Fréttablaðið - 24.02.2017, Side 22

Fréttablaðið - 24.02.2017, Side 22
„Það hlýtur að mega rekja flestar góðar og jákvæð­ ar umsagnir í erlendum miðlum um íslenska matargerð, um hvað Reyjavík er æðisleg og veitinga­ staðirnir smart og flottir og kokk­ arnir klárir, til Food and Fun. Allavega að talsverðu leyti,“ segir Siggi Hall, matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri matarhátíðar­ innar Food and Fun, en hún brest­ ur á með látum í Reykjavík mið­ vikudaginn 1. mars. Hátíðin var sett á laggirnar árið 2002 og fer hún nú fram í sextánda sinn. „Food and Fun var sameiginlegt átak sem farið var í af Iceland­ air, Iceland Naturally, íslenskum landbúnaði og Reykjavíkurborg en markaðssetning á íslenska lamba­ kjötinu stóð þá sem hæst í Banda­ ríkjunum og með góðum árangri. Okkur fannst að það mætti kynna Ísland á fjölbreyttari hátt, ekki bara sem fjöll og firnindi heldur kynna íslenskan mat, tónlist og lífsstíl. Við ákváðum því að gera matarfestival á Íslandi á svipuðum nótum og verið var að gera með ís­ lenska tónlist á Iceland Airwaves. Ég var fenginn til að búa þennan viðburð til ásamt Baldvini Jóns­ syni og Magnúsi Stephensen frá Icelandair, ég varð framkvæmda­ stjóri árið 2004 og hef verið það síðan,“ segir Siggi. „Fyrst voru fengnir jafnmarg­ ir kokkar frá Bandaríkjunum og Evrópu til að fara í samstarf með íslenskum veitingastöðum. Kokk­ arnir unnu með íslenskt hráefni og bjuggu til matseðla og allt var á einu verði. Planið var að gera úr þessu skemmtilega viku og það tókst. Hátíðin sló í gegn og hefur í raun slegið í gegn á hverju ein­ asta ári. Hún hefur að sjálfsögðu þróast gegnum árin en heldur þó nokkuð sama formi. Hún hefur stækkað en fjöldi veitingastaða í Reykjavík hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Þegar við vorum að byrja vorum við í vandræðum með að fylla í öll pláss en nú verð­ um við að vísa frá. Food and Fun er orðið að föstum lið í þjóðlífinu, bara eins og þjóðhátíð og Þorláks­ messa,“ segir Siggi. Laðar gesti að Food and Fun hefur frá upphafi farið fram í byrjun mars. Til­ gangur tímasetningarinnar var að teygja úr ferðamannatímanum og fá fólk til að heimsækja landið þó kuldalegt geti verið um að lit­ ast á þessum tíma árs. Í dag er þó varla hægt að tala um jaðartíma í ferðamannaiðnaðinum, túristar streyma til Íslands allan ársins hring. Siggi segir Food and Fun eiga að hluta til heiðurinn af því. Ekki bara vegna umfjöllunar um hátíðina í Reykjavík í erlendum miðlum, Food and Fun hefur einn­ ig farið í víking út. „Við höfum ekki bara verið með Food and Fun hér heima held­ ur höfum við sett upp viðburða­ kynningar undir merkjum Food and Fun og Íslands víða um heim, meðal annars í stórborgum eins og New York og Washington, Boston, St. Pétursborg og París. Við höfum einnig slegið upp Food and Fun undir íslenskum merkjum í Finn­ landi, á Spáni og víðar. Þá fara ís­ lenskir kokkar út og vinna með veitingahúsum á þessum stöðum. Þetta hefur tekist afar vel. Food and Fun í Finnlandi er til dæmis að verða ein vinsælasta matarhá­ tíð Finnlands,“ segir Siggi. engir hrútspungar í sparifötum „Íslensk matargerð er fyrst og fremst nútímaleg. Það er ekki verið að tala um að færa hrúts­ punga og þennan gamla íslenska mat í nútímabúning, heldur er verið að búa