Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 13
Nú liggur fyrir Alþingi frum-varp um að leyfa sölu á áfengi, þ.m.t. vodka og brennivín, í matvöruverslunum. Flutningsmenn frumvarpsins hafa viðurkennt að áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Það er ekki sami hlutur að drekka hálfan lítra af vodka og hálfan lítra af mjólk svo dæmi sé nefnt. Enginn er dómbær og allsgáður sem hefur drukkið hálfan lítra af vodka, ólíkt þeim sem drakk mjólkina. Áfengi er vímugjafi og að okkar mati á það ekkert erindi í venjulegar verslanir, heldur þvert á móti ætti að takmarka aðgengi að því vegna eðlis og þeirrar skaðsemi sem það veldur. Í gegnum árin hefur ríkt íhaldssöm stefna í áfengismálum á Íslandi. Sem merki um það var sala á áfengum bjór leyfð árið 1989 eftir 70 ára bann. Frá því ári til ársins 2007 jókst áfeng- isneysla á hvern Íslending 18 ára og eldri um 66%, eða úr 4,53 l á mann árið 1988 í 7,53 l á mann árið 2007, þegar áfengisneyslan náði hámarki. Síðan hefur dregið úr henni og var áfengisneysla árið 2015 um 7,35 l á hvern Íslending. Áfengisvarnarstefna íslenskra stjórnvalda hvílir á fjórum þáttum, forvörnum, háum áfengiskaupa- aldri, háum áfengissköttum og tak- mörkuðu aðgengi að áfengi. Stefna Íslands í áfengismálum hefur verið í samræmi við forvarnarstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í áfengismálum sem eru háir áfengisskattar, takmarkað aðgengi og bann við auglýsingum á áfengi. Frumvarpið gengur gegn tveimur af þessum þremur meginstoðum í for- varnarstefnu WHO. Ef frumvarpið nær fram að ganga munu áfengisaug- lýsingar verða leyfðar í fjölmiðlum og aðgengi að áfengi mun aukast. Í dag rekur ÁTVR 50 verslanir, en ef frumvarpið nær fram að ganga mun verslunum þar sem áfengi verður selt fjölga í 250 verslanir um land allt. Sérfræðingar sammála Ekki þarf að efast um, að ef frum- varpið verður að lögum mun áfengis- neysla á Íslandi aukast. Um það eru allir sérfræðingar sammála sem vinna við lýðheilsu og forvarnir. Meira að segja viðurkenna sumir flutnings- menn frumvarpsins sjálfir að svo muni fara. Það er staðreynd að aukin áfengisneysla leiðir til fleiri félags- legra vandamála, meiri ölvunarakst- urs, fleiri heimilisofbeldismála, fleiri skilnaða, fleiri áfengistengdra dauðs- falla, fleiri tapaðra vinnustunda vegna áfengisneyslu. Stofnanir samfélagsins (félagsþjónusta, heilbrigðiskerfið, lög- regla o.s.frv.) munu verða fyrir meiri tilkostnaði (mannskap og fé) í að glíma við afleiðingarnar. Það er óboð- legt í greinargerð með frumvarpinu að hvergi er minnst á afleiðingar aukinnar áfengisneyslu. Í sænskri rannsókn var fjallað um hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa sölu áfengis í matvöruverslun. Ölvunarakstri, árásum, dauðsföllum og veikindadögum myndi fjölga og ef tölurnar yrðu heimfærðar fyrir Ísland myndi tilfellum ölvunarakst- urs þannig fjölga um 230 á ári, árásum um 700 á ári og dauðsföllum vegna meiri áfengisnotkunar um 70 á ári. Veikindadögum myndi fjölga um 390 þúsund (T. Norström og fleiri: Potential consequences of replacing a retail alcohol monopoly with a private licence system: results from Sweden). Því er eðlilegt að spurt sé? Af hverju er verið að leggja fram þetta frum- varp? Er verið að þjóna velferðar- hagsmunum almennings með þessu frumvarpi? Almenningur hefur ekki kallað eftir þeim breytingum og áhættu sem frumvarpið felur í sér. