Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 38

Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 38
heilsa og fegurð Kynningarblað 24. febrúar 201712 Enn bætast við sannanir fyrir því að skamm- tímafasta geti stuðlað að varanlegu þyngd- artapi. Og í rauninni þarf ekki að fasta alveg heldur er nóg að fækka hitaeiningum niður í kringum 750 á „föstu“dögunum. Fleiri og lengri föstur gera hins vegar ekki endilega hlutfallslega jafnmikið gagn. Samkvæmt rann- sókn sem gerð var við rannsóknarstofu í lang- lífi við Suður-Kaliforníu háskóla eiga þeir sem fylgja föstumataræði, sem byggir mest á ómettaðri fitu fimm daga í mánuði, von á að missa í kringum kíló á mánuði án þess að gera nokkrar aðrar breytingar á sínum lífsstíl. En þar með er ekki öll sagan sögð því blóð- rannsóknir sýna fram á lægri kólesterólgildi í blóði, lægri blóðþrýsting og minni líkamsfitu hjá þeim sem fylgdu mataræðinu miðað við samanburðarhópinn. Þau sýndu einnig minni bólgumyndun í líkamanum sem er talin tengj- ast krabbameini og hjartasjúkdómum og betri stjórn á blóðsykri sem er stór áhættuþáttur í sykursýki, en samanburðarhópur. Þessi rann- sókn bætist þar með í hóp þeirra rannsókna sem staðfesta gildi föstu í áttina að auknu heilbrigði og langlífi. Rannsóknin birtist í tímaritinu Science Transla- tional Medicine. http://stm.sciencemag.org/ content/9/377/eaai8700 Föstur gera gagn Andvökunæt- ur skila slæm- um degi. Góður nætur- svefn er und- irstaða góðrar heilsu. Dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu á Borgarbókasafni Menningarhúsi í Spönginni mánudaginn 27. febrúar. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Betri svefn – grunnstoð heilsu og fjallar Erla meðal annars um algengustu svefnvandamálin og fer yfir góðar svefnvenjur. Erla hefur haldið nám- skeið og fræðslufyrirlestra um svefnvandamál og er með doktors- próf í svefnrannsóknum frá lækna- deild HÍ í samstarfi við Háskólann í Pennsylvaníu. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár. Rannsóknir Erlu fjalla um samband svefnleys- is, andlegrar heilsu og kæfisvefns og hafa vísindagreinar eftir hana birst í virtustu fræðiritum heims á sviði svefnrannsókna. Erla starf- ar hjá Sálfræðiráðgjöfinni þar sem hún sinnir m.a. meðferð við svefn- leysi. Um þessar mundir er Erla að skrifa bók um svefn sem ætluð er almenningi. fyrirlesturinn hefst kukkan 17.15 og er aðgangur ókeypis.  Betri svefn 1. Leggstu á bakið og beygðu hnén en iljar eiga að vera á gólfi. Lyftu mjöðmunum upp en láttu hand- leggi liggja samhliða búknum. Réttu vel úr hægri fætinum í um 10 sekúndur. Skiptu svo um fót og gerðu eins, samtals tíu sinn- um. 2. Sestu með fætur beint fram. Snúðu efri hluta líkamans til hægri og settu báðar hend- ur í gólf við læri. Teygðu vel á í 10 sekúndur. Snúðu þér svo til vinstri og endurtaktu æfinguna í 10 skipti. 3. Stattu með beint bak og hæfi- legt bil á milli fótanna. Beygðu þig aðeins í hnjánum, beygðu þig rólega fram og taktu með báðum höndum utan um kálfana. Haltu þér í þessari stöðu í eina til tvær mínútur. Réttu hægt og rólega úr þér. Beygðu þig betur í hnjánum ef staðan er óþægileg. 4. Sestu á gólfið og með iljarnar saman og hnén beygð í sitthvora áttina. Taktu utan um fæturna, beygðu þig vel fram og haltu stöðunni í um eina mínútu. Réttu rólega úr þér og gerðu æfinguna 10 sinnum. 5. Stattu í báða fætur. Dragðu hægri fótinn að búknum og haltu honum þannig í um hálfa mínútu. Réttu úr fætinum og gerðu eins með vinstri fæti. Endurtaktu æf- inguna í nokkur skipti. Æfingar gegn stirðleika 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -6 9 5 4 1 D 1 3 -6 8 1 8 1 D 1 3 -6 6 D C 1 D 1 3 -6 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.