til fína og flotta rétti úr þessu frábæra hráefni sem Ís­ land hefur alið af sér,“ útskýrir Siggi inntur eftir því hvað sé sér­ stakt við íslenska matargerð. „Ísland er fyrst og fremst matvælaframleiðsluland, ein af stærri fiskveiðiþjóðum í heimi og með landbúnað sem er engu líkur. Lambakjötið okkar, þó það hljómi eins og klisja, er mjög sér­ stakt kjöt fyrir það hvernig féð er alið og hvernig það fóðrar sig sjálft og frjálst. Fiskurinn er ferskur og svo held ég að marg­ ir átti sig hreinlega ekki á hversu vönduð grænmetisframleiðsla fer hér fram. Hér er komin fram fjórða kynslóð af tómatræktend­ um, bara eins og vínframleiðend­ ur í Frakklandi. Hér er ræktað við hreint vatn í hreinu lofti sem skilar sér í matinn. Svo eigum við alla þessa frábæru kokka sem hafa lært um allan heim og færa kunnáttuna heim svo veit­ ingastaðirnir blómstra. Íslensk matreiðsla er að svo mörgu leyti öðruvísi en til dæmis dönsk eða sænsk matreiðsla. Það er einhver sérstakur tónn í henni, bara eins og við þekkjum í íslenskri tón­ list.“ frægð á food and fun Siggi segir Food and Fun hafa skotið mörgum matreiðslumönnum upp á stjörnuhimininn í bransan­ um. Hann nefnir hinn danska René Redzepi, eiganda veitingastaðarins Noma, en hann státar af tveimur Michelin­stjörnum. „René kom óþekktur og tók þátt í Food and Fun á sínum tíma, sló í gegn og fór í sín fyrstu blaða­ viðtöl í framhaldi af því. Gunnar Karl Gíslason, kenndur við Dill, er nú þekktasti kokkur okkar Ís­ lendinga með nýfengna Michelin­ stjörnu upp á vasann. Hann opnaði veitingastað í New York og verð ég ekki að leyfa mér að segja að sam­ bönd hans og kynni gegnum Food and Fun hafi örugglega hjálpað til,“ segir Siggi Hall glettinn. Hann lofar glæsilegri matar­ hátíð sem enginn megi missa af. „Það hefur aldrei verið sterkara teymi af kokkum á Food and Fun en í ár. Þetta verður stórkostlegt.“ Planið var að gera úr þessu skemmtilega viku og það tókst. Hátíðin sló í gegn og hefur í raun slegið í gegn á hverju einasta ári. Hún hefur að sjálfsögðu þróast gegnum árin en heldur þó nokkuð sama formi. Hún hefur stækk- að en fjöldi veitingastaða í Reykjavík hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Siggi Hall Siggi Hall lofar frábærri skemmtun og matarupplifun á Food and Fun. „Lambakjötið okkar, þó það hljómi eins og klisja, er mjög sérstakt kjöt fyrir það hvernig féð er alið og hvernig það fóðrar sig sjálft og frjálst.“ myndir /Sigurjón ragnar Íslensk matreiðsla er að svo mörgu leyti öðruvísi en til dæmis dönsk eða sænsk. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Íslensk matargerð er fyrst og fremst nútímaleg. Það er ekki verið að tala um að færa hrútspunga og þennan gamla íslenska mat í nútímabúning, heldur er verið búa til fína og flotta rétti úr þessu frábæra hráefni sem Ísland hefur alið af sér. Siggi Hall Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér i i Veitingastaðir, kaffi hús ísbúðir & booztbarir velja Vitamix blandara 2 4 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f Ö S T U D a G U r2 f ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ i ∙ l í f S S T í l l 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 3 -6 9 5 4 1 D 1 3 -6 8 1 8 1 D 1 3 -6 6 D C 1 D 1 3 -6 5 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.