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Almennings eða þröngra viðskipta- hagsmuna verslunarinnar? Áfengi í matvörubúðir? Gunnar Ólafsson heilsuhagfræð- ingur Guðjón S. Brjánsson alþingismaður Öðru hverju sjást í fjölmiðlum frásagnir foreldra sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að börnin þeirra hafa eytt tugum eða hundruðum þúsunda í einhvers konar tölvuleikjaspil. Sögurnar eru yfirleitt svipaðar. Foreldrar eða börn hafa hlaðið niður tölvuleik á síma eða tölvu. Leikurinn sjálfur er gjarnan ókeypis eða ódýr og fljótlega er einhver á heimilinu kominn á bólakaf í að spila. Færnin í leiknum eykst hröðum skrefum og stigin hrannast upp. Leikmaðurinn klifrar hratt upp alþjóðlega virðingar- stiga í leiknum og er jafnvel kominn í samskipti við alls konar fólk um heim allan. En sá böggull fylgir skammrifi að til þess að vera samkeppnishæfur til lengdar þá þarf leikmaðurinn að kaupa alls kyns viðbætur við leikinn eða hugsanlega að borga aukalega fyrir að geta spilað lengur. Um þetta snýst viðskiptaáætlun framleiðand- ans; að gefa eða selja ódýrt til sem flestra til þess að geta fundið þá örfáu sem tilbúnir eru til þess að borga miklu meira til þess að auka ánægju sína af leiknum. Yfirleitt eru upphæðirnar lágar í hvert skipti; kannski nokkrir hundraðkallar til þess að kaupa nýjan leikmann eða komast inn á nýtt „level“. En margt smátt verður eitt stórt og eftir nokkrar vikur eða mánuði taka foreldrarnir eftir því að búið er að eyða svimandi upphæðum til viðbótar í leiki sem ýmist voru gefnir frítt í upphafi eða kostuðu sáralítið. Kynningartilboð Viðskiptahættir af sama meiði eru vel þekktir. Áskriftardagblöð og fjölmiðlar eiga það til að senda fólki ókeypis eintök eða opna dagskrána og bjóða jafnvel upp á hin rausnar- legustu kynningartilboð fyrir nýja áskrifendur í þeirri von að þeim líki varan (eða málflutningurinn) svo vel að þeir séu tilbúnir til þess að greiða fullt áskriftarverð síðar. Ekkert óheiðarlegt eða óeðlilegt er við þessa viðskiptahætti. Það mætti jafnvel frekar kalla þetta fyrirtaksþjónustu heldur en ágenga sölumennsku. Sumir taka þetta skrefinu lengra. Rakvélaframleiðandinn Gillette er frægur fyrir að selja sköftin hræódýrt en moka svo inn peningum þegar notendur kaupa ný rakvélablöð, sama má segja um þá sem framleiða tölvuprentara; þeir eru seldir býsna ódýrt en svo kostar arm og legg að fylla á blekið. Flestum finnst þessir viðskiptahættir pirrandi, en þeir eru ekki í eðli sínu óheiðarlegir. Fyrsti skammturinn frír En þó eru miklar og varasamar undantekningar á þessu. Þegar dóp- salar gefa „fyrsta skammtinn“ þá er það sannarlega ekki gert í þeim til- gangi að gefa kúnnanum tækifæri til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvort hann vilji halda viðskiptunum áfram. Þar er tilgangurinn sá að veiða í fórnarlamb í net óbrjótandi fíknar. Svona viðskiptahættir tíðkast einnig hjá þeim sem standa að fjár- hættuspili. Spilavíti beita alls kyns aðferðum til þess að ginna fólk inn, meðal annars með því að bjóða upp á ókeypis áfengi, ódýra hótelgistingu og ýmiss konar annan munað. Leik- irnir í spilavítinu eru svo hannaðir til þess að gera fólk háð spennunni og æsingnum. Ef í ljós kemur að hinn nýi við- skiptavinur á erfitt með að hemja sig við spilaborðið þá hafa spilavítin ráð undir rifi hverju til þess að rýja hann inn að skinni áður en honum er kastað öfugum og snauðum aftur út á gangstétt. Fórnarlömb eða viðskiptavinir Því miður ástundar stór hluti tölvu- leikjaiðnaðarins svipuð vinnubrögð og siðferði og þekkist hjá dópsölum og harðsvíruðum