Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 4
Fyrir þig í Lyfju Andaðu með nefinu • Loft innan fárra mínútna • Ilmur af mentól og eukalyptus Otrivin Otrivin/Otrivin Junior/Otrivin Comp/Otrivin Menthol nefúði, lausn. Inniheldur Xýlómetazólínhýdróklóríð. Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. 15%afsláttur* *Afsláttur af öllum Otrivin tegundum. Gildir út febrúar 2017. Otrivin-Andadu-5x10-Lyfja 15% copy.pdf 1 30.1.2017 13:18 Vinnumarkaður Nýlokið verkfall sjómanna kostaði atvinnuleysis- tryggingasjóð á bilinu 550 til 600 milljónir króna. Hráefnisskortur í fiskvinnslu meðan á verkfallinu stóð er meginskýring þessarar upphæðar. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar, segir greiðslur úr atvinnuleysistryggingasjóði vera ákvarðaðar í fjárlögum hvers árs þó sjóðurinn standi ágætlega. „Við erum að taka saman kostnað- inn. Vonandi rúmast þessi fjárútlát innan fjárhagsramma ársins en við gerum okkur vonir um að þurfa ekki á aukafjárveitingu að halda vegna verkfalls sjómanna. Það ræðst hins vegar af því hvort atvinnuleysi hald- ist enn lágt,“ segir Gissur. Samkvæmt Hagstofunni var atvinnuleysi í janúar 4,1 prósent af vinnuafli og jókst um 1.400 manns frá áætluðum fjölda atvinnulausra í desember. – sa Bætur kostuðu 600 milljónir umhVerfismál Sporðamælingar sem gerðar voru á 32 stöðum í fyrra- haust sýna að jöklar eru að hopa á nítján stöðum en ganga fram á fjórum. Þetta kemur fram í pistli Bergs Einarssonar í nýjasta frétta- bréfi Jöklarannsóknarfélags Íslands. Bergur segir ljóst að verði afkoma jökla neikvæð árum saman, líkt og hafi verið að undanskildum árunum 2014 og 2015, þá minnki jöklar og sporðar þeirra hverfi. „Vert er að hafa í huga að þessar breytingar eru því miður á ábyrgð okkar mannfólksins og það er lík- lega frekar bölvun en blessun að lifa á áhugaverðum tímum,“ skrifar Bergur. – gar Bölvun að lifa áhugaverða tíma Á Snæfellsjökli. Fréttablaðið/SteFÁn Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu- málastofnunar samfélag Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýn- inga á Íslandi. Í rannsókn Kvenrétt- indafélags Íslands og Stockholms feministiska filmfestival sem náði til allra kvikmynda sem teknar voru til sýningar í íslenskum, dönskum og sænskum kvikmyndahúsum árið 2016 er kynjahlutfallið verst á Íslandi. 93 prósent kvikmynda sem voru teknar til sýninga í íslenskum kvik- myndahúsum árið 2016 var leik- stýrt af körlum. Rannsóknin á Íslandi náði líka til dagskrár RÚV. Hlutfallið var hið sama samkvæmt rannsókninni, 93 prósent kvik- mynda sem sýndar voru á RÚV 2016 var leikstýrt af körlum. Niðurstöðurnar sýna að nánast allar sögur sem við horfum á á hvíta tjaldinu eru eftir karla. Kvik- myndir eiga að spegla ólíka reynslu- heima og það að fólk kynnist aðeins sögum karla gefur mjög skakka mynd af samfélaginu. Stóra verk- efni kvikmyndaiðnaðarins eins og hann leggur sig er að minnka þetta kynjabil, við getum ekki haft þetta svona lengur,“ segir Fríða Rós Valdi- marsdóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands, sem greinir frá niður- stöðum rannsóknarinnar. Í dag býður Kvenréttindafélag Íslands, WIFT á Íslandi, Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival til sam- ræðna í Bíói Paradís um kynjabilið í kvikmyndaiðnaðinum undir yfir- skriftinni „Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu“. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, segir niðurstöð- urnar sláandi. „Þetta kom mér mjög á óvart, ég hélt þetta væri ekki svona rosalega slæmt. Þetta er samt staðan í heim- Mjög mikið hallar á konur í íslenskum kvikmyndahúsum Fríða rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir miður að reynsluheimur kvenna sé ekki meira til umfjöll- unar í íslenskum kvikmyndahúsum. boðað er til samræðu um kynjabilið á hvíta tjaldinu í bíó Paradís í dag. Fréttablaðið/ernir ÍSland Um rannsóknina Rannsóknin var unnin sem hluti af verkefninu „Öka jämställdheten inom filmbranschen i Norden“, í samvinnu Stockholms feministiska filmfestival, Kvinderådet í Danmörku og Kvenréttindafélags Íslands. inum í dag þó að í Svíþjóð hafi hlut- fallið verið skárra. Leiðin út úr þessu er aukin meðvitund og umræður. Bíóhúsin þurfa að setja upp kynja- gleraugun. Það er ábati af því fyrir alla. Myndir eftir og um konur hafa til dæmis verið söluhæstar í Banda- ríkjunum í ár. Þar er að aukast með- vitund með góðum árangri,“ segir Dögg. Mikilvægt sé að gefa konum tækifæri til inngöngu í iðnaðinn. „Ég veit að stóru myndverin í Bandaríkjunum eru að þjálfa konur upp. Þar af er ein íslensk kona, Tóta Lee, sem fær þjálfun til þess að leik- stýra risastórum kvikmyndum.“ Dögg segir jákvæð teikn á lofti og vonast til þess að niðurstöður á næsta ári verði betri konum í vil. Þáttaröðin Fangar sem sýnd var á RÚV þykir henni hafa verið til fyrir- myndar og nýjar reglur hjá Kvik- myndasjóði lofi góðu. „Konur eru að gera fullt af myndum og nú verður unnið eftir nýju kvikmyndasamkomulagi hjá Kvikmyndasjóði um að það eigi að úthluta jafnt til karla og kvenna og taka tillit til kynjabilsins við mat á umsóknum,“ segir Dögg. kvikmynda tekinna til sýninga í íslenskum kvik- myndahúsum var leikstýrt af körlum 93% Karlar voru 84% handritshöfunda Karlar voru 75% framleiðenda Karlar voru 71% aðalsöguhetja Aðeins 4,5% kvikmynda sýndra í íslenskum kvik- myndahúsum 2016 var bæði leikstýrt af konu og höfðu konu í aðalhlutverki 4,5% danmörK kvikmynda tekinna til sýninga í dönskum kvik- myndahúsum var leikstýrt af körlum 87% 80% Karlar voru 84% handritshöfunda Karlar voru 74% framleiðenda Karlar voru 69% aðalsöguhetja SVÍþjóð kvikmynda tekinna til sýninga í sænskum kvik- myndahúsum var leikstýrt af körlum Karlar voru 74% handritshöfunda Karlar voru 69% framleiðenda 90% heimsókna í kvikmyndahús var á kvikmyndir sem leikstýrt var af körlum (aðsókn) 93 prósent kvikmynda í íslenskum kvikmynda- húsum árið 2016 var leikstýrt af körlum. Þetta kemur fram í ný- birtri rannsókn Kven- réttindafélags Íslands og Stockholms feminist- iska filmfestival. 6% Aðeins 6% kvikmynda sýndra í dönskum kvik- myndahúsum 2015 var bæði leikstýrt af konu og höfðu konu í aðalhlutverki Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö s T u D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -4 B B 4 1 D 1 3 -4 A 7 8 1 D 1 3 -4 9 3 C 1 D 1 3 -4 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.