um sundurliðun úthlutana eftir ráðherrum. Meðal þess sem ráðherrar vörðu fjármunum ríkisins í að þessu sinni var að styrkja knattspyrnufélag Litla­ Hrauns, svo hægt væri að fá þjálfara til að stýra reglulegum æfingum og þá notaði utanríkisráðherra rúmlega 1,8 milljónir króna í að endurnýja tölvu­ kost starfsmanna ráðuneytisins í síð­ asta mánuði, svo fátt eitt sé nefnt. Athygli vekur einnig að Guðni Th. Jó­ hannesson, forseti Íslands, ákvað að endurgreiða styrk frá utanríkisráð­ herra eftir að ljóst var að hann yrði for­ seti. Einhverjir ráðherrar hafa haldið áfram að veita styrki eftir kosningar. 118 milljónir á kjörtímabilinu Svörin sem fengust voru misítarleg. Sum ráðuneyti veittu upplýsingar um dagsetningar styrkjanna en hjá öðrum fengust þær upplýsingar ekki. Óskað var eftir upplýsingum um styrk­ veitingar ársins 2016 sérstaklega þar sem þegar hafði verið greint frá út­ hlutunum áranna 2013, 2014 og 2015 í Fréttablaðinu í byrjun þessa árs. Upp­ lýsingar um úthlutanir 2016 höfðu hins vegar ekki birst áður, fyrr en nú. Árin á undan höfðu ráðherrar alls úthlut­ að 86,7 milljónum króna samkvæmt þeim upplýsingum sem Fréttablaðið birti, en að viðbættum fjárútlátum ráð­ herranna í ár nemur heildarupphæðin rúmlega 118 milljónum króna. Reglulega gagnrýnt Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöf­ unarfé ráðherra í hverju ráðuneyti þá eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur margoft verið gagnrýnt í gegnum tíðina, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkis­ fé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum. Í hverjum fjárlögum er ákveðin Svona eyddu ráðherrar 31 n 118 milljónum veitt í styrki frá 2013 n Lilja setti 1,8 milljónir í að endurnýja tölvur n Guðni Th. endurgreiddi styrk eftir forsetakjörið Þessu höfðu ráðherrar útdeilt áður Árin 2013, 2014 og 2015 n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra: 5,4 milljónir n Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra: 7,9 milljónir n Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra: 8,4 milljónir n Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra: 9,1 milljón n Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra: 7,1 milljón n Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra: 5,5 milljónir n Sigurður Ingi Jóhannsson, þáv. sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra: 7,2 milljónir n Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráð- herra (tók við 1. jan. 2015) ráðuneytið heyrði undir Sigurð Inga þar á undan: 6,5 milljónir n Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra: 13,1 milljón n Ólöf Nordal innanríkisráðherra (frá des. 2014) þar áður Hanna Birna Kristjánsdóttir: 16,5 milljónir Alls úthlutað af ráðherrum á árunum 2013–2015: 86,7 milljónir Alls að árinu 2016 meðtöldu: 118 milljónir Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Forsætisráðherra Átta styrkir eftir að hann varð forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson veitti tæpa milljón í styrki af ráðstöfunarfé sínu áður en hann sagði af sér í kjöl­ far Wintris­málsins í byrjun apríl. Sig­ urður Ingi Jóhannsson, sem þá tók við hefur síðan veitt 1,1 milljón króna í átta verkefni, eftir að hafa haldið að sér höndum í þeim efnum í sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðuneytinu. Með­ fylgjandi tafla sýnir veitta styrki frá 1. janúar til 8. desember. Verkefni Upphæð í kr. Ráðherra Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík 31. maí–3. júní 2016, Þekkingarnet Þingeyinga, Ragnar Stefánsson 500.000 Sigmundur Davíð Vopnafjarðarskóli, Lego hönnunarkeppni á Tenerife 150.000 Sigmundur Davíð Íþróttasamband lögreglumanna, Sigvaldi Eggertsson, - Eftir einn ei aki neinn - átak gegn ölvunarakstri 30.000 Sigmundur Davíð Barnaspítali Hringsins, Sólveig S. Hafsteinsdóttir barnalæknir. Ráðstefna NOBHO/NOBOS, um krabbamein hjá börnum 27.–31. maí 2016 300.000 Sigmundur Davíð Afrika Lole - til að halda Fest Afrika 2016 50.000 Sigurður Ingi Kór Langholtskirkju, til að halda uppi menningarstarfi fyrir ungt fólk 100.000 Sigurður Ingi Skákfélagið Hrókurinn, Hrafn Jökulsson, vegna verkefna Hróksins á Grænlandi og Íslandi 50.000 Sigurður Ingi Jóhann Friðrik Friðriksson, málþing um mikilvægi heilsueflingar 100.000 Sigurður Ingi Haukur Arnþórsson, rannsókn, ritun og útgáfa bókar um störf Alþingis í aldarfjórðung 1991–2016 300.000 Sigurður Ingi Hinsegin dagar í Reykjavík 2016 200.000 Sigurður Ingi Karlakór Reykjavikur, Gestur Svavarsson, vegna kostnaðar við 90 ára afmæli árið 2016. 150.000 Sigurður Ingi Jólahátíð fatlaðra, André Bachmann Sigurðsson 150.000 Sigurður Ingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: 980.000 kr. Sigurður Ingi Jóhannsson 1.100.000 kr. Alls veitt af ráðstöfunarfé ráðherra: 2.080.000 kr. milljón af Skúffufé Sínu í ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.