Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 18

Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 18
2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r18 S p o r T ∙ f r É T T a b L a ð i ð KÖrfUboLTi Njarðvíkingar fá tæki- færi til að hitamæla liðið í kvöld þegar liðið fær Íslands- og bikar- meistara KR í heimsókn í Ljóna- gryfjuna í Njarðvík. Njarðvíkingar hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í Domino’s deildinni eða jafnmarga deildarsigri og KR-ingar frá og með 13. janúar. Njarðvík hefur unnið bæði Tindastól og Stjörnuna á þess- um tíma og getur nú lokað topp- liða hringnum með sigri í kvöld. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er lokaleikur 19. umferðarinnar. Sebrahestarnir úr Vesturbæn- um hafa oft verið hátíðarmatur í Ljónagryfjunni á síðustu árum því KR-liðið hefur margoft verið þar í vandræðum undanfarin fjögur tímabil. KR-ingar hafa tapað fimm sinnum í Njarðvík á Íslandsmóti (4) eða í bikar (1) í þjálfaratíð Finns Freys Stefánssonar eða oftar en í öllum öðrum húsum fyrir utan DHL-höllina. KR-liðið hefur samt unnið deildarleiki sína í Ljónagryfjunni undanfarin ár en tapað leikjunum í úrslitakeppni og bikarkeppni í húsinu. Við þetta bætist vandræða- lega frammistaða KR-liðsins í fyrri leik liðanna þar sem Njarðvíkingar unnu ellefu stiga sigur í DHL-höll- inni og héldu meisturunum í aðeins 61 stigi. KR-ingar töpuðu óvænt á Akur- eyri í síðasta útileik sínum en svöruðu því með sannfærandi sigri á ÍR í síðustu umferð. Sigur kemur Vesturbæingum enn nær deildar- meistaratitlinum en heimamenn í Njarðvík eru í mikilli baráttu um að fá að vera með í úrslitakeppninni. Það verður allavega saga til næsta bæjar verði Njarðvíkingar með fullt hús á móti Íslandsmeisturunum í vetur. – óój Sebrahestarnir úr Vesturbænum oft hátíðarmatur í Ljónagryfjunni Logi Gunnarsson í fyrri leik KR og Njarðvíkur í nóvember. FRéttabLaðið/ERNiR Flest töp KR í einstök- um íþróttahúsum Leikir á Íslandsmóti og í bikar í þjálfaratíð Finns Stefánssonar DHL-höllin, Frostaskjóli 6 Ljónagryfjan, Njarðvík 5 Síkið, Sauðárkróki 3 Ásgarður, Garðabæ 2 SKíðaGanGa Þó svo að skíðaganga hafi verið vinsæl almenningsíþrótt hér á landi um árabil hefur Ísland átt fáa afreksmenn og -konur í greininni á alþjóðavísu. Einar Ólafs- son og Daníel Jakobsson hafa báðir keppt á Vetrarólympíuleikum og Sævar Birgisson keppti á leikunum í Sotsjí fyrir þremur áru. Í vikunni hófst heimsmeistara- mótið í skíðagöngu í Lahti í Finn- landi og er Ísland þar með fjóra fulltrúa. Elsa Guðrún Jónsdóttir, sem vann undankeppni kvenna í skíðagöngu í fyrradag, er eina konan en auk hennar og Sævars keppa Brynjar Leó Kristinsson og Snorri Einarsson fyrir hönd Íslands. Snorri er þaulreyndur 31 árs skíðagöngumaður sem hefur náð frábærum árangri á ferli sínum. Hann er þó að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti í skíðagöngu í fyrsta sinn. Hann er fæddur og uppalinn í Noregi, á íslenskan föður en norska móður, og keppti þar til á síðasta ári undir merkjum Noregs. Heimsækir Ísland árlega „Mig hefur alltaf langað að keppa fyrir Ísland,“ sagði Snorri í sam- tali við Fréttablaðið í gær en hann hafði þá nýlokið æfingu í Lahti. Snorri keppir í sinni aðalgrein, 30 km skiptigöngu, á morgun. „Fyrir sex árum könnuðum við málið og þá var ekki hægt að verða við öllu sem þurfti að gera til að það myndi ganga í gegn. En nú passar það mér mun betur