Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2016, Blaðsíða 48
Helgarblað 16.–19. desember 2016 99. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Og hún vill fá þær á stundinni! Hjörvar horfir á HM í pílukasti n Íþróttafréttamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Hjörvar Hafliðason, er alæta á íþróttir en eitt af því skemmtileg- asta sem hann gerir er að horfa á pílukast. Milli jóla og nýárs mun langþráður draumur Hjörvars rætast en þá heldur hann til Lundúna til að horfa á HM í pílu- kasti í Alexandra Palace. Hjörvar greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hann birti mynd af bók- uninni á mótið sem fer fram þann 29. des- ember. „Já, já. Þetta verður öm- urlegt,“ sagði hann í stuttri færslu. Alfreð í jólaskapi n Íslenski landsliðsframherj- inn Alfreð Finnbogason, sem leikur með FC Augsburg í þýsku Bundesligunni, tók sér pásu frá knattspyrnunni á dögunum og ákvað að útdeila smá jóla- skapi. Íbúum Augsburg veitir ekki af að gleyma gengi liðsins á vellinum og finna sér annað til að gleðjast yfir og þar kom Al- freð sterkur inn. Á Twitter-síðu liðsins mátti sjá mynd af Alfreð útdeila jólaglögg á jólamark- aði í borginni. Viðskiptavinirn- ir virtust kunna vel að meta brjóstbirt- una og Al- freð bar sig fagmann- lega að. Aðeins nokkrum dögum síðar var þjálf- ari Alfreðs rekinn, en liðið situr sem stendur í 13. sæti Bundesligunnar. Ásdís ögrandi á heimaslóð n Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir birti myndir úr nýjasta fyrirsætuverkefni sínu á Facebook-síðu sinni á fimmtudag. Þar deilir hún tveimur myndum sem lofa góðu og upplýsir Ásdís að myndaserían beri yfirskriftina „Getto girl“ og að myndirnar séu teknar í Breiðholti þar sem hún hafi alist upp. Ljósmyndarinn er Saga Sig og af sýnishornunum að dæma verð- ur um afar töff og sjóðheita seríu að ræða. Ásdís er þar klædd í svart leður frá toppi til táar með derhúfu merkta sér á höfð- inu. A rnþrúður Karlsdóttir hefur fyrir hönd Útvarps Sögu stefnt Stundinni. Krefst hún 7,5 milljóna króna í bætur. Málið var þingfest í héraðsdómi síð- astliðinn þriðjudag. Málið varðar notkun á ljósmynd sem Stundin birti fyrst á vef sínum í mars 2015 en titill greinarinnar var „ Arnþrúður klæddi sig í búrku“. Þá sagði í upp- hafi greinarinnar að Arnþrúður hefði varpað fram eftirfarandi spurningu: „Munu útvarpsmenn framtíðarinnar líta svona út?“ Í stuttu samtali við DV sagði Arnþrúður að hugmyndin hefði kviknað eftir umræðu í samfélaginu um mögulega peningagjöf frá Sádi- Arabíu vegna byggingar mosku í Reykjavík. Í stefnunni segir að myndin hafi verið birt 15 sinnum og fer Útvarp Saga fram á 500 þúsund krónur í bætur fyrir hverja birtingu. „Þetta er ekki blaðamennska. Þetta eru skipulögð níðskrif,“ segir Arnþrúður. „Myndin er ítrekað not- uð með níðskrifum um stöðina og mig persónulega. Ég neyðist til að fara þessa leið. Það hefur verið ósk- að eftir því að myndin verði ekki notuð, vegna þess að þetta er ekki búrka en Stundin ákvað að svo væri.“ Málið er rekið af Lárusi Sigurði Lárussyni og var það þingfest nú í vikunni. Þar segir að myndin hafi verið birt á tímabilinu 6. mars 2015 til 13. júlí 2016. Þann 13. júlí skrifaði Áslaug Karen Jóhanns- dóttir grein þar sem hún greindi frá hótunum sem henni bárust eftir grein sem hún skrifaði um Út- varp Sögu. Ef myndin var birt í þeirri umfjöllun, þá er hana alla vega ekki lengur að finna þar. Aðspurð af hverju hafi ekki verið orðið við því að hætta að nota myndina svarar Arn- þrúður: „Þetta er bara Reynir Trausta- son gegn mér og Útvarpi Sögu.“ Hún bætir við að Reynir hafi haft horn í síðu henn- ar og stöðvarinnar frá árinu 2004. „Við höfum aldrei fengið skýr- ingar á því. Við höfum margsinnis óskað eftir að fá að vita af hverju það stafar en aldrei fengið svör.“ n Arnþrúður vill 7,5 milljónir frá Stundinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.