Fréttablaðið - 24.02.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 24.02.2017, Síða 32
„Ég segi alltaf „less is more“. Við erum að nota of mikið af kremum sem eiga öll að hafa ólíka virkni. Venjuleg starfsemi húðarinnar á að geta séð um að næra húðina en við eigum að hjálpa til þegar upp á vantar. Til þess að fá fal­ lega förðun er þó grundvallar­ atriði að næra húðina vel,“ segir Kristín Stefánsdóttir, förðunar­ meistari hjá NN Make Up Studio í Garðabæ. Í köldu veðri þurfi sérstak­ lega að huga vel að næringu húð­ arinnar og þá skipti máli að nota krem sem hentar húðgerð­ inni. „Góð regla er að fá sýnishorn af kremum til að prófa en fjár­ festa ekki strax í heilli krukku sem reynist svo ekki vel. Það þýðir heldur ekki að kaupa eitt­ hvað sem vinkonan mælti með því það er alls ekki víst að það sama henti þinni húðgerð. Sniðugast er að panta tíma hjá fagaðila, fara í andlitsbað og láta dekra við húð­ ina og fá leiðbeiningar um gott krem og prufur. Þegar rétt krem er fundið á svo að nota það bæði kvölds og morgna.“ Einföld kvöldrútína „Á kvöldin ætti að hreinsa and­ litið með hreinsikremi sem nær bæði augnmálningunni og farð­ anum af. Ég nota sjálf aldrei bómull til að strjúka farðann þar sem hún þurrkar húðina. Betra er að nota þvottapoka, fjárfesta bara í sæmilegum bunka og nota einn fyrir hvert kvöld. Nota ætti kalt vatn til að skrúbba andlit­ ið. Ef fólk freistast til að nota einnota hreinsiklúta, til dæmis á ferðalögum, ætti að þvo and­ litið vel með köldu vatni á eftir. Efnin úr klútunum þurrka húð­ ina og þau þarf að skola af. Loks ætti að bera krem á hreint and­ litið fyrir nóttina. Þeir sem vilja nota augnkrem ættu að geyma það í ísskápnum, bera það svo á að kvöldi til að minnka þrota og bólgur,“ útskýrir Kristín. Hún ráðleggur einnig að nota farða á hverjum degi. Hrein húð sé berskjölduð fyrir kulda og bakteríum. „Krem fara inn í húðina á nokkrum mínútum og eftir það er húðin óvarin. Með léttum farða nær húðin að halda inni raka og verjast utanaðkomandi áreiti og þannig minnka einn­ ig líkurnar á að þurrkublettir myndist og æðaslit.“ Léttari förðun í sumar Sterkir og bjartir varalitir og léttari augnförðun verður áber­ andi í sumar að sögn Kristín­ ar. Mattir varalitir munu halda vinsældum sínum og jafnvel ein­ hverjir dökku tónanna sem hafa verið áberandi í vetur eins og fjólublár. „Á augun verður það bara maskari og eyelinerlína jafnvel í lit,“ segir Kristín. „Til okkar í NN Make Up Studio er alltaf hægt að koma og fá ráð­ gjöf varðandi förðun og húðum­ hirðu.“ Hrein húð er óvarin fyrir kulda Góð húðumhirða eru grunnurinn að fallegri förðun að sögn Kristínar Stefánsdóttur förðunarmeistara. Best sé að koma sér upp einfaldri hreins- irútínu á kvöldin og fara aldrei út úr húsi án farða. Þannig sé húðin varin fyrir kulda og bakteríum. Hún segir óþarfa að flækja hlutina um of. Með hækkandi sól verður förðunin léttari. Kristín segir sterka og bjarta varaliti verða áberandi í vor og sumar. Mattir varalitir halda vinsældum sínum eitthvað áfram. Minni áhersla verður á augnförðun, einungis maskari og augnblýantur. Kristín Stefánsdóttir Krem fara inn í húð- ina á nokkrum mínútum og eftir það er húðin óvarin. Með léttum farða nær húðin að halda inni raka og verjast utanað- komandi áreiti. Kristín Stefánsdóttir Kristín mælir með þvottapokum í stað bómullarskífa til að hreinsa farða af andlitinu. Bómullin þurrki húðina. Scholl fótatækið: Fjarlægir harða húð á auðveldan hátt. Naglatækið: Neglurnar verða skínandi fallegar. Hentar bæði á neglur á höndum og fótum. „Hörð húð er eitt algengasta fótavandamál sem fólk glím­ ir við. Hörð húð getur valdið óþægindum og með tímanum valdið miklum sársauka ef ekk­ ert er gert til að fjarlægja hana. Regluleg fótaumhirða dregur úr myndun á harðri húð og kemur í veg fyrir að fæturnir verði fyrir óþægindum,“ segir Magðalena S. Kristjánsdóttir, vörumerkja­ stjóri hjá Halldóri Jónssyni, en heildsalan hefur umboð fyrir frábærar vörur frá Scholl sem auðvelda fótaumhirðu. „Velvet smooth línan frá Scholl býður upp á nokkur tæki. Fyrst má nefna rafknúna fóta­ þjöl sem fjarlægir harða húð á fótunum með þægilegum og ör­ uggum snúningshaus. Tækið er auðvelt í notkun og án mikill­ ar fyrirhafnar getur þú fengið silkimjúka fætur heima í stofu,“ segir Magðalena. Hún bendir einnig á Velvet smooth Wet and dry sem má nota á vota og þurra fætur. „Tækið er vatnshelt og því mögulegt að fjarlægja harða húð þegar maður er í sturtu. Tækið er endurhlaðanlegt og þráðlaust.“ Í Velvet smooth línunni er einnig að finna rafknúna nagla­ þjöl fyrir fætur og hendur. „Með rafknúnu naglaþjölinni geturðu annast fingur­ og táneglur með auðveldum hætti. Með tækinu fylgja þrír mismunandi haus­ ar sem slípa, pússa og fægja og gera neglurnar skínandi falleg­ ar,“ útskýrir Magðalena. Hún segir að fyrir hámarksárangur sé best að bera nærandi nagla­ olíu á neglurnar sem byggi á ein­ stakri formúlu með sjö olíum, sætri möndluolíu, hörfræolíu, apríkósukjarnaolíu, avókadó­ olíu, arganolíu, sheahnetuolíu og sólblómaolíu auk E­vítamína. „Þessi einstaka blanda styrkir neglur og naglabönd og eykur raka.“ Scholl Velvet smooth tækin fást í apótekum, Elko, Fjarðarkaupum, Hagkaup og Krónunni. Wet and dry: Má nota á vota fætur. Tvær mismunandi hraðastillingar. Velvet smooth línan frá Scholl Velvet smooth tækin frá Scholl auðvelda umhirðu fóta. HEilSa og FEgurð Kynningarblað 24. febrúar 20176 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -3 C E 4 1 D 1 3 -3 B A 8 1 D 1 3 -3 A 6 C 1 D 1 3 -3 9 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.