og ég var rosa- lega ánægður þegar ég fékk símtalið frá Skíðasambandinu. Auðvitað vildi ég keppa fyrir Ísland,“ segir hann. Snorri bjó á Íslandi í eitt ár og hóf raunar grunnskólagöngu sína á Íslandi. En þess utan hefur hann verið búsettur í norðurhluta Nor- egs og býr nú í Tromsö. Þrátt fyrir að það var ekki töluð íslenska á heimilinu hans talar Snorri mjög góða íslensku. „Ég lærði mikið af því að búa í eitt ár á Íslandi auk þess sem við reyn- um að heimsækja ættingja okkar á Íslandi að minnsta kosti einu sinni á ári. Það verður vonandi enn meira um heimsóknir til Íslands eftir að ég byrjaði að keppa fyrir Ísland,“ segir hann enn fremur. Kvef varð að slæmum veikindum Snorri hefur síðustu tvö árin keppt fyrir Team Santander sem kepp- ir í löngum vegalengdum. Það hefur gert Snorra kleift að æfa sem atvinnumaður í tvö ár. Hann var á góðu róli í haust og náði til að mynda frábærum árangri á sterku FIS-móti í Finnlandi þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Fékk hann þá besta punktaárangur íslensks skíða- göngumanns frá upphafi. Veikindi settu þó strik í reikning- inn í lok síðasta árs. Venjulegt kvef varð að langvarandi veikindum sem kostaði hann þátttöku á sterkum mótum og takmarkaði undirbúning hans fyrir mótið í Lahti. „Ég var að æfa í mikilli hæð þegar ég veiktist. Ég fór svo of snemma aftur af stað og leið ekki nógu vel. Ástandið versnaði þannig að kvef varð að sex vikna veikindum,“ útskýrir hann. „Um tíma hélt ég að ég myndi aldrei komast aftur á lappir,“ segir hann í léttum dúr. „En ég hef sem betur fer náð ágætum undirbúningi fyrir mótið og allt er eins og það á að vera núna.“ Vill komast á topp 20 Snorri mun keppa í 30 km skipti- göngu á morgun og vonast hann eftir því að verða á meðal 30 efstu keppenda. „Jafnvel topp 20 ef allt gengur svakalega vel,“ segir Snorri sem á silfur í þeirri grein frá norska meistaramótinu, sem út af fyrir sig er eitt allra sterkasta mót heims. „Við skulum sjá til hvernig gengur. Vildi alltaf keppa fyrir Ísland Snorri Einarsson er fæddur og uppalinn í Noregi en keppir nú fyrir íslenska landsliðið í skíðagöngu. Hann verður í eldlínunni á HM í Lahti á morgun og stefnir hátt. „Ég var rosalega ánægður þegar ég fékk símtalið frá Skíðasambandinu,“ segir hann. Snorri Einarsson stefnir á að vera á meðal 30 efstu keppenda í 30 km skiptigöngu á HM í Lahti. MyND/SKÍðaSaMbaND ÍSLaNDS Ég hef ekki æft frjálsu gönguna mjög mikið eftir að ég byrjaði að keppa í lengri vegalengdum, sem er allt með hefðbundinni göngu. En ég von- ast auðvitað til þess að ná góðum árangri,“ segir Snorri sem er nú þegar búinn að tryggja sér þátttöku- rétt á Vetrarólympíuleikunum sem fara fram í Suður-Kóreu á næsta ári. Snorri vonast til þess að skíða- ganga öðlist meiri vinsældir á Íslandi sem afreksíþrótt. „Það er engin ástæða til að ætla annað en Íslendingar geti náð í fremstu röð í skíðagöngu eins og öðrum íþrótta- greinum. Það myndi breyta miklu ef það væri hægt að koma upp aðstöðu svo að hægt sé að æfa allt árið, eins og er algengt í Noregi. Við getum komið okkur í fremstu röð ef okkur langar til.“ eirikur@frettabladid.is Ástandið versnaði þannig að kvef varð að sex vikna veikindum. Um tíma hélt ég að ég myndi aldrei komast á lappir. Snorri Einarsson 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -4 1 D 4 1 D 1 3 -4 0 9 8 1 D 1 3 -3 F 5 C 1 D 1 3 -3 E 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.