Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 34

Fréttablaðið - 24.02.2017, Page 34
„Í dag nota flestar konur dömu- bindi og tíðatappa, en þessar vörur innihalda mikið af bleikiefn- um, ilmefnum, kremum og öðrum óþarfa viðbótarefnum sem eru slæm fyrir líkama kvenna og um- hverfi,“ segir Magðalena S. Krist- jánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Halldóri Jónssyni. Hún bendir á að í boði sé mun heilsusamlegri, auð- veldari og hagkvæmari valkostur. „Það er OrganiCup tíðabikarinn sem er vinsælasti tíðabikarinn í Skandinavíu.“ Magðalena segir að níu af tíu konum sem prófi tíðabikar segi að þær muni halda áfram að nota hann og muni mæla með honum við fleiri. „Það er því einungis tímaspursmál hve- nær tíðabikar verður vin- sælasta lausnin á mark- aðnum,“ segir hún. Margt mælir með notkun OrganiCup. Hann er gerður úr silíkoni sem ætlað er í lækningatæki, bikar- inn er margnota og að- eins þarf að tæma hann á tólf tíma fresti. Þá endist hann í allt að tíu ár. „OrganiCup viðheldur náttúru- legri flóru líkamans vegna þess að hann tekur einungis við vökva en drekkur hann ekki í sig. Þetta kemur í veg fyrir ertingu og þurrk og tryggir náttúruleg pH-jafn- vægi,“ segir Magðalena. OrganiCup fæst í apótekum og Heilsuhúsinu. Nánari upplýsing- ar og sögur viðskiptavina um Org- aniCup má finna á www.organi- cup.dk Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Þjálfun: Settu markmið Það skiptir mestu máli að setja sér markmið og það verður að vera í beintengingu við árangurinn sem þú vilt sjá. Það getur verið útlits- tengt, að losa sig við líkamsfitu eða byggja upp vöðvamassa eða getutengt, að efla þol eða auka styrk. Það er mismunandi hvernig þú hagar þjálfun eftir því hvort þú ert að leita eftir að auka getu eða að breyta útliti. Komdu hreyfingu inn í rútínuna Hvort sem þú vilt vera í formi á ströndinni eða ert að æfa fyrir maraþon þá ráðlegg ég öllum að koma hreyfingu inn í sína rútínu, ekki síst vegna þess að það hefur svo góð áhrif á andlega líðan. Það mikilvægasta er að finna eitthvað við sitt hæfi. Lyftingar í líkamsræktarstöð, hóptímar eða krossfit þarf ekkert endilega að höfða til allra. Þín hreyfing getur verið sund, göngur, hjólreiðar, hlaup og svo framvegis. Finndu eitthvað sem þér líkar við því þá eru langmestar líkur á því að þú haldist í rútínunni. Og mundu: hreyfingin á að vera skemmtileg og gefandi, ekki kvöl og pína. Ef þú vilt meira gerðu þá meira Þú færð nokkurn veginn það sem þú leggur inn. Það er engin ein uppskrift að árangri sem hent- ar öllum og það er ýmislegt sem getur gerst þegar fólk ákveður að auka álagið með því að æfa meira. Það er mikilvægt að fara hægt og rólega af stað og hlusta á líkam- ann. Leitaðu aðstoðar hjá fagfólki. Mataræði: Það má prófa Það eru alls konar tískusveiflur í því hvernig fólk vill borða, minnka kolvetni, fasta eða neita sér um hitt og þetta. Ég kýs að vera opinn fyrir öllu og vil að fólk prófi þó ég sé auðvitað með mínar skoð- anir á því hvað mér finnst virka best. Fólk verður að finna út úr því sjálft hvað virkar fyrir það og taka svo ákvörðun út frá reynslunni. Sleppa gosi og djús Ég ráðlegg öllum, hvort sem fólk ætlar að fylgja ákveðnu mataræði og hver sem hugmyndafræðin er að skera út gos og djús. Í flestum tilfellum er fólk að reyna að létt- ast eða skera af sér fitu og þá þarf fólk að passa sig á hitaeiningum í vökvaformi. Þetta eru lúmskustu hitaeiningarnar. Best er að drekka bara vatn með mat. Engir tveir eins: Það er rosalega erfitt að segja til um hvað fólk léttist mikið á viku eða eitthvað svoleiðis. Við erum bara öll svo misjöfn og bregðumst við þjálfun á ólíkan hátt eftir erfð- um, aldri og aðstæðum. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Breytingar koma ekkert endilega jafnt og þétt. Oft er mikill árang- ur í byrjun sem er mjög hvetjandi þegar verkefnið fer vel af stað. En það getur verið hættulegt því á eftir fylgir oft kyrrstöðutímabil því líkaminn þarf aðlögunartíma. Að lokum: Andlegi hlutinn er eiginlega alltaf erfiðari en æfingarnar sjálfar og þolinmæðin er mikilvægasti lyk- illinn að góðum árangri. Þolinmæði vænlegust til árangurs Það er ekki seinna vænna að koma sér í gang fyrir sumarið, fjallgöngurnar, veiðiferðirnar og mögulega sólarlandaferðirnar. Svavar Ingvarsson, einkaþjálfari hjá Hreyfingu, gefur hér lesendum góð ráð varðandi æfingar og mataræði þar sem skynsemin er í fyrirrúmi. Við erum bara öll svo misjöfn og bregðumst við þjálfun á ólíkan hátt eftir erfðum, aldri og aðstæðum. Svavar Ingvarsson einkaþjálfari Svavar Ingvarsson, einkaþjálfari hjá Hreyfingu, segir andlega þáttinn vera mikilvægastan þegar á að breyta um lífsstíl. Þolinmæðin sé mikilvægasti lykillinn að árangri. OrganiCup er framtíðin OrganiCup tíðabikarinn er heilsusamlegri, auðveldari og hagkvæmari valkostur en dömubindi og tíðatappar. OrganiCup viðheldur náttúrulegri flóru líkamans, endist í tíu ár, getur tekið við tvöfalt meira magni en XL tíðatappi og þarf aðeins að tæma á 12 tíma fresti. Kostir orgAniCup lEndist í 10 ár. lGetur tekið við rúmlega tvö- falt meira magni en XL tíða- tappi. l Fullkomið hreinlæti. lEngin óþægindi. lAuðveldari lausn en dömu- bindi og tíðatappar þar sem einungis þarf að tæma bikar- inn á 12 tíma fresti. lEngin þalöt, ilmefni, lím eða klór. lGerður úr silíkoni sem ætlað er í lækningatæki. lTíðabikar kemur í tveimur stærðum, A og B. Stærð A er fyrir konur sem eru undir 30 ára og hafa ekki fætt barn. Stærð B er fyrir konur eldri en 30 ára eða sem hafa fætt barn. OrganiCup kemur í góðum poka. 20% Afsláttur á næstA útsölustAð HEIlSa Og fEgurð Kynningarblað 24. febrúar 20178 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 3 -4 1 D 4 1 D 1 3 -4 0 9 8 1 D 1 3 -3 F 5 C 1 D 1 3 -3 E 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 3 2 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.