Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.02.2017, Blaðsíða 30
Þórdís æfði fimleika hjá Gerplu frá átta ára til sautj- án ára aldurs en hætti sökum meiðsla í baki. Hún var í sjúkraþjálfun um tíma en haustið 2014 langaði hana að fara að æfa á ný. „Mig langaði prófa eitthvað nýtt og fór í pole fitness. Í lok námskeiðsins var boðið upp á prufutíma í Lyru, sem er kennd á sama stað. Ég hafði enga hugmynd um hvað það var en heill- aðist strax. Í kjölfarið skipti ég yfir í Lyru og hef æft hana síðan.“ Með tímanum fór Þórdís að hlaupa í skarðið fyrir Lyru-kennarann sinn og í febrúar í fyrra var hún beðin um að taka að sér hluta kennslunn- ar. Þórdís, sem er á tuttugasta ald- ursári, segir gaman að fá tækifæri til að starfa við sitt helsta áhugamál „Mér finnst líka mjög skemmtilegt að geta miðlað af reynslu minni til annarra og sjá nemendur taka fram- förum.“ Lyra er í raun loftfimleikar þar sem iðkendur gera æfingar og kúnst- ir í misstórum hringjum sem hanga í loftinu. Kúnstirnar er svo hægt að tengja saman í rútínu eða eins konar dans. Byrjendur þurfa að sögn Þór- dísar hvorki að búa yfir liðleika né styrk og æfingarnar henta fólki á öllum aldri. „Styrkurinn er hins vegar fljótur að koma og flestir finna mikinn mun á sér strax eftir fyrsta námskeið, enda talsvert átak að kom- ast upp í hringina, halda sér þar og gera kúnstir. Ég myndi því segja að þetta væri mjög góð líkamsrækt,“ segir Þórdís. Helsti kostur Lyru er að sögn Þór- dísar hversu hratt iðkendur byggja upp styrk. „Fólk finnur oft mun á sér á milli tveggja tíma. Hún segir iðkendum stundum finnast óyfirstíganlegt að ná tilteknu „trikki“ en fimm æfingum síðar er það komið. „Íþróttin reyn- ir á alla vöðva líkamans án þess að fólk sé að spá í það sér- staklega og allt í einu eru það komið með þann styrk sem þarf.“ Þórdís segir Lyru fyrir alla, konur jafnt sem karla. Hún segir iðkendur með mjög mismunandi bakgrunn. Sumir hafa verið mikið í íþróttum og aðrir ekki. „Ég hef bæði verið með stráka og stelpur og fólk upp í fimmtugt sem hefur náð svaka- legum árangri.“ En er þetta hættuleg íþrótt? „Nei, ég myndi ekki segja að þetta væri hættulegra en annað. Auðvitað er hægt að slas- ast í Lyru ei ns og öðru en það er mjög sjaldgæft að iðkendur detti úr hringj- unum. Þeir byggja upp get- una jafnt og þétt og hafa náð upp nauðsynlegum styrk og liðleika þegar þeir eru farnir að komast upp í hringina með auðveldum hætti. Þeir gera svo ekki erfiðari kúnstir en líkaminn ræður við hverju sinni. Sjálfri finnst Þórdísi skemmti- legast að læra nýjar kúnstir, tengja saman í skemmtilega rútínu og sýna, en reglulega eru haldnar sýningar í Eríal Pole. „Einu sinni tók ég líka þátt í Great Gatsby sýningu í Gamla bíói sem var mjög skemmtilegt.“ Hún segir erfiðara en margur heldur að sýna fimm mínútna rútínu en alltaf jafn gaman. Þórdís er í MR og stefnir á að út- skrifast af náttúrufræðibraut 1 í vor. Hún stefnir á háskólanám og hefur mestan áhuga á líffræði. „Ég er þó ekki búin að ákveða neitt og ætla að byrja á fara í heimsreisu með kær- astanum mínum. Ég ætla svo að sjálf- sögðu að halda áfram að sinna Lyr- unni enda með því skemmtilegra sem ég geri.“ Krishna Das hefur fært jógatónlistina út úr jógasölunum og inn í tónlistarhallirnar og er orðinn þekktur sem rokkstjarna jóganna. Hann mun spila í Hörpu þann 21. júní nk. Þórdísi finnst skemmtilegast að læra nýjar kúnstir, tengja saman í rútínu og sýna. MYND/NiNa ReeD Þórdísi finnst gaman að miðla af reynslu sinni og sjá nemendur taka framförum. MYND/stefáM styrkurinn kemur fljótt Þórdís Daníelsdóttir kennir Lyru eða loftfimleika hjá Eríal Pole. Hún var sjálf að æfa Lyru en leiddist út í kennslu og finnst frábært að geta starfað við áhuga- málið. Hún segir iðkendur öðlast mikinn styrk sam- hliða því að læra alls kyns kúnstir og að margir finni mun á milli tíma. Vera einarsdóttir vera@365.is Æfingarnar henta fólki á öllum aldri og iðkendur hafa mismunandi bakgrunn. MYND/stefáM MYND/MaRÍNÓ fLÓVeNt Krishna Das hefur fært jógatónlist- ina út úr jógasölunum og inn í tónlist- arhallirnar og er orðinn þekktur sem rokkstjarna jóganna. Marga hefur lengi dreymt um að fara á tónleika með honum og nú gefst tækifærið því Krishna Das hefur ákveðið að koma til Íslands á tónleikaferð sinni Kirt- an Wallah Europe Tour 2017. Kirtan Wallah þýðir sá sem kyrj- ar eða „the one who chants“. Krishna Das var nemandi and- lega kennarans Ram Dass og hitti svo meistarann sinn, Neem Karoli Baba eða Maharaj-ji, á Indlandi þegar hann var ungur maður. Maharaj-ji sagði honum að fara aftur til Am- eríku og þjóna fólki og Krishna Das fann leiðina til þjónustu í gegnum tónlistina. Möntrurnar hans snerta innsta streng í hjarta hlustandans og áhrifin verða enn sterkari við það að syngja eða kyrja með honum. Krishna Das spilar á harmóníum og með honum er slagverksleikarinn Arjun. Miðasala er hafin á harpa.is og tix.is. Í boði er að sitja í sæti eða á eigin púða á gólfinu. Rokkstjarna jóganna – Krishna Das Krishna Das heldur kritan-tónleika í Norðurljósasal Hörpu á sumarsólstöðum þann 21. júní. Krishna Das heldur kritan-tónleika í Norðurljósasal Hörpu 21. júní. HeiLsa og feguRð Kynningarblað 24. febrúar 20174 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -5 0 A 4 1 D 1 3 -4 F 6 8 1 D 1 3 -4 E 2 C 1 D 1 3 -4 C F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.