fjárhættuspiladólg- um. Leikirnir sem líta út fyrir að vera sakleysisleg afþreying eru beinlínis hannaðir til þess að nýta veikleika fólks og brjóta niður mótstöðuþrek þess gegn ágengu peningaplokki eða auglýsingaflóði. Leikirnir eru hannaðir út frá aðferðum, sem margir af færustu sál- fræðingum heims taka þátt í að móta, og hafa þann tilgang að toga notand- ann sífellt dýpra ofan í gerviveröldina sem leikurinn býður upp á þangað til hann sést ekki fyrir í metnaði sínum eða týnir sér í sefjunarmætti leiksins og verður háður honum. Fólki á öllum aldri er hætt við að láta í minnipokann fyrir þessum sál- fræðihernaði—og þegar það gerist þá er mikilvægt að skilja að við gætum átt við ofurefli að etja. Þægindi eða þrældómur Eigendur snjallsíma og -tölva þekkja flestir að í þeim er varla friður fyrir sífelldum spurningum um hvort forritið megi senda tilkynningar í tíma og ótíma. Í ofanálag er stöðugt verið að bjóða upp á þau „þægindi“ að geta keypt alls kyns drasl með því að smella einu sinni á „OK“ takkann í stað þess að hamra inn lykilorð. Þetta hefur vitaskuld ekkert með þægindi að gera heldur er það aðferð til þess draga fólk oftar inn í forrit og leiki sem það hefði annars ekki notað; og til þess að draga úr allri fyrirstöðu við peningaeyðslu á netinu. Hvort sem tölvuleikir og smá- forrit eru að stela af okkur tíma og peningum þá verður það ekki umflúið að ábyrgðin er okkar sjálfra. Þjófnaðurinn á sér stað með sam- þykki okkar. En þótt samþykki fyrir þjófnað- inum sé til staðar er hæpið að tala um að hann eigi sér stað með vitund okkar og vilja. Algleymi tölvunnar getur nefnilega rænt okkur hvoru tveggja—og í ofanálag er að verða til sífelld þróaðri hugbúnaður sem mælir leiðir til þess að finna veikustu blettina á hverjum einstökum notanda og nýta þá til peninga- plokks og tímasóunar. Foreldrar barna sem lenda í þessum gildrum tölvuleikjanna ættu því ekki að reiðast þeim. Þetta er ójafn leikur sem hver sem er á hættu á því að tapa. En það er líklegt að það gildi sama um tölvuleikjafíkn og aðra fíkn; fyrsta skrefið í að vinna bug á henni er að gera sér grein fyrir henni og hugsanlega að úthýsa þeim freistingum—að minnsta kosti tíma- bundið—sem valda vandamálinu. Og þegar maður velur tölvuleiki til að spila þá gæti borgað sig að kaupa frekar vandaða leiki sem greiddir eru fyrirfram heldur en að fá fyrsta skammtinn frítt. Peningaplokkandi tölvuleikir Þórlindur Kjartansson Í dag OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND, ENGIHJALLA, VESTURBERGI OG ARNARBAKKA VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU Iceland er með úrvalið: ALLIR SEM VERSL A FYRIR 8.000 K R. EÐA MEIRA OG BORGA MEÐ N ETGÍRÓ FÁ GJAFA KORT FRÁ DUNKIN DON UTS Ger Súkkulaðibolla Irish Coffie Bollur Vatnsdeigs súkkulaðibollur Vatnsdeigsbananabollur Daim kaffibollur Kókos Rjómabolla Berlinarrjómabolla m/hesilhnetukremi Krakkahringir m/karamellu Krakkahringir m/súkkulaði BAKARÍS - BOLLUR B ÍS - BOLLUR NÝTT ! ALLAR T EGUNDI R AÐEINS Í ENGIHJ ALLA 399 VATNSDEIGSBOLLUR FRÁ MYLLUNNI KR 6 STK. 369 ST. DALFOUR SULTUR ALLAR TEG. KR 284 G 699 MAGNUM ÍS 3 TEG. KR 440 ML BASKIN ROBBINS 499 4. TEGUNDIR KR 500ML MARS 10PK 399 SNICKERS 10PK KR 338G/355G s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 13F Ö s T u d a g u R 2 4 . F e B R ú a R 2 0 1 7 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -4 B B 4 1 D 1 3 -4 A 7 8 1 D 1 3 -4 9 3 C 1 D 1 3 -4 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.