Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 12

Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Það er ekkert sumar án þess að skuldavandi Grikklands komist í kastljós alþjóðlegra fjölmiðla. Á því verður engin breyting í ár. Þótt lítið hafi verið um fréttir af efnahags-vandræðum Grikkja síðustu misseri þá er það ekki til marks um að mikið hafi áunn- ist í að vinna bug á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Öðru nær. Skuldir gríska ríkisins eru um 180 prósent af landsframleiðslu en samkvæmt AGS gæti skulda- hlutfallið, komi ekki til verulegra afskrifta, orðið hátt í 300 prósent á næstu áratugum. Grísk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við lánveit- endur sína um framhald á frekari fjárhagsaðstoð. Í júlí þarf ríkið um sjö milljarða evra til að standa í skilum á afborgunum og geta þannig velt skuldabagganum áfram enn um sinn. Forystumenn á evrusvæðinu hafa sagt að fyrirgreiðslan sé háð því að Grikkir ráðist í enn meiri aðhaldsaðgerðir og efnahagsumbætur í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs. AGS hefur tekið undir með grískum stjórnvöldum um eftirgjöf skulda eigi sjóðnum að vera fært að taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands. Ráðamenn Þýskalands eru á öðru máli og útiloka að skuldir Grikklands verði afskrifaðar. Hinar miklu skuldir Grikkja eru nánast alfarið við opinbera aðila, einkum stærstu ríki evrusvæðisins. Í aðdraganda kosninga á komandi sex mánuðum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi er ljóst að pólitískur ómöguleiki er fyrir stjórnmálamenn þessara ríkja að samþykkja eftirgjöf gagnvart kröfum Grikkja. Að óbreyttu er því ekkert lát á áframhaldandi efnahagsþrengingum Grikkja. Stofnun myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Þótt ójafnvægi á greiðslujöfnuði aðildar- ríkja evrunnar hafi verið fyrir hendi allt frá því að hún var fyrst kynnt til sögunnar þá skapaði þetta ekki vandamál fyrr en alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því voru fjárfestar reiðubúnir að fjármagna viðskiptahalla margra evruríkja, meðal annars Grikklands, á lágum vöxtum. Sá tími er liðinn. Skuldahrjáðustu evruríkin hafa þess í stað verið háð því að seðlabankar þeirra fái fjármögnun í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Gríðarmiklum viðskiptaafgangi Þýskalands á undanförnum árum hefur að mestu verið ráðstafað til að fjármagna seðlabanka þessara sömu ríkja í gegnum Target2 kerfið. Þannig nemur krafa seðlabanka Þýskalands á Evrópska seðlabank- ann í dag um 800 milljörðum evra, sem er að stórum hluta jafnframt óbeint krafa á seðlabanka Grikklands, og hefur aldrei verið meiri. Sú stefna sem Þjóðverjar hafa rekið gagnvart Grikk- landi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þá munu Þjóð- verjar vakna upp við vondan draum þegar þeir þurfa að afskrifa kröfur sínar á Evrópska seðlabankann að verulegu leyti samhliða því að Grikkir kasta evrunni. Skuldafangelsi Stofnun myntbanda- lagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Aðskilnaðarkvíði Tekist var á um áfengisfrum- varp stjórnarliða á Alþingi í gær. Virðast landsbyggðarþingmenn andvígari frumvarpinu en þing- menn höfuðborgarinnar, jafnvel þó það gæti þýtt áfengissölu í vegasjoppum um allt land, lands- mönnum til hagræðis. Nú má fá hvítvín með humrinum á Höfn í Hornafirði og fiskisúpunni á Dalvík en hvergi á sunnudögum. Málið mætir andstöðu þing- manna VG. Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir sagði þannig málið sýna „sorglega málefnaþurrð“ stjórnarliða. Vinstri græn styðja aðskilnað ríkis og kirkju en fái VG einhverju ráðið verður eng- inn aðskilnaður ríkis og Ríkis. Forræðishyggjan Teitur Björn Einarsson, flutn- ingsmaður frumvarpsins, sagði að til að sporna við áfengis- neyslu væri ekki rétta leiðin að takmarka aðgengi heldur að auka forvarnir gegn neyslunni og efla „alvöru meðferðarúr- ræði“ fyrir þá sem eiga í vand- ræðum með vín. Hann benti á að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir stórauknum framlögum til lýðheilsusjóðs. Þar með tók Teitur eiginlega undir röksemda- færslu þeirra sem andvígastir eru málinu, nefnilega að kostnaður samfélagsins verði töluverður við aukið aðgengi. Þó hefur ekki verið sannað að brennivíni fylgi meira böl úr rekkunum í Bónus. snaeros@frettabladid.is 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r12 S k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð i ð SKOÐUN Við höfum átt orðastað, ég og forsætisráð-herra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um skil hans á skýrslum um aflandsfélög og skuldaleiðréttinguna. Í máli hans kemur fram að hann telur réttlætanlegt að hafa haldið þeim frá almenningi og Alþingi fram yfir ríkisstjórnarmynd- un en viðurkennir þó mistök vegna skila þeirra fyrri. Hvað skýrsluskil varðar þá er kýrskýrt að ráðherra er almennt ekki dómari um hvenær skýrsla skal lögð fram, plagg sem beðið er um af þinginu og unnin af sérfræðingum, eins þótt verkbeiðandinn sé ráðherra. Skýrsla á samkvæmt eðlilegum lýðræðisvinnu- brögðum alla jafna að birtast þingi og þjóð þegar hún er tilbúin að mati sérfræðinganna en ekki þegar ráðherra telur hana birtingarhæfa. Innihaldið er ekki ákvarðandi í fyrsta sæti, ekki lengdin, ekki hversu sammála eða ósammála ráðherra er innihaldinu. Þetta er verkferli sem við eigum ekki að þurfa að deila um. Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um meðvitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Skilaboð til almennings og Alþingis í ljósi lýðræðis eru röng. Ráðherra hefur sagt í andsvörum að þingheimur þyrfti að vera sammála um eðli og inntak siðareglna. Að sjálfsögðu. Ég var einmitt að reyna að fá hans afstöðu fram vegna algengs misskilnings margra um eðli og inntak siðareglna. Engu máli skiptir við mat á siðareglubrotum hvort viðkomandi hafi orðið á óvarkárni, gleymska eða hann haft uppi ásetning. Flest má kalla mistök. Það hugtak frelsar engan undan því að hafa framið ósiðrænan verknað. Brot viðkomandi er brot vegna þess að það er yfirleitt ekki hægt að sanna hvað lá að baki rangri ákvörðun sem reglur segja vera brot. Afsökun breytir engu nema ef til vill viðurlögum. Þetta er kjarni míns máls og varðar miklu ef siðareglur eiga að vera til gagns. Við getum deilt um hvað á við um skýrsluskilin, brot eða ekki brot, en morgunljóst að mat á siðareglu- brotum er fyrst og fremst mat á gjörningnum sjálfum ekki á misgáningi, gleymsku, ásetningi eða persónu- legu mati viðkomandi á eigin gerðum. Röng skilaboð Ég lít svo á að ráðherra hafi orðið á alvarleg mistök enda um með- vitaða ákvörðun að ræða, ekki gleymsku. Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi ára s. 511 1100 | www.rymi.is ...fyrir alla muni SMÁVÖRUHILLUR OG SKÁPAR 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -5 A 8 4 1 D 1 3 -5 9 4 8 1 D 1 3 -5 8 0 C 1 D 1 3 -5 6 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.