Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 17.08.2019, Síða 6
KJARAMÁL „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjara- samningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfs- manna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnu- hópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á stytt- ingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfs- hópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endur- greiðslubyrði námslána skili til- lögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslu- byrðinnar en líka vegna ábyrgðar- mannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt inn- legg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttar- félag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoð- aðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sann- færð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Ef ling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Sam- band sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsvið- ræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefn- una og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. sighvatur@frettabladid.is Efast um samninga fyrir 15. september Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumar- frí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. BHM leggur áherslu á styttingu vinnuvikunnar og léttari endurgreiðslubyrði námslána. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI NEY TE NDUR Algengasti munur á hæsta og lægsta verði á nýjum námsbókum fyrir framhaldsskóla er á bilinu 20 til 30 prósent sam- kvæmt nýrri verðkönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina síðastliðinn fimmtudag. Þann dag var boðið upp á 25 pró- senta afslátt hjá A4 og sé tekið tillit til hans var verðið oftast lægst þar. Þar sem umræddur afsláttur gilti aðeins í þennan eina dag tekur ASÍ ekki tillit til hans. Miðað við þær forsendur reyndist Penninn oftast vera með lægsta verðið eða í 37 til- fellum af 52. Næstoftast var verðið lægst í Iðnú eða átta sinnum. Mál og menning var hins vegar oftast með hæsta verðið en þar voru einnig fæstir titlar fáanlegir. ASÍ tekur fram að verð skólabóka sé mjög breytilegt á þessum árs- tíma og eru neytendur hvattir til að vera vakandi yfir verðbreytingum og tilboðum. Mesti verðmunur reyndist á Gísla sögu Súrssonar og nam hann tæpum 74 prósentum. Kostaði bókin 2.299 krónur í Pennanum en 3.990 krónur hjá Máli og menningu. Alls var verð kannað á 52 titlum. Flestir voru til hjá Pennanum eða 48 og næstflestir hjá A4 eða 45 talsins. – sar Neytendur fylgist með verðbreytingum Námsbækur eru nú áberandi í bóka- búðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggi- legt innlegg í gerð kjara- samninga. Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM 74% prósent var mesti verðmun- ur samkvæmt könnun ASÍ. markaður Bænda um helgina! ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... www.kronan.is Bókaðu draumaferðina þína á VITA.is Njóttu þess að hlakka til Kanarí í haust með VITA Flogið með Icelandair Einstök veðursæld árið um kring Flott tilboð – eitthvað fyrir alla 1 7 . Á G Ú S T 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 7 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :4 7 F B 0 9 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 9 -B 5 7 8 2 3 9 9 -B 4 3 C 2 3 9 9 -B 3 0 0 2 3 9 9 -B 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 9 6 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.