Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 62
Við höfum ekkert endilega Verið í samhengi Við tíðarandann. DJ PLAY FOLLOW Föstudagsplaylista Lífsins má einnig finna á Spotify undir notandanafninu Vísir. LAg FLYtJAnDi föstudags- playlisti Lífsins DJ Dóra Júlía setti saman lagalista Lífsins að þessu sinni. Þeir sem kunna vel að meta listann henn- ar Dóru ættu að skella sér á Sæta svínið í kvöld en þar dj-ar Dóra á föstudagskvöldum. Dóra Júlía Hypnotize Notorious B.I.G. Bills, Bills, Bills Destiny's Child Sexual NEIKED, Dyo No Lie Glowie Gold Kiiara Bonbon Era Istrefi Elskan af því bara GKR Cool Girl Tove Lo Shining DJ Khaled, Beyoncé, JAY Z 365 er framsækið fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki sem veitir lifandi og upplýsandi þjónustu við landsmenn, 365 daga ársins. 365 starfar á öllum sviðum fjölmiðlunar; sjónvarps- og útvarpsrekstri, blaðaútgáfu og vefmiðlun, auk þess að bjóða fjarskiptaþjónustu, bæði net og farsíma. Félagið á auk þessa Midi.is sem annast miðasölu á mannfagnaði og viðburði, svo sem á leiksýningar, tónleika, kvikmyndasýningar, íþróttaleiki og fleira. Hjá 365 starfa um 410 manns. 365 óskar eftir góðu fólki SÖLUMAÐUR AUGLÝSINGA Auglýsingadeild Fréttablaðsins óskar eftir röskum sölumanni á stærsta prentmiðil landsins. Helstu kröfur: - Reynsla af sölumennsku æskileg. - Góð almenn tölvukunnátta. - Sjálfstæði í starfi og geta unnið í hópi. - Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum. - Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á: www.365.is undir „laus störf“. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Stefnt er að því að umsækjandi hefji störf hið fyrsta. Þeir sem sáu GusGus spila á tónlistarhátíðinni Sónar um seinustu helgi fundu smjörþefinn af því sem koma skal á nýjustu plötu GusGus sem kemur út í september. „Það var mikilvægt fyrir okkur að spila á Sónar, bæði vegna þess að það er svo frábært að hafa svona alvöru elektrónískt festival á Íslandi og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum í núverandi formi á Íslandi, ég og Daníel. Við höfum túrað í þessu formi erlendis og svona mun hljómsveitin GusGus birtast á næstu plötu,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira. Biggi segir áhorfendur hafa tekið vel í GusGus eins og sveitin lítur út núna. „Þetta var bara frábært kvöld, við vorum aðeins að prófa ný lög sem verða á næstu plötu. Þetta verður meira teknó og new wave. Á þessum tónleikum tókum við lög af öllum plötum GusGus en skildum slagarana okkar, Over og Arabian Horse, eftir heima,“ segir Birgir sem er orðinn spenntur að koma nýjustu plötunni frá sér. „Nú er vinnslan komin á það stig að maður er orð- inn óþreyjufullur að fara að klára. Við erum búnir að vera með þessar hugmyndir á borðinu í eitt ár en fáum nú loks frið fram á vor til að klára þetta dæmi og koma því út.“ Birgir segir tónleikana á Sónar hafa verið vel sótta. „Salurinn var smekkfullur og það er gaman að sjá hvað yngra fólkið tekur okkur gömlu teknórefunum vel,“ segir hann og hlær. „Við opnuðum tón- leikana á nýju lagi og fólk kom til okkar eftir tónleikana sem hafði misst vatnið yfir þessu lagi. Við vorum dáldið í teknógírnum á þess- um tónleikum og það er kannski ekki fyrir alla en á Sónar var það alveg málið.“ Aldrei verið eitthvað kúl Það er ansi breiður hópur sem fylg- ist með GusGus og tónlistin þeirra fellur í kramið hjá fólki öllum aldri. En hver er galdurinn? „Við höfum haft ákveðna sérstöðu hérna á Íslandi og höfum aldrei verið hluti af einhverri ákveðinni senu sem hefur verið í tísku. Við höfum aldr- ei verið eitthvað kúl en við höfum verið síbreytileg og þá er kannski alltaf eitthvað spennandi í gangi,“ segir hann og hlær. „Við höfum bara verið upp og ofan á radarnum hérna á Íslandi. Við virðumst þó alltaf hafa ágætlega stóran hóp sem fílar tón- listina okkar og sá hópur endur- nýjar sig bara með nýrri kynslóð.“ Spurður út í nýja efnið sem GusGus er að senda frá sér í haust segir Birgir hljóm- sveitina allt- af hafa unnið með elekt- róníska tón- list á sínum eigin forsend- um. „Við höfum ekkert endilega verið í samhengi við tíðarandann þó að við verðum auðvitað fyrir áhrifum frá því sem er að gerast ásamt öllu því sem á undan hefur gengið. Við erum í sífelldri leit að nýjum leiðum til að blanda saman rafrænni tilrauna- mennsku og hefðbundnu poppi.“ Mannabreytingar í gegnum tíðina Eins og áður sagði samanstendur GusGus núna af Birgi og Daníel Ágústi en margt tónlistarfólk hefur komið og farið úr sveitinni í gegnum árin. Núna síðast hættu Högni Egilsson og Stephen Steph- ensen. „Já, Högni vildi bara snúa sér að öðru og Stebbi hætti fyrir nokkru síðan. Þann- ig að þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið með GusGus, það hafa verið töluverðar manna- breytingar í gegnum tíðina. Ég er sá eini sem hefur verið allan tímann frá upphafi. Daníel var meðal stofn- enda hljómsveitarinnar en tók sér svo pásu frá 2000 til 2007. Hann var þó með lög á báðum plötunum sem komu út á því tímabili þótt hann væri ekki formlega í bandinu. Og nú erum við tveir eftir, kjarninn. Okkur þykir mjög vænt um hvor annan og ég hef ótrúlega gaman af því sem við erum að gera. Þannig að það er fín stemming á okkur,“ segir Birgir. Það sem er svo fram undan hjá GusGus er meðal annars að klára nýju plötuna, undirbúa tónleika- ferðalag og að troða upp á Bryggj- unni Brugghúsi í kvöld. „Það kom upp hugmynd um að hafa svona Sónar-framhaldstón- leika á Bryggjunni, þá ætlum við að skella í gömlu slagarana. Þetta verður annar stemmari heldur en á Sónar. Þetta verður ný nálgun á það hvernig við framkvæmum þennan tónlistargjörning sem tónleikarnir okkar eru, það er alltaf gaman að spila í minna rými,“ segir Birgir og hvetur fólk til að leggja leið sína á Bryggjuna í kvöld. gudnyhronn@365.is gusgus orðin tveggja manna hljómsveit Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni GusGus frá því að sveitin var stofnuð árið 1995. Núna eru meðlimirnir tveir, Birgir Þórarinsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Með haustinu sendir GusGus frá sér nýja plötu. Daní el Ágúst og Birgir skipa gusgus núna. FréttABLAðið/ViLheLM Svona leit gusgus út árið 2015. MYnD/Ari MAgg 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r38 L í f i ð ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -4 6 C 4 1 D 1 3 -4 5 8 8 1 D 1 3 -4 4 4 C 1 D 1 3 -4 